Páll Valur vill forystusæti fyrir Samfylkinguna í Suðurkjördæmi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 18. október 2024 18:49 Páll Valur býður krafta sína fram fyrir Samfylkinguna í Suðurkjördæmi. Vísir/Einar Páll Valur Björnsson býður sig fram í forystusæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi fyrir komandi kosningar. Páll sat á þingi fyrir Bjarta Framtíð árin 2013 - 2016, og var varaþingmaður Samfylkingarinnar 2017 - 2021. „Ég var hvattur til að sækja um forystusæti og þá er reiknað með að það séu sæti eitt og tvö. Ég var ekkert endilega að hugsa um þetta en svo eftir nokkra umhugsun lét ég slag standa. Það kostar ekkert að prófa þetta,“ segir Páll. Brennur fyrir málefnum Grindvíkinga og barna Páll er Grindvíkingur og hann sat í bæjarstjórn árin 2018 - 2022 fyrir Samfylkinguna. Hann segir að Grindvíkingar þurfi á sterkri rödd að halda á þingi. Síðustu mánuðir hafi verið erfiðir fyrir hann og aðra Grindvíkinga. „Ég var mjög framarlega á þingi í málefnum barna og þeirra sem höllum fæti standa í samfélaginu og taldi mig eiga ýmislegt eftir ógert þar. Þannig ég lét til leiðast núna þegar fólk var að hvetja mig til þess að gefa kost á mér,“ segir Páll. „Auðvitað brennur á manni að skapa sátt í samfélaginu og byggja upp gott og mannlegt samfélag sem að stendur saman að öllum helstu málum. Sundurlindið í þessari þjóð er með ólíkindum, og þegar ég var á þingi fyrir Bjarta Framtíð barðist ég fyrir því að fólk ynni betur saman,“ segir hann. Hann kveðst hrifinn af málefnastarfinu sem hefur verið leitt af Kristrúnu síðustu tvö árin. „Hún er að finna púlsinn í landinu og leggja fram þau mál sem brenna á þjóðinni. Ég er bara mjög hrifinn af því hvernig hún er að gera þetta og hvernig hún er að tækla þessi mál. Páll bauð sig fram til Alþingis haustið 2016 undir merkjum Bjartrar Framtíðar og komst þá ekki á þing. „Ég var einn af þeim sem var mjög mótfallinn þessu ríkisstjórnarsamstarfi 2016 og það fór eins og það fór. Ég var ekkert sáttur við það,“ segir Páll. Björt Framtíð myndaði ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn árið 2017, en sleit samstarfinu seinna sama ár. Alþingiskosningar 2024 Suðurkjördæmi Samfylkingin Tengdar fréttir Grindvíkingar vænti þess að verða borgaðir út Páll Valur Björnsson, kennari í Fisktækniskólanum og íbúi í Grindavík, segir að væntingar Grindvíkinga til þeirra aðgerða sem ríkisstjórnin hyggst kynna í dag séu þær að íbúar verði borgaðir út og eignir þeirra keyptar. 22. janúar 2024 11:17 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fullir í flugi Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Sjá meira
„Ég var hvattur til að sækja um forystusæti og þá er reiknað með að það séu sæti eitt og tvö. Ég var ekkert endilega að hugsa um þetta en svo eftir nokkra umhugsun lét ég slag standa. Það kostar ekkert að prófa þetta,“ segir Páll. Brennur fyrir málefnum Grindvíkinga og barna Páll er Grindvíkingur og hann sat í bæjarstjórn árin 2018 - 2022 fyrir Samfylkinguna. Hann segir að Grindvíkingar þurfi á sterkri rödd að halda á þingi. Síðustu mánuðir hafi verið erfiðir fyrir hann og aðra Grindvíkinga. „Ég var mjög framarlega á þingi í málefnum barna og þeirra sem höllum fæti standa í samfélaginu og taldi mig eiga ýmislegt eftir ógert þar. Þannig ég lét til leiðast núna þegar fólk var að hvetja mig til þess að gefa kost á mér,“ segir Páll. „Auðvitað brennur á manni að skapa sátt í samfélaginu og byggja upp gott og mannlegt samfélag sem að stendur saman að öllum helstu málum. Sundurlindið í þessari þjóð er með ólíkindum, og þegar ég var á þingi fyrir Bjarta Framtíð barðist ég fyrir því að fólk ynni betur saman,“ segir hann. Hann kveðst hrifinn af málefnastarfinu sem hefur verið leitt af Kristrúnu síðustu tvö árin. „Hún er að finna púlsinn í landinu og leggja fram þau mál sem brenna á þjóðinni. Ég er bara mjög hrifinn af því hvernig hún er að gera þetta og hvernig hún er að tækla þessi mál. Páll bauð sig fram til Alþingis haustið 2016 undir merkjum Bjartrar Framtíðar og komst þá ekki á þing. „Ég var einn af þeim sem var mjög mótfallinn þessu ríkisstjórnarsamstarfi 2016 og það fór eins og það fór. Ég var ekkert sáttur við það,“ segir Páll. Björt Framtíð myndaði ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn árið 2017, en sleit samstarfinu seinna sama ár.
Alþingiskosningar 2024 Suðurkjördæmi Samfylkingin Tengdar fréttir Grindvíkingar vænti þess að verða borgaðir út Páll Valur Björnsson, kennari í Fisktækniskólanum og íbúi í Grindavík, segir að væntingar Grindvíkinga til þeirra aðgerða sem ríkisstjórnin hyggst kynna í dag séu þær að íbúar verði borgaðir út og eignir þeirra keyptar. 22. janúar 2024 11:17 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fullir í flugi Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Sjá meira
Grindvíkingar vænti þess að verða borgaðir út Páll Valur Björnsson, kennari í Fisktækniskólanum og íbúi í Grindavík, segir að væntingar Grindvíkinga til þeirra aðgerða sem ríkisstjórnin hyggst kynna í dag séu þær að íbúar verði borgaðir út og eignir þeirra keyptar. 22. janúar 2024 11:17