Þórdís Kolbrún bar sigur úr býtum í Kraganum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. október 2024 15:15 Jón Gunnarsson og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir buðu sig bæði fram í annað sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir hafði betur gegn Jón Gunnarssyni og skipar annað sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Jón Gunnarsson gefur ekki kost á sér í þriðja sætið. Talningu lauk rétt í þessu á þéttsetnum fundi í Valhöll þar sem kosið er um röðun á efstu fjórum sætum listans. Þórdís vann með 206 atkvæðum gegn 130 Jóns Níu frambjóðendur buðu fram krafta sína á lista Sjálfstæðisflokkins í Suðvesturkjördæmi og barist var um öll sætin að því fyrsta undateknu sem Bjarni Benediktsson formaður gekk að vísu. Þórdís Kolbrún og Jón Gunnarsson sóttust bæði eftir öðru sætinu, Valgerður Erla Árnadóttir, Bryndís Haraldsdóttir og Rósa Guðbjartsdóttir buðu sig fram í þriðja sæti, Sigþrúður Ármann og Ragnhildur Jónsdóttir í það fjórða og Vilhjálmur Bjarnason í annað til fjórða sæti. Óvænt framboð Þórdísar í Kraganum Jón Gunnarsson lýsti því að framboð Þórdísar Kolbrúnar í annað sæti í Suðvesturkjördæmi, sæti Jóns í síðustu kosningum, hafi komið flatt upp á sig. Í vikunni kom fram að Jón hefði ekkert heyrt af fyrirætlunum Þórdísar fyrr en hann las um þær í Morgunblaðinu. Hann hafði þegar lýst því yfir að hann hygðist halda öðru sætinu. Í Spursmálum mbl.is í gær voru Þórdís og Jón bæði gestir. Þar sagði Þórdís að hún hefði betur látið Jón formlega vita af ætlunum sínum og rætt þær við hann. Hún hafi þegar beðið hann afsökunar á því að hafa ekki gert það. „Við Jón höfum auðvitað starfað saman í mörg ár og farið saman í gegnum alls konar baráttur og slagi, innanflokks og við andstæðinga. Jón er vinur minn, hann er með sterka stöðu í Suðvesturkjördæmi, hann er búinn að vera mjög lengi og líka í alls konar hlutverkum, neðarlega á lista, ofarlega á lista eins og ég hef verið í Suðvesturkjördæmi.“ sagði Þórdís. Mikið í húfi hjá Þórdísi Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að með þessu útspili sé Þórdís að leggja möguleika sína á að verða arftaki Bjarna Benediktssonar undir. „Takist henni ekki að sannfæra uppstillingarnefndina um að fá annað sætið verður tilkall hennar til að teljast arftaki formannsins þeim mun minna. Þannig þetta er alvöru veðmál hjá henni,“ sagði Eiríkur. Suðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Spenna í Kraganum: Þórdís leggur framtíðina að veði og brotthvarf Guðmundar Árna vekur upp spurningar Öll augu eru nú á Suðvesturkjördæmi, þar sem varaformaður Sjálfstæðisflokks leggur framtíð sína sem formaður að veði, í von um að hreppa annað sætið, að sögn prófessors í stjórnmálafræði. Skyndilegt brotthvarf varaformanns Samfylkingar úr oddvitaslag eykur enn á spennuna. 20. október 2024 00:19 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Talningu lauk rétt í þessu á þéttsetnum fundi í Valhöll þar sem kosið er um röðun á efstu fjórum sætum listans. Þórdís vann með 206 atkvæðum gegn 130 Jóns Níu frambjóðendur buðu fram krafta sína á lista Sjálfstæðisflokkins í Suðvesturkjördæmi og barist var um öll sætin að því fyrsta undateknu sem Bjarni Benediktsson formaður gekk að vísu. Þórdís Kolbrún og Jón Gunnarsson sóttust bæði eftir öðru sætinu, Valgerður Erla Árnadóttir, Bryndís Haraldsdóttir og Rósa Guðbjartsdóttir buðu sig fram í þriðja sæti, Sigþrúður Ármann og Ragnhildur Jónsdóttir í það fjórða og Vilhjálmur Bjarnason í annað til fjórða sæti. Óvænt framboð Þórdísar í Kraganum Jón Gunnarsson lýsti því að framboð Þórdísar Kolbrúnar í annað sæti í Suðvesturkjördæmi, sæti Jóns í síðustu kosningum, hafi komið flatt upp á sig. Í vikunni kom fram að Jón hefði ekkert heyrt af fyrirætlunum Þórdísar fyrr en hann las um þær í Morgunblaðinu. Hann hafði þegar lýst því yfir að hann hygðist halda öðru sætinu. Í Spursmálum mbl.is í gær voru Þórdís og Jón bæði gestir. Þar sagði Þórdís að hún hefði betur látið Jón formlega vita af ætlunum sínum og rætt þær við hann. Hún hafi þegar beðið hann afsökunar á því að hafa ekki gert það. „Við Jón höfum auðvitað starfað saman í mörg ár og farið saman í gegnum alls konar baráttur og slagi, innanflokks og við andstæðinga. Jón er vinur minn, hann er með sterka stöðu í Suðvesturkjördæmi, hann er búinn að vera mjög lengi og líka í alls konar hlutverkum, neðarlega á lista, ofarlega á lista eins og ég hef verið í Suðvesturkjördæmi.“ sagði Þórdís. Mikið í húfi hjá Þórdísi Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að með þessu útspili sé Þórdís að leggja möguleika sína á að verða arftaki Bjarna Benediktssonar undir. „Takist henni ekki að sannfæra uppstillingarnefndina um að fá annað sætið verður tilkall hennar til að teljast arftaki formannsins þeim mun minna. Þannig þetta er alvöru veðmál hjá henni,“ sagði Eiríkur.
Suðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Spenna í Kraganum: Þórdís leggur framtíðina að veði og brotthvarf Guðmundar Árna vekur upp spurningar Öll augu eru nú á Suðvesturkjördæmi, þar sem varaformaður Sjálfstæðisflokks leggur framtíð sína sem formaður að veði, í von um að hreppa annað sætið, að sögn prófessors í stjórnmálafræði. Skyndilegt brotthvarf varaformanns Samfylkingar úr oddvitaslag eykur enn á spennuna. 20. október 2024 00:19 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Spenna í Kraganum: Þórdís leggur framtíðina að veði og brotthvarf Guðmundar Árna vekur upp spurningar Öll augu eru nú á Suðvesturkjördæmi, þar sem varaformaður Sjálfstæðisflokks leggur framtíð sína sem formaður að veði, í von um að hreppa annað sætið, að sögn prófessors í stjórnmálafræði. Skyndilegt brotthvarf varaformanns Samfylkingar úr oddvitaslag eykur enn á spennuna. 20. október 2024 00:19