Innlent

Opinn en mann­laus veitinga­staður

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögreglu barst tilkynning um að veitingastaður stæði opinn en mannlaus.
Lögreglu barst tilkynning um að veitingastaður stæði opinn en mannlaus. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti heldur óvenjulegu útkalli í gærkvöldi eða nótt, þegar tilkynnt var um veitingastað sem var opinn en enginn starfsmaður á svæðinu.

Fór lögregla á vettvang, tryggði að enginn væri á staðnum og skellti í lás.

Vaktin virðista annars hafa verið fremur róleg en einn var þó handtekinn í Kópavogi vegna hótana í garð lögreglu. Þá voru tveir handteknir í póstnúmerinu 110 vegna sölu og dreifingar fíkniefna.

Tilkynnt var um grunsamlegar mannaferðir í Hafnarfirði og tveir stöðvaðir í umferðinni án ökuréttinda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×