Grindavík eins og „Tsjernobyl án kommúnisma“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 21. október 2024 20:00 Bradley Peterson og Corey Bartlett, ferðamenn frá Minnesota-ríki í Bandaríkjunum. Vísir/Einar Grindavíkurbær var opnaður fyrir almenningi klukkan sex í morgun. Bandarískir ferðamenn líkja bænum við Tsjernobyl án kommúnisma en formaður framkvæmdanefndar um málefni Grindavíkur viðurkennir að mistök hafi verið gerð við vinnslu bæklings með mikilvægum upplýsingum um öryggisatriði. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, sagðist í samtali við fréttastofu fyrr í dag ekki gera stórar athugasemdir við opnun Grindavíkurbæjar en tók þó fram að upplýsingagjöf til ferðamanna sem hyggist fara í bæinn sé lítil sem engin. „Upplýsingagjöf til ferðamanna er engin þegar menn nálgast bæinn. Það er auðvitað eitt af verkefnum Grindavíkurnefndar að hafa tök á þeim hlutum. Þetta er vonandi eitthvað sem þau laga hratt og örugglega en þegar við erum að opna inn á svona svæði þá er það í mínum huga algjört grundvallaratriði að upplýsingagjöf sé merkileg, marktæk og blasi við þegar fólk nálgast.“ Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.Vísir/Einar Skortur á skiltum kom þeim á óvart Þó nokkrir lögðu leið sína í bæinn í dag en bandarískir ferðamenn sögðu að þeir hafi verið hvattir til að heimsækja Grindavík af starfsmönnum Bláa lónsins og fararstjóra í Reykjavík. Þeir Bradley Peterson og Corey Bartlett, ferðamenn frá Minnesota-ríki í Bandaríkjunum, tóku undir orð Úlfars og sögðu skort á upplýsingum koma sér á óvart. „Okkur var sagt að Grindavík væri opin í dag og að við ættum að keyra um bæinn og skoða hann,“ sagði Bartlett. „Það kom mér meira á óvart að við mættum keyra þarna í gegn án nokkurra viðvarana eða skilta um að hætta væri kannski á ferðum,“ bætti Peterson við. Sorglegt að bærinn sé orðinn að draugabæ Bartlett tók þá fram að honum finnist það sorglegt að sjá jafn flott bæjarfélag og Grindavík breytast í draugabæ. Peterson sagði það vera óhugnanlegt. „Þegar við ókum inn í bæinn ræddum við um að þetta líktist Tsjernobyl. Hræðilegir atburðir áttu sér stað og svo hurfu allir,“ sagði Bartlett. „Já, Tsjernobyl án kommúnisma“ bætti Peterson kíminn við. Skilti væntanleg Árni Þór Sigurðsson, formaður Grindavíkurnefndar, sagði að skilti við bæinn væru væntanleg og tók fram að skiltum við hættulegustu svæðin inn í bænum hafi verið forgangsraðað og komin upp. „Síðan er Vegagerðin að undirbúa að setja upp skilti inn í bæinn sem gefa til kynna bæði á íslensku og ensku að þetta sé hættusvæði. Þar fyrir utan erum við síðan með í vinnslu sérstök upplýsingaskilti sem við setjum upp fljótlega.“ Texti sem á ekki við rök að styðjast Nefndin gaf út bækling með öryggisatriðum á föstudaginn í tilefni þess að bærinn væri opnaður. Þar er tekið fram að líkur á gosi nærri bænum hafi minnkað umtalsvert á síðustu mánuðum. Fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands sagði þessa staðhæfingu koma honum á óvart. Þá er einnig tekið fram að drónar séu bannaðir á svæðinu sem að lögreglustjórinn á Suðurnesjum staðfesti að sé ekki rétt. „Það er þarna texti sem hefur farið inn sem á ekki við rök að styðjast, það verður lagað og verður tekið út úr þessum texta.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, sagðist í samtali við fréttastofu fyrr í dag ekki gera stórar athugasemdir við opnun Grindavíkurbæjar en tók þó fram að upplýsingagjöf til ferðamanna sem hyggist fara í bæinn sé lítil sem engin. „Upplýsingagjöf til ferðamanna er engin þegar menn nálgast bæinn. Það er auðvitað eitt af verkefnum Grindavíkurnefndar að hafa tök á þeim hlutum. Þetta er vonandi eitthvað sem þau laga hratt og örugglega en þegar við erum að opna inn á svona svæði þá er það í mínum huga algjört grundvallaratriði að upplýsingagjöf sé merkileg, marktæk og blasi við þegar fólk nálgast.“ Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.Vísir/Einar Skortur á skiltum kom þeim á óvart Þó nokkrir lögðu leið sína í bæinn í dag en bandarískir ferðamenn sögðu að þeir hafi verið hvattir til að heimsækja Grindavík af starfsmönnum Bláa lónsins og fararstjóra í Reykjavík. Þeir Bradley Peterson og Corey Bartlett, ferðamenn frá Minnesota-ríki í Bandaríkjunum, tóku undir orð Úlfars og sögðu skort á upplýsingum koma sér á óvart. „Okkur var sagt að Grindavík væri opin í dag og að við ættum að keyra um bæinn og skoða hann,“ sagði Bartlett. „Það kom mér meira á óvart að við mættum keyra þarna í gegn án nokkurra viðvarana eða skilta um að hætta væri kannski á ferðum,“ bætti Peterson við. Sorglegt að bærinn sé orðinn að draugabæ Bartlett tók þá fram að honum finnist það sorglegt að sjá jafn flott bæjarfélag og Grindavík breytast í draugabæ. Peterson sagði það vera óhugnanlegt. „Þegar við ókum inn í bæinn ræddum við um að þetta líktist Tsjernobyl. Hræðilegir atburðir áttu sér stað og svo hurfu allir,“ sagði Bartlett. „Já, Tsjernobyl án kommúnisma“ bætti Peterson kíminn við. Skilