Hið rándýra bil milli borgar og byggðar - lygileg sjúkrasaga úr sveitinni Jakob Frímann Magnússon skrifar 18. október 2024 20:02 Um síðastliðna helgi birtist grein á visir.is eftir undirritaðan með hrollvekjandi lýsingum á aðstæðum sem kvöldinu áður höfðu blasað við fárveikum einstaklingi í 7 klukkustunda bið á Bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Sú grein vakti mikil og hörð viðbrögð og kallað hefur verið eftir tafarlausum, löngu tímabærum úrbótum á umræddri Bráðamóttöku. Þó að aðstæður þeirra sem veikjast alvarlega á höfuðborgarsvæðinu séu með þeim hætti er lýst var í umræddri grein, er ekki síður brýnt að beina kastljósum að aðstæðum þeirra sem veikjast á landsbyggðinni sem og þeim fjölþættu útgjöldum úr eigin vasa sem við landsbyggðafólki blasa, m.a.s. ef barn er í vændum og fæðingardeildir lokast eins og gerðist á Neskaupsstað sl. vetur. Hér skal höfð eftir sönn saga af Húsvíkingi sem nýverið greindist með alvaregt krabbamein. Plokk, plokk, plokk! Umræddur sjúklingur var skömmu eftir greiningu boðaður á Landspítalann í Reykjavík á tilteknum degi, þar sem meinið skyldi rannsakað, myndað og metið. Sjúkingurinn sem þurfti atfylgi maka síns í umræddri ferð mátti sjálfur standa straum af akstri og eldsneyti frá Húsavík til Akureyrar, gegnum gjaldskyld Vaðlaheiðargöng og loks að Akureyrarflugvelli þar sem beið hans (nýlega) gjaldskylt bílastæði. Þá tók við rándýrt flug til Reykjavíkur, sem fram og til baka nam liðlega 90.000 kr. fyrir hvorn einstakling Af Reykjavíkurflugvelli var tekinn leigubíll fyrir 5.000 kr. og tékkað inn á hótel fyrir 35.000 kr. eina nótt. Loks var tekinn 4.000 króna leigubíll frá hótelinu að Landsspítala. Þegar þangað var komið biðu sjúklingsins eftirfarandi skilaboð: „Jáskanninn sem ætlað er að mynda þig bilaði því miður í dag. Þér verður boðinn nýr tími við fyrstu hentugleika!“ Tók þá aftur við leigubíll frá sjúkrahúsinu að hótelinu, þaðan annar leigubíll daginn eftir að Reykjavíkurflugvelli, hvaðan flogið var til Akureyrar þar sem bíllinn beið á gjaldskylda bílastæðinu. Við tók akstur þeirra hjóna gegnum gjaldskyldu Vaðlaheiðargöngin heim að Húsavík. Viku síðar var okkar manni gert að koma aftur suður, til myndatöku í fyrrnefndum jáskanna. Tók þá við sama kostnaðarsama ferlið fyrir þau hjónin og fyrr var lýst, frá Húsavík til Reykjavíkur. Þegar sjúklingurinn var mættur á spítalann og lagstur í þar til gert rúm til og búinn að fá sprautu í æð og byrjaður að meðtaka sérstakan vökva til að gera myndatöku mögulega, varð skyndilega uppi fótur og fit: „Hér hafa orðið mistök, efnið sem við byrjuðum að gefa þér til að jáskanninn geti greint meinið er gallað og ekkert annað að hafa í bráð. Við eigum því miður þann kost einan að senda þig heim að nýju og bjóða þér aftur hingað að viku liðinni.“ Við það sat. Hjónin héldu fremur hnípin og ráðvillt til baka norður til Húsavíkur. Í þriðju kostnaðar- og tímafreku ferðinni var lokatakmarkinu að endingu náð. Útgjöld úr eigin vasa vegna alls þessa námu samtals hátt á fjórða hundruð þúsund króna, eftir að dregið hafði verið frá það brot af ferðakostnaði sem Sjúkratryggingum var heimilað að greiða vegna sjúklingsins en ekkert má greiða vegna fylgdaraðila. Annar tengdur kostnaður svo sem vegna vinnutaps, máltíða o.fl. er hér ekki talinn með. Líklegt má telja að fólki bregði við ofangreindar lýsingar og spyrji sig: Getur nokkuð slíkt virkilega vera raunin á hinu velmegandi Íslandi árið 2024? Og hví þá? Skyldi einhver velkjast í vafa um sannleiksgildi alls þessa, skal það tekið fram að þessi frásögn er höfð beint eftir þeim sem þetta mátti þola. Landsbyggðafólkið okkar á svo sannarlega betra skilið en það sem hér er lýst! Ljóst má vera að við blasa að líkindum mun fleiri brýn verkefni til úrlausnar í heilbrigðiskerfinu en okkur hefði nokkurn tíma grunað. Þar er ekki við okkar ágæta heilbrigðisstarfsfólk að sakast heldur kerfi sem er að kikna undan álagi og skortir yfirsýn yfir aðstæður fólks, ekki síst þeirra sem sækja þjónustu um langan veg. