Cheryl kvartar yfir fjölmiðlaumfjöllun um Liam Payne Jón Ísak Ragnarsson skrifar 18. október 2024 21:53 Liam og Cheryl voru par 2016 til 2018, og saman eiga þau strákinn Bear. Getty Cheryl Ann Tweedy, söng- og sjónvarpskona og barnsmóðir Liam Payne, hefur tjáð sig í fyrsta sinn um dauða Liams í færslu á Instagram í dag. Nú muni sonur þeirra aldrei sjá föður sinn aftur. Liam Payne, fyrrverandi söngvari strákahljómsveitarinnar One direction, lést í fyrradag eftir að hafa fallið undir áhrifum áfengis og fíkniefna fram af svölum þriðju hæðar hótels í argentísku höfuðborginni Buenos Aires. Liam og Cheryl voru saman árin 2016 til 2018, og eiga saman sjö ára strák sem heitir Bear. „Nú þegar heimurinn hefur hrunið og ég reyni að feta mig áfram á þessum skelfilega tíma vil ég minna fólk vinsamlegast á það að við höfum tapað mannslífi,“ segir hún á Instagram, í lauslegri þýðingu. View this post on Instagram A post shared by Cheryl (@cherylofficial) „Liam var ekki bara poppstjarna, hann var sonur, bróðir, frændi, kær vinur og faðir sonar síns. Sonar sem fær aldrei að sjá föður sinn á ný,“ segir hún. „Það sem truflar mig mest er sú staðreynd að sonur okkar Bear mun hafa aðgang að öllum þessum ógeðslegu fréttum sem skrifaðar hafa verið undanfarna daga, og það brýtur í mér hjartað að ég geti ekki verndað hann frá því að sjá það í framtíðinni,“ segir Cheryl. Hún biðlar til fjölmiðla að íhuga vandlega hvaða tilgangi slíkar fréttir þjóna, öðrum en að særa fólk sem stóð honum nærri. Simon Cowell miður sín Simon Cowell, frægi dómarinn í X-factor, minnist Liams einnig í færslu á Instagram í dag. Liam Payne tók tvisvar sinnum þátt í X-factor sem unglingur, áður en hljómsveitin One direction varð til. „Liam, ég er algjörlega miður mín. Ég er tómur að innan. Ég vil að allir viti hversu mikið ég virði þig og elska,“ segir hann meðal annars. „Ég þurfti að segja þér þegar þú varst 14 ára að þetta væri ekki þinn tími, og við lofuðum báðir að við myndum hittast aftur. Margir hefðu gefist upp. Það gerðir þú ekki. Þú komst aftur og nokkrum mánuðum síðar þekktu allir Liam Payne,“ segir Simon. View this post on Instagram A post shared by Simon Cowell (@simoncowell) Andlát Liam Payne Hollywood Bretland Mest lesið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fleiri fréttir „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Sjá meira
Liam Payne, fyrrverandi söngvari strákahljómsveitarinnar One direction, lést í fyrradag eftir að hafa fallið undir áhrifum áfengis og fíkniefna fram af svölum þriðju hæðar hótels í argentísku höfuðborginni Buenos Aires. Liam og Cheryl voru saman árin 2016 til 2018, og eiga saman sjö ára strák sem heitir Bear. „Nú þegar heimurinn hefur hrunið og ég reyni að feta mig áfram á þessum skelfilega tíma vil ég minna fólk vinsamlegast á það að við höfum tapað mannslífi,“ segir hún á Instagram, í lauslegri þýðingu. View this post on Instagram A post shared by Cheryl (@cherylofficial) „Liam var ekki bara poppstjarna, hann var sonur, bróðir, frændi, kær vinur og faðir sonar síns. Sonar sem fær aldrei að sjá föður sinn á ný,“ segir hún. „Það sem truflar mig mest er sú staðreynd að sonur okkar Bear mun hafa aðgang að öllum þessum ógeðslegu fréttum sem skrifaðar hafa verið undanfarna daga, og það brýtur í mér hjartað að ég geti ekki verndað hann frá því að sjá það í framtíðinni,“ segir Cheryl. Hún biðlar til fjölmiðla að íhuga vandlega hvaða tilgangi slíkar fréttir þjóna, öðrum en að særa fólk sem stóð honum nærri. Simon Cowell miður sín Simon Cowell, frægi dómarinn í X-factor, minnist Liams einnig í færslu á Instagram í dag. Liam Payne tók tvisvar sinnum þátt í X-factor sem unglingur, áður en hljómsveitin One direction varð til. „Liam, ég er algjörlega miður mín. Ég er tómur að innan. Ég vil að allir viti hversu mikið ég virði þig og elska,“ segir hann meðal annars. „Ég þurfti að segja þér þegar þú varst 14 ára að þetta væri ekki þinn tími, og við lofuðum báðir að við myndum hittast aftur. Margir hefðu gefist upp. Það gerðir þú ekki. Þú komst aftur og nokkrum mánuðum síðar þekktu allir Liam Payne,“ segir Simon. View this post on Instagram A post shared by Simon Cowell (@simoncowell)
Andlát Liam Payne Hollywood Bretland Mest lesið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fleiri fréttir „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Sjá meira