Segist ekki hafa verið beitt þrýstingi Magnús Jochum Pálsson skrifar 20. október 2024 19:52 Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði niðurstöðu í minnisblaði skrifstofu Alþingis algerlega skýra. Vísir/Vilhelm Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur tilkynnt að hún ætli sér ekki í oddvitaslag við Ölmu Möller landlækni og býður sig fram í þriðja sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Hún segist ekki hafa verið beitt þrýstingi en sé að bregðast við ákalli um endurnýjun. Þórunn greindi frá tilkynningu sinni í Facebook-færslu um áttaleytið. „Þessi helgi hefur sannarlega verið viðburðarík í pólitíkinni jafnt innan Samfylkingarinnar sem og hjá höfuðandstæðingi okkar Sjálfstæðisflokknum. Mig langar til að segja ykkur að á fundi með fulltrúum í uppstillingarnefnd í dag ákvað ég að taka þriðja sætið á framboðslistanum,“ skrifar hún í færslunni. „Það er ákall eftir endurnýjun á toppnum og ég ákvað að verða við því ákalli. Ég er þannig gerð að ég kýs að vera gerandi í eigin lífi og þess vegna er þetta ákvörðun mín. Ég vona að þið styðjið mig áfram sem hingað til, kæru vinir. Þegar uppstillingarnefnd lýkur störfum sínum verður framboðslistinn lagður fyrir á fundi kjördæmisráðs til afgreiðslu. Félagar mínir í Suðvesturkjördæmi eiga að sjálfsögðu síðasta orðið.“ skrifar hún einnig. „Við ætlum okkur að minnsta kosti þrjú þingsæti í Suðvesturkjördæmi og ég skora á ykkur öll að leggja Samfylkingunni lið í kosningarbaráttunni og greiða henni atkvæði á kjördag, 30. nóvember næstkomandi,“ skrifar hún að lokum. Svar við ákalli um endurnýjun Það hafa verið ýmsar vendingar hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi undanfarið. Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður flokksins, ætlaði fyrst í oddvitaslag við Þórunni sem er sitjandi oddviti en hann dró skyndilega framboð sitt til baka vegna heilsufarástæðna og lýsti þá yfir stuðningi við Ölmu Mjöll landlækni í forystusæti. Alma tilkynnti í kjölfarið að hún sæktist ekki lengur eftir öðru sæti eins og áður heldur eftir oddvitasæti, ekki síst vegna áskorunar Guðmundar Árna. Við það vöknuðu ýmsar spurningar. Fréttastofa ræddi við Þórunni Sveinbjarnardóttur um ákvörðun hennar að bjóða sig frekar fram í þriðja sæti í kjördæminu. Varstu beitt þrýstingi? „Nei nei. Ég sagði frá upphafi og í yfirlýsingu minni frá því í gær að ég sæktist eftir forystusæti. Ég lít svo á að fyrstu sætin á listanum séu allt forystusæti og við ætlum okkur auðvitað stóra hluti í kosningunum í nóvember. Ég er þeirrar skoðunar að það hafi orðið ákveðin forsendubreyting þegar varaformaður flokksins heltist úr lestinni eða sagði sig frá því að taka sæti á framboðslista í gær. Það varð til þess að ég ákvað að hugsa málin upp á nýtt, velta fyrir mér og ræða við fólk sem ég treysti. Þannig að ég komst að þeirri niðurstöðu í dag að það væri réttast fyrir mig að taka þriðja sæti á listanum og það er í höndum uppstillinganefndar að stilla upp í öll sætin. En það er líka svar við ákalli um endurnýjun á toppnum,“ segir Þórunn í samtali við fréttastofu. Ekki að hugsa um aðra frambjóðendur Reglur Samfylkingarinnar kveða á um að hægt sé að skipa með paralista eða fléttulista í uppstillingu og tryggja þannig hlutfall kvenna. Það er því ekkert sem kemur í veg fyrir að tvær konur sitji í tveimur efstu sætunum. Hvers vegna ákvaðstu að bjóða þig fram í þriðja sæti frekar en annað sæti? „Þetta er mín ákvörðun og hún er svona.“ Þú ert ekki að hugsa til annarra frambjóðenda í annað sæti? „Aldrei þessu vant snýst þetta bara um mig og flokkinn minn.“ Síðustu kosningar vonbrigði í öllum kjördæmum Þórunn segist þó hvergi af baki dottinn og segir flokkinn munu ná þremur þingmönnum inn í kjördæminu hið minnsta. Það voru mikil vonbrigði að ná bara inn einum þingmanni í kjördæminu í síðustu kosningum. „Það voru mikil vonbrigði í öllum kjördæmum, það verður bara að segjast eins og er, og fyrir Samfylkinguna í heild. En fyrir því lágu ýmsar ástæður sem eru í fortíðinni og óþarfi að vera að velta sér upp úr því núna.