Emilía á löngum lista kvenna sem skora á FIFA Sindri Sverrisson skrifar 21. október 2024 12:01 Emilía Kiær Ásgeirsdóttir til varnar í leik gegn Póllandi í undankeppni EM á þessu ári. EPA-EFE/Jarek Praszkiewicz Yfir hundrað knattspyrnukonur, þar á meðal ein íslensk landsliðskona, hafa sent FIFA opið bréf og skorað á sambandið að rifta styrktarsamningi sínum við sádiarabíska olíurisann Aramco. FIFA greindi frá samningi við Aramco fyrr á þessu ári, og er fyrirtækið einn af bakhjörlunum vegna næstu heimsmeistaramóta; HM karla 2026 og HM kvenna 2027. Emilía Kiær Ásgeirsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins og Nordsjælland í Danmörku, er ein þeirra sem skrifa undir bréfið til FIFA en á listanum eru knattspyrnukonur frá 24 þjóðum. Þær segja samning FIFA við Aramco vera „högg í magann“ fyrir fótboltann og vilja að samningum verði rift, út frá mannúðar- og umhverfisverndarsjónarmiðum. Sádi-Arabar hafa verið sakaðir um að nota íþróttir til hvítþvottar á orðspori sínu, en þjóðin hefur verið gagnrýnd fyrir brot á mannréttindalögum, réttindum kvenna og fyrir að gera samkynhneigð refsiverða. Aramco er í meirihlutaeigu sádi-arabíska ríkisins. „Ég held að sem knattspyrnufólk, og sérstaklega knattspyrnukonur, berum við ábyrgð á að sýna heiminum og næstu kynslóð hvað sé rétt að gera,“ segir hollenska markavélin Vivianne Miedema sem leikur með Manchester City, í samtali við BBC. Vivianne Miedema í leik gegn Íslandi í undankeppni síðasta heimsmeistaramóts.Getty/Patrick Goosen „FIFA lætur alltaf eins og að sambandið vilji vera opið fyrir alla og að fótboltinn eigi að sýna gott fordæmi. Ef svo er þá þurfa samningar einnig að vera við styrktaraðila sem eru til fyrirmyndar,“ segir Miedema. Í bréfinu, sem lesa má hér, segir að samningurinn við Aramco sé fokkjú-putti í átt til knattspyrnu kvenna. Nefnd eru dæmi um mannréttindabrot Sádi-Araba gagnvart konum, til að mynda það að í janúar 2023 hafi Salma al-Shebab, þá doktorsnemi í Leeds í Bretlandi og tveggja barna móðir, verið dæmd í 27 ára fangelsi auk 27 ára farbanns fyrir endurtíst í þágu málfrelsis. FIFA Fótbolti Sádi-Arabía Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi Sport Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Sjá meira
FIFA greindi frá samningi við Aramco fyrr á þessu ári, og er fyrirtækið einn af bakhjörlunum vegna næstu heimsmeistaramóta; HM karla 2026 og HM kvenna 2027. Emilía Kiær Ásgeirsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins og Nordsjælland í Danmörku, er ein þeirra sem skrifa undir bréfið til FIFA en á listanum eru knattspyrnukonur frá 24 þjóðum. Þær segja samning FIFA við Aramco vera „högg í magann“ fyrir fótboltann og vilja að samningum verði rift, út frá mannúðar- og umhverfisverndarsjónarmiðum. Sádi-Arabar hafa verið sakaðir um að nota íþróttir til hvítþvottar á orðspori sínu, en þjóðin hefur verið gagnrýnd fyrir brot á mannréttindalögum, réttindum kvenna og fyrir að gera samkynhneigð refsiverða. Aramco er í meirihlutaeigu sádi-arabíska ríkisins. „Ég held að sem knattspyrnufólk, og sérstaklega knattspyrnukonur, berum við ábyrgð á að sýna heiminum og næstu kynslóð hvað sé rétt að gera,“ segir hollenska markavélin Vivianne Miedema sem leikur með Manchester City, í samtali við BBC. Vivianne Miedema í leik gegn Íslandi í undankeppni síðasta heimsmeistaramóts.Getty/Patrick Goosen „FIFA lætur alltaf eins og að sambandið vilji vera opið fyrir alla og að fótboltinn eigi að sýna gott fordæmi. Ef svo er þá þurfa samningar einnig að vera við styrktaraðila sem eru til fyrirmyndar,“ segir Miedema. Í bréfinu, sem lesa má hér, segir að samningurinn við Aramco sé fokkjú-putti í átt til knattspyrnu kvenna. Nefnd eru dæmi um mannréttindabrot Sádi-Araba gagnvart konum, til að mynda það að í janúar 2023 hafi Salma al-Shebab, þá doktorsnemi í Leeds í Bretlandi og tveggja barna móðir, verið dæmd í 27 ára fangelsi auk 27 ára farbanns fyrir endurtíst í þágu málfrelsis.
FIFA Fótbolti Sádi-Arabía Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi Sport Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Sjá meira
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti