Úrslitastund í troðfullri Valhöll Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. október 2024 13:08 Jón Gunnarsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir vilja bæði 2. sætið í Suðvesturkjördæmi. Vísir/vilhelm Það ræðst síðdegis í dag hvort Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eða Jón Gunnarsson hreppi annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Formaður kjördæmisráðs býst við mikilli spennu í Valhöll, mörghundruð manns eru væntanleg til að kjósa og ekki er útilokað að fleiri framboð bætist við á fundinum Það þótti heyra til mikilla tíðinda þegar Þórdís Kolbrún varaformaður Sjálfstæðisflokksins tilkynnti að hún hygðist færa sig úr Norðvesturkjördæmi yfir í Suðvestur og fara þar með í slag við Jón Gunnarsson, þingmann og fyrrverandi ráðherra, um annað sætið. Og nú er komið að ögurstundu; kosning um efstu fjögur sætin hefst á fundi í Valhöll klukkan tvö. Óljóst er hvenær úrslit ráðast, að sögn Árnínu Steinunnar Kristjánsdóttur formanns kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. „Það er erfitt að segja til um það, hver frambjóðandi fær fimm mínútur til að kynna sig og eftir að hver frambjoðandi hefur lokið sínum kynningum þá er gengið til kosninga, þær eru leynilegar, það þarf að safna saman kjörseðlum og telja. Þetta er gert í öll fjögur sætin, það er ómögulegt að segja hversu margir verða í framboði. Það gætu komið fleiri framboð í dag. Þetta gæti tekið tvo til þrjá klukkutíma,“ segir Árnína. Hátt í fimm hundruð manns eru með seturétt á fundinum og því er gert ráð fyrir góðri mætingu. „Það verður þétt setið, eða staðið, í Valhöll í dag,“ segir Árnína og bætir við að öll fyrsta hæð Valhallar verði notuð undir fundahöldin. Eins og staðan er núna eru níu frambjóðendur um hituna og barátta er um öll sætin nema það fyrsta, sem Bjarni Benediktsson formaður gengur að vísu. Þórdís og Jón vilja bæði annað sætið, Valgerður Erla Árnadóttir, Bryndís Haraldsdóttir og Rósa Guðbjartsdóttir bjóða sig fram í 3. sæti, Sigþrúður Ármann og Ragnhildur Jónsdóttir í 4. sætið og Vilhjálmur Bjarnason gefur kost á sér í 2.-4. sæti. „Svo útilokum við ekki að einhver standi upp á fundinum og bjóði sig fram, þegar fundarstjóri auglýsir eftir framboðum,“ segir Árnína. Reiknað er með niðurstöðu upp úr klukkan þrjú. Fylgst er með gangi mála í Valhöll í vaktinni. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Rósa sækist eftir þriðja sætinu Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði gefur kost á sér í 3. sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Rósa sagði í gær í samtali við Vísi vera að íhuga málið alvarlega. 17. október 2024 12:44 Sigþrúður Ármann sækist eftir fjórða sæti Kragans Sigþrúður Ármann, fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, býður sig fram í 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi alþingiskosningar. 16. október 2024 20:37 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Sjá meira
Það þótti heyra til mikilla tíðinda þegar Þórdís Kolbrún varaformaður Sjálfstæðisflokksins tilkynnti að hún hygðist færa sig úr Norðvesturkjördæmi yfir í Suðvestur og fara þar með í slag við Jón Gunnarsson, þingmann og fyrrverandi ráðherra, um annað sætið. Og nú er komið að ögurstundu; kosning um efstu fjögur sætin hefst á fundi í Valhöll klukkan tvö. Óljóst er hvenær úrslit ráðast, að sögn Árnínu Steinunnar Kristjánsdóttur formanns kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. „Það er erfitt að segja til um það, hver frambjóðandi fær fimm mínútur til að kynna sig og eftir að hver frambjoðandi hefur lokið sínum kynningum þá er gengið til kosninga, þær eru leynilegar, það þarf að safna saman kjörseðlum og telja. Þetta er gert í öll fjögur sætin, það er ómögulegt að segja hversu margir verða í framboði. Það gætu komið fleiri framboð í dag. Þetta gæti tekið tvo til þrjá klukkutíma,“ segir Árnína. Hátt í fimm hundruð manns eru með seturétt á fundinum og því er gert ráð fyrir góðri mætingu. „Það verður þétt setið, eða staðið, í Valhöll í dag,“ segir Árnína og bætir við að öll fyrsta hæð Valhallar verði notuð undir fundahöldin. Eins og staðan er núna eru níu frambjóðendur um hituna og barátta er um öll sætin nema það fyrsta, sem Bjarni Benediktsson formaður gengur að vísu. Þórdís og Jón vilja bæði annað sætið, Valgerður Erla Árnadóttir, Bryndís Haraldsdóttir og Rósa Guðbjartsdóttir bjóða sig fram í 3. sæti, Sigþrúður Ármann og Ragnhildur Jónsdóttir í 4. sætið og Vilhjálmur Bjarnason gefur kost á sér í 2.-4. sæti. „Svo útilokum við ekki að einhver standi upp á fundinum og bjóði sig fram, þegar fundarstjóri auglýsir eftir framboðum,“ segir Árnína. Reiknað er með niðurstöðu upp úr klukkan þrjú. Fylgst er með gangi mála í Valhöll í vaktinni.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Rósa sækist eftir þriðja sætinu Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði gefur kost á sér í 3. sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Rósa sagði í gær í samtali við Vísi vera að íhuga málið alvarlega. 17. október 2024 12:44 Sigþrúður Ármann sækist eftir fjórða sæti Kragans Sigþrúður Ármann, fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, býður sig fram í 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi alþingiskosningar. 16. október 2024 20:37 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Sjá meira
Rósa sækist eftir þriðja sætinu Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði gefur kost á sér í 3. sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Rósa sagði í gær í samtali við Vísi vera að íhuga málið alvarlega. 17. október 2024 12:44
Sigþrúður Ármann sækist eftir fjórða sæti Kragans Sigþrúður Ármann, fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, býður sig fram í 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi alþingiskosningar. 16. október 2024 20:37