“ Styðurðu þá Ölmu til forystusætis? „Ég á bara eftir að sjá hvernig uppstillingarnefndin vinnur úr þessu. Vonandi fer það vel fyrir okkur öll.“ Samfylkingin Suðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Þórunn greindi frá tilkynningu sinni í Facebook-færslu um áttaleytið. „Þessi helgi hefur sannarlega verið viðburðarík í pólitíkinni jafnt innan Samfylkingarinnar sem og hjá höfuðandstæðingi okkar Sjálfstæðisflokknum. Mig langar til að segja ykkur að á fundi með fulltrúum í uppstillingarnefnd í dag ákvað ég að taka þriðja sætið á framboðslistanum,“ skrifar hún í færslunni. „Það er ákall eftir endurnýjun á toppnum og ég ákvað að verða við því ákalli. Ég er þannig gerð að ég kýs að vera gerandi í eigin lífi og þess vegna er þetta ákvörðun mín. Ég vona að þið styðjið mig áfram sem hingað til, kæru vinir. Þegar uppstillingarnefnd lýkur störfum sínum verður framboðslistinn lagður fyrir á fundi kjördæmisráðs til afgreiðslu. Félagar mínir í Suðvesturkjördæmi eiga að sjálfsögðu síðasta orðið.“ skrifar hún einnig. „Við ætlum okkur að minnsta kosti þrjú þingsæti í Suðvesturkjördæmi og ég skora á ykkur öll að leggja Samfylkingunni lið í kosningarbaráttunni og greiða henni atkvæði á kjördag, 30. nóvember næstkomandi,“ skrifar hún að lokum. Svar við ákalli um endurnýjun Það hafa verið ýmsar vendingar hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi undanfarið. Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður flokksins, ætlaði fyrst í oddvitaslag við Þórunni sem er sitjandi oddviti en hann dró skyndilega framboð sitt til baka vegna heilsufarástæðna og lýsti þá yfir stuðningi við Ölmu Mjöll landlækni í forystusæti. Alma tilkynnti í kjölfarið að hún sæktist ekki lengur eftir öðru sæti eins og áður heldur eftir oddvitasæti, ekki síst vegna áskorunar Guðmundar Árna. Við það vöknuðu ýmsar spurningar. Fréttastofa ræddi við Þórunni Sveinbjarnardóttur um ákvörðun hennar að bjóða sig frekar fram í þriðja sæti í kjördæminu. Varstu beitt þrýstingi? „Nei nei. Ég sagði frá upphafi og í yfirlýsingu minni frá því í gær að ég sæktist eftir forystusæti. Ég lít svo á að fyrstu sætin á listanum séu allt forystusæti og við ætlum okkur auðvitað stóra hluti í kosningunum í nóvember. Ég er þeirrar skoðunar að það hafi orðið ákveðin forsendubreyting þegar varaformaður flokksins heltist úr lestinni eða sagði sig frá því að taka sæti á framboðslista í gær. Það varð til þess að ég ákvað að hugsa málin upp á nýtt, velta fyrir mér og ræða við fólk sem ég treysti. Þannig að ég komst að þeirri niðurstöðu í dag að það væri réttast fyrir mig að taka þriðja sæti á listanum og það er í höndum uppstillinganefndar að stilla upp í öll sætin. En það er líka svar við ákalli um endurnýjun á toppnum,“ segir Þórunn í samtali við fréttastofu. Ekki að hugsa um aðra frambjóðendur Reglur Samfylkingarinnar kveða á um að hægt sé að skipa með paralista eða fléttulista í uppstillingu og tryggja þannig hlutfall kvenna. Það er því ekkert sem kemur í veg fyrir að tvær konur sitji í tveimur efstu sætunum. Hvers vegna ákvaðstu að bjóða þig fram í þriðja sæti frekar en annað sæti? „Þetta er mín ákvörðun og hún er svona.“ Þú ert ekki að hugsa til annarra frambjóðenda í annað sæti? „Aldrei þessu vant snýst þetta bara um mig og flokkinn minn.“ Síðustu kosningar vonbrigði í öllum kjördæmum Þórunn segist þó hvergi af baki dottinn og segir flokkinn munu ná þremur þingmönnum inn í kjördæminu hið minnsta. Það voru mikil vonbrigði að ná bara inn einum þingmanni í kjördæminu í síðustu kosningum. „Það voru mikil vonbrigði í öllum kjördæmum, það verður bara að segjast eins og er, og fyrir Samfylkinguna í heild. En fyrir því lágu ýmsar ástæður sem eru í fortíðinni og óþarfi að vera að velta sér upp úr því núna.“ Styðurðu þá Ölmu til forystusætis? „Ég á bara eftir að sjá hvernig uppstillingarnefndin vinnur úr þessu. Vonandi fer það vel fyrir okkur öll.“
Samfylkingin Suðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira