Eini lýðræðislegi flokkur? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar 21. október 2024 08:31 Í því að skima yfir fréttir sýnist að engir stjórnmálaflokkar í þingi ætli að halda prófkjör, fyrir komandi kosningar, nema Píratar. Víst er það ósanngjarnt að vænta þess af öllum flokkum að halda prófkjör með svo litlum fyrirvara -- ekki allir flokkar hafa lýðræði svo mikið á heilanum til að eiga kosningakerfi sem getur haldið prófkjör hvenær sem er. Þannig að ég gæti sýnt skilning og samúð. En hvað ef ég vildi vera ósanngjarn? Sýnir það óstöðugleika í flokkunum (gleymum í bili að ríkisstjórnin sprakk ekki sem glæsilegast)? Skipulagsleysi? Eða... hvað? Hafa þeir svo litla virðingu fyrir lýðræði og kjósendur landsins (jafnvel eigin flokksmenn) að þessar skyndikosningar séu orðnar að afsökun til þess að verðlauna vini eða gjalda greiða milli valdaklíkna? Munum að sumir þeirra flokka fundu leiðir til að hunsa vilja þjóðarinnar, sýndan með þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir rúmum áratug, til að innleiða nýja stjórnarskrá. Nýja stjórnarskrá sem hefði virkjað þann rétt, sem þjóðin á, til að ákveða mál sjálf, með þjóðaratkvæðagreðslum. Er kerfi líkt því Svissneska of gott fyrir íslendinga? Of mikið lýðræði fyrir plebbana? Prófkjörum Pírata lýkur klukkan 16:00 á þriðjudegi. Öllum er boðið! Smátt smakk af lýðræði fyrir kosningar. Þið hafið líklega tíma -- enginn annar flokkur virðist ætla að taka ykkar tíma -- til að raða frambjóðendum í ykkar kjördæmum eða fleiri. Og ef þið ætlið að kjósa í Reykjavík (Píratar líta á kjördæmin tvö sem eina heild), kjósið mig efstan! Maður má skrá sig hér ( https://x.piratar.is/polity/1/elections/ ) og svo kjósa. Í besta falli skimar maður yfir sjálfslýsingar frambjóðenda fyrir að raða þeim. Og sýnum sanngirni. Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Reykjavík og brennur fyrir lýðræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Píratar Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Í því að skima yfir fréttir sýnist að engir stjórnmálaflokkar í þingi ætli að halda prófkjör, fyrir komandi kosningar, nema Píratar. Víst er það ósanngjarnt að vænta þess af öllum flokkum að halda prófkjör með svo litlum fyrirvara -- ekki allir flokkar hafa lýðræði svo mikið á heilanum til að eiga kosningakerfi sem getur haldið prófkjör hvenær sem er. Þannig að ég gæti sýnt skilning og samúð. En hvað ef ég vildi vera ósanngjarn? Sýnir það óstöðugleika í flokkunum (gleymum í bili að ríkisstjórnin sprakk ekki sem glæsilegast)? Skipulagsleysi? Eða... hvað? Hafa þeir svo litla virðingu fyrir lýðræði og kjósendur landsins (jafnvel eigin flokksmenn) að þessar skyndikosningar séu orðnar að afsökun til þess að verðlauna vini eða gjalda greiða milli valdaklíkna? Munum að sumir þeirra flokka fundu leiðir til að hunsa vilja þjóðarinnar, sýndan með þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir rúmum áratug, til að innleiða nýja stjórnarskrá. Nýja stjórnarskrá sem hefði virkjað þann rétt, sem þjóðin á, til að ákveða mál sjálf, með þjóðaratkvæðagreðslum. Er kerfi líkt því Svissneska of gott fyrir íslendinga? Of mikið lýðræði fyrir plebbana? Prófkjörum Pírata lýkur klukkan 16:00 á þriðjudegi. Öllum er boðið! Smátt smakk af lýðræði fyrir kosningar. Þið hafið líklega tíma -- enginn annar flokkur virðist ætla að taka ykkar tíma -- til að raða frambjóðendum í ykkar kjördæmum eða fleiri. Og ef þið ætlið að kjósa í Reykjavík (Píratar líta á kjördæmin tvö sem eina heild), kjósið mig efstan! Maður má skrá sig hér ( https://x.piratar.is/polity/1/elections/ ) og svo kjósa. Í besta falli skimar maður yfir sjálfslýsingar frambjóðenda fyrir að raða þeim. Og sýnum sanngirni. Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Reykjavík og brennur fyrir lýðræði.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar