Lífið

Með „bleikt kókaín“ í blóðinu þegar hann lést

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Liam Payne var með mikið magn fíkniefna í blóðinu þegar hann lést.
Liam Payne var með mikið magn fíkniefna í blóðinu þegar hann lést. EPA-EFE/Vitor de los Reyes

Bráðabirgðarkrufning á líki breska söngvarans Liam Payne hefur leitt í ljós að hann hafði neytt nokkra tegunda fíkniefna þegar hann lést. Meðal þeirra eru MDMA, ketamín og metamfetamín og kókaín.

Þetta kemur fram í erlendum miðlum. Payne lést á miðvikudagskvöld eftir að hafa fallið fram af svölum á hóteli sínu í Buenos Aires í Argentínu. Fljótlega fóru fregnir að berast af því að söngvarinn hefði látið öllum illum látum á herbergi sínu en upptaka af símtali starfsfólks í neyðarlínu hefur meðal annars verið birt.

Þá hafa hótelgestir einnig lýst síðustu augnablikum söngvarans. Hann er sagður hafa hegðað sér einkennilega, mætt þrígang í anddyri hótelsins og meðal annars brotið fartölvuna sína og tekið hótelgest hálstaki.

Í umfjöllun ABC um málið kemur fram að eftir bráðabirgðar krufningu á líki hans hafi fundist þó nokkur eiturlyf í blóði hans. Þar á meðal er svokallað „bleikt kókaín,“ sem inniheldur nokkrar tegundir eiturlyfja líkt og metamfetamíns, ketamíns og MDMA auk krakks, kókaíns og benzódíazepín, sem er kæruleysislyf.

Þá fannst álpípa á hótelherbergi hans. Fram kemur í umfjöllun miðilsins að lík söngvarans muni verða í Argentínu þar til rannsókn á andláti hans er lokið. Áður hefur komið fram að hann hafi látist af völdum höfuðáverka eftir fallið.


Tengdar fréttir

Rekinn af útgáfunni stuttu fyrir andlátið

Bandaríska útgáfufyrirtækið Universal Music sagði upp samningi sínum við breska söngvarann Liam Payne nokkrum dögum fyrir andlát hans. Þá var hann án umboðsmanns.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.