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jakob Frímann Magnússon Flokkur fólksins Heilbrigðismál Norðurþing Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Um síðastliðna helgi birtist grein á visir.is eftir undirritaðan með hrollvekjandi lýsingum á aðstæðum sem kvöldinu áður höfðu blasað við fárveikum einstaklingi í 7 klukkustunda bið á Bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Sú grein vakti mikil og hörð viðbrögð og kallað hefur verið eftir tafarlausum, löngu tímabærum úrbótum á umræddri Bráðamóttöku. Þó að aðstæður þeirra sem veikjast alvarlega á höfuðborgarsvæðinu séu með þeim hætti er lýst var í umræddri grein, er ekki síður brýnt að beina kastljósum að aðstæðum þeirra sem veikjast á landsbyggðinni sem og þeim fjölþættu útgjöldum úr eigin vasa sem við landsbyggðafólki blasa, m.a.s. ef barn er í vændum og fæðingardeildir lokast eins og gerðist á Neskaupsstað sl. vetur. Hér skal höfð eftir sönn saga af Húsvíkingi sem nýverið greindist með alvaregt krabbamein. Plokk, plokk, plokk! Umræddur sjúklingur var skömmu eftir greiningu boðaður á Landspítalann í Reykjavík á tilteknum degi, þar sem meinið skyldi rannsakað, myndað og metið. Sjúkingurinn sem þurfti atfylgi maka síns í umræddri ferð mátti sjálfur standa straum af akstri og eldsneyti frá Húsavík til Akureyrar, gegnum gjaldskyld Vaðlaheiðargöng og loks að Akureyrarflugvelli þar sem beið hans (nýlega) gjaldskylt bílastæði. Þá tók við rándýrt flug til Reykjavíkur, sem fram og til baka nam liðlega 90.000 kr. fyrir hvorn einstakling Af Reykjavíkurflugvelli var tekinn leigubíll fyrir 5.000 kr. og tékkað inn á hótel fyrir 35.000 kr. eina nótt. Loks var tekinn 4.000 króna leigubíll frá hótelinu að Landsspítala. Þegar þangað var komið biðu sjúklingsins eftirfarandi skilaboð: „Jáskanninn sem ætlað er að mynda þig bilaði því miður í dag. Þér verður boðinn nýr tími við fyrstu hentugleika!“ Tók þá aftur við leigubíll frá sjúkrahúsinu að hótelinu, þaðan annar leigubíll daginn eftir að Reykjavíkurflugvelli, hvaðan flogið var til Akureyrar þar sem bíllinn beið á gjaldskylda bílastæðinu. Við tók akstur þeirra hjóna gegnum gjaldskyldu Vaðlaheiðargöngin heim að Húsavík. Viku síðar var okkar manni gert að koma aftur suður, til myndatöku í fyrrnefndum jáskanna. Tók þá við sama kostnaðarsama ferlið fyrir þau hjónin og fyrr var lýst, frá Húsavík til Reykjavíkur. Þegar sjúklingurinn var mættur á spítalann og lagstur í þar til gert rúm til og búinn að fá sprautu í æð og byrjaður að meðtaka sérstakan vökva til að gera myndatöku mögulega, varð skyndilega uppi fótur og fit: „Hér hafa orðið mistök, efnið sem við byrjuðum að gefa þér til að jáskanninn geti greint meinið er gallað og ekkert annað að hafa í bráð. Við eigum því miður þann kost einan að senda þig heim að nýju og bjóða þér aftur hingað að viku liðinni.“ Við það sat. Hjónin héldu fremur hnípin og ráðvillt til baka norður til Húsavíkur. Í þriðju kostnaðar- og tímafreku ferðinni var lokatakmarkinu að endingu náð. Útgjöld úr eigin vasa vegna alls þessa námu samtals hátt á fjórða hundruð þúsund króna, eftir að dregið hafði verið frá það brot af ferðakostnaði sem Sjúkratryggingum var heimilað að greiða vegna sjúklingsins en ekkert má greiða vegna fylgdaraðila. Annar tengdur kostnaður svo sem vegna vinnutaps, máltíða o.fl. er hér ekki talinn með. Líklegt má telja að fólki bregði við ofangreindar lýsingar og spyrji sig: Getur nokkuð slíkt virkilega vera raunin á hinu velmegandi Íslandi árið 2024? Og hví þá? Skyldi einhver velkjast í vafa um sannleiksgildi alls þessa, skal það tekið fram að þessi frásögn er höfð beint eftir þeim sem þetta mátti þola. Landsbyggðafólkið okkar á svo sannarlega betra skilið en það sem hér er lýst! Ljóst má vera að við blasa að líkindum mun fleiri brýn verkefni til úrlausnar í heilbrigðiskerfinu en okkur hefði nokkurn tíma grunað. Þar er ekki við okkar ágæta heilbrigðisstarfsfólk að sakast heldur kerfi sem er að kikna undan álagi og skortir yfirsýn yfir aðstæður fólks, ekki síst þeirra sem sækja þjónustu um langan veg. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar