Innherji

Telur ó­kosti kaup­rétta hvað þeir geta verið „ó­fyrir­sjáan­legir“ í niður­stöðum

Hörður Ægisson skrifar
Gildi er langsamlega stærsti hluthafi Reita með um nítján prósenta hlut en sjóðurinn greiddi atkvæði gegn kaupréttaráætlun fasteignafélagsins, rétt eins og hann hefur gert hjá mörgum öðrum skráðum félögum síðustu misseri – meðal annars síðast á hluthafafundum Heima og Haga í lok ágústmánaðar,
Gildi er langsamlega stærsti hluthafi Reita með um nítján prósenta hlut en sjóðurinn greiddi atkvæði gegn kaupréttaráætlun fasteignafélagsins, rétt eins og hann hefur gert hjá mörgum öðrum skráðum félögum síðustu misseri – meðal annars síðast á hluthafafundum Heima og Haga í lok ágústmánaðar, Vilhelm Gunnarsson

Lífeyrissjóðurinn Gildi lagðist gegn kaupréttaráætlun sem var samþykkt á hluthafafundi Reita, rétt eins og sjóðurinn hefur gert í tilfelli annarra félaga að undanförnu, og vill að skoðaðar séu aðrar leiðir en kaupréttir þegar komið er á langtímahvatakerfi fyrir lykilstjórnendur. Gildi er langsamlega stærsti hluthafinn í Reitum, með um nítján prósenta hlut, en sá næst stærsti – Lífeyrissjóður verslunarmanna – studdi hins vegar tillögu stjórnar fasteignafélagsins um kaupréttarkerfið.


Tengdar fréttir

Telur „æski­legt“ að fleiri líf­eyris­sjóðir taki upp sömu á­herslur og Gildi

Stjórnarformaður Gildis, sem hefur iðulega beitt sér gegn því sem sjóðurinn hefur talið vera „óhóflegar“ bónusgreiðslur eða kaupréttarsamningar hjá félögum í Kauphöllinni, kallar eftir því að aðrir lífeyrissjóðir fylgi í sömu fótspor og Gildi. Sjóðurinn taldi ástæðu til að framfylgja hluthafastefnu sinni af „meiri þunga en áður“ á nýafstöðnum aðalfundum skráðra félaga, að hans sögn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×