„Ég hef alltaf haft augun á þessu“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. október 2024 20:10 Víðir Reynisson segist lengi hafa haft augun á þingmennsku og nú sé rétti tíminn. Vísir/Arnar Víðir Reynisson segist alltaf haft augun á því að fara á þing. Hann hafi því verið fljótur að taka slaginn þegar uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar hafði samband. Hann leggur áherslu á velferðarmál og öryggismál. Vísir greindi frá því fyrr í kvöld að Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna, yrði oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Fréttastofa náði svo tali af Víði sem er staddur á Spáni og var spenntur fyrir komandi kosningabaráttu. Ber þetta framboð skjótt að? „Það er tiltölulega stuttur aðdragandi. Flokksfélagar í Samfylkingunni á Suðurlandi sendu tilnefningar á uppstillingarnefndina. Það var haft samband við mig hvort ég væri til í að verða við þeirri áskorun og ég gerði það. Var fljótur að taka ákvörðun eftir að hafa tekið fjölskyldufund,“ segir Víðir. Alltaf haft augun á þingmennsku Er þetta eitthvað sem hefur blundað í þér? „Ég hef verið jafnaðarmaður alla ævi. Pabbi var í bæjarstjórn fyrir Alþýðuflokkinn í Vestmannaeyjum þegar ég bjó þar og mín fyrsta þátttaka í kosningum var að vera sendisveinn fyrir Alþýðuflokkinn þar. Ég var mjög ungur þegar ég gekk í Alþýðuflokkinn og fór svo yfir í Samfylkinguna þegar hún varð til. Ég hef alltaf haft augun á þessu, það hefur kannski ekki farið saman með þeim störfum sem ég hef verið í að vera virkur í stjórnmálum en þetta er alltaf sú leið sem ég hef horft á. Ég hugsaði þetta fyrir síðustu kosningar en þá fannst mér mörg verkefni óunnin í almannavörnum. Núna fannst mér tækifærið.“ Eru einhverjar áherslur sem þú ert með? „Það kemur engum á óvart að velferðarmálin og sérstaklega hvað varðar börn og unga fólkið okkar er mér mjög hugleikið. Auðvitað líka löggæslumálin og öryggismálin eru hlutir sem ég þekki mjög vel. Öryggismál í mjög víðu samhengi eftir mín störf síðustu tvo áratugi.“ „Við þurfum að halda áfram að fjölga lögreglumönnum og þurfum að horfa heildstætt á lögregluna í því samhengi. Við þurfum að horfa á það að lögreglan í heild sinni er þjónustustofnun og við þurfum að styrkja hana á öllum sviðum. Það hefur oft verið athygli á það sem er á götunni en við þurfum líka að styrkja rannsóknardeildina þannig að málin fái farveg hratt í gegnum kerfið. Þar eru sóknarfæri fyrir okkur.“ Hefur reynslu úr lögreglunni og atvinnulífinu Fólk hefur strax nefnt að þú gætir verið góður kandídat í dómsmálaráðherra. Ertu að horfa eitthvað í ráðherraembætti? „Nei, ég er fyrst og fremst að bjóða mig fram til þingsins og svo kemur það bara í ljós hvernig verkefnunum verður skipt þar. Ég vona bara að ég fái verkefni sem henta minni þekkingu. Minn bakgrunnur er mjög breiður, það þekkja mig flestir úr þessum almannavarna- og lögreglustörfum en ég kem úr iðnaðnum líka. Ég er húsasmiður að mennt, hef unnið sem smiður, verkamaður og við matvinnslu. Þannig ég hef ansi breiðan bakgrunn úr atvinnulífinu.“ „Við stefnum að því að taka þátt í næstu ríkisstjórn“ Víðir þekkir Suðurkjördæmi vel þó hann búi í Kópavogi. Hann ólst þar upp og hefur unnið ýmis störf í kjördæminu. „Ég er er fæddur og uppalin í Vestmannaeyjum og var þar við störf. Síðan var ég í lögreglunni á Suðurlandi í þrjú ár að vinna að almannavarnaverkefnum með sveitarfélögunum og að öryggis- og viðbragðsáætlunum. Ég þekki kjördæmið mjög vel og mínar rætur liggjar þar.“ Snýrð aftur í kjördæmið í kosningabaráttu. „Ég er mjög spenntur fyrir því og á von á því að hún verði góð. Það er mikið af góðu fólki sem vill gera gagn. Ég hef trú á því að skoðanaskiptin verði góð og á von á því að við munum koma sterk inn. Það er tími til breytinga og við sjáum Samfylkinguna nálgast hlutina með nýjum hætti með tilkomu Kristrúnar. Búið að vera mikil málefnavinna um land allt og við stefnum að því að taka þátt í næstu ríkisstjórn ef við fáum traust frá þjóðinni til þess,“ segir hann að lokum Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Suðurkjördæmi Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Vísir greindi frá því fyrr í kvöld að Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna, yrði oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Fréttastofa náði svo tali af Víði sem er staddur á Spáni og var spenntur fyrir komandi kosningabaráttu. Ber þetta framboð skjótt að? „Það er tiltölulega stuttur aðdragandi. Flokksfélagar í Samfylkingunni á Suðurlandi sendu tilnefningar á uppstillingarnefndina. Það var haft samband við mig hvort ég væri til í að verða við þeirri áskorun og ég gerði það. Var fljótur að taka ákvörðun eftir að hafa tekið fjölskyldufund,“ segir Víðir. Alltaf haft augun á þingmennsku Er þetta eitthvað sem hefur blundað í þér? „Ég hef verið jafnaðarmaður alla ævi. Pabbi var í bæjarstjórn fyrir Alþýðuflokkinn í Vestmannaeyjum þegar ég bjó þar og mín fyrsta þátttaka í kosningum var að vera sendisveinn fyrir Alþýðuflokkinn þar. Ég var mjög ungur þegar ég gekk í Alþýðuflokkinn og fór svo yfir í Samfylkinguna þegar hún varð til. Ég hef alltaf haft augun á þessu, það hefur kannski ekki farið saman með þeim störfum sem ég hef verið í að vera virkur í stjórnmálum en þetta er alltaf sú leið sem ég hef horft á. Ég hugsaði þetta fyrir síðustu kosningar en þá fannst mér mörg verkefni óunnin í almannavörnum. Núna fannst mér tækifærið.“ Eru einhverjar áherslur sem þú ert með? „Það kemur engum á óvart að velferðarmálin og sérstaklega hvað varðar börn og unga fólkið okkar er mér mjög hugleikið. Auðvitað líka löggæslumálin og öryggismálin eru hlutir sem ég þekki mjög vel. Öryggismál í mjög víðu samhengi eftir mín störf síðustu tvo áratugi.“ „Við þurfum að halda áfram að fjölga lögreglumönnum og þurfum að horfa heildstætt á lögregluna í því samhengi. Við þurfum að horfa á það að lögreglan í heild sinni er þjónustustofnun og við þurfum að styrkja hana á öllum sviðum. Það hefur oft verið athygli á það sem er á götunni en við þurfum líka að styrkja rannsóknardeildina þannig að málin fái farveg hratt í gegnum kerfið. Þar eru sóknarfæri fyrir okkur.“ Hefur reynslu úr lögreglunni og atvinnulífinu Fólk hefur strax nefnt að þú gætir verið góður kandídat í dómsmálaráðherra. Ertu að horfa eitthvað í ráðherraembætti? „Nei, ég er fyrst og fremst að bjóða mig fram til þingsins og svo kemur það bara í ljós hvernig verkefnunum verður skipt þar. Ég vona bara að ég fái verkefni sem henta minni þekkingu. Minn bakgrunnur er mjög breiður, það þekkja mig flestir úr þessum almannavarna- og lögreglustörfum en ég kem úr iðnaðnum líka. Ég er húsasmiður að mennt, hef unnið sem smiður, verkamaður og við matvinnslu. Þannig ég hef ansi breiðan bakgrunn úr atvinnulífinu.“ „Við stefnum að því að taka þátt í næstu ríkisstjórn“ Víðir þekkir Suðurkjördæmi vel þó hann búi í Kópavogi. Hann ólst þar upp og hefur unnið ýmis störf í kjördæminu. „Ég er er fæddur og uppalin í Vestmannaeyjum og var þar við störf. Síðan var ég í lögreglunni á Suðurlandi í þrjú ár að vinna að almannavarnaverkefnum með sveitarfélögunum og að öryggis- og viðbragðsáætlunum. Ég þekki kjördæmið mjög vel og mínar rætur liggjar þar.“ Snýrð aftur í kjördæmið í kosningabaráttu. „Ég er mjög spenntur fyrir því og á von á því að hún verði góð. Það er mikið af góðu fólki sem vill gera gagn. Ég hef trú á því að skoðanaskiptin verði góð og á von á því að við munum koma sterk inn. Það er tími til breytinga og við sjáum Samfylkinguna nálgast hlutina með nýjum hætti með tilkomu Kristrúnar. Búið að vera mikil málefnavinna um land allt og við stefnum að því að taka þátt í næstu ríkisstjórn ef við fáum traust frá þjóðinni til þess,“ segir hann að lokum
Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Suðurkjördæmi Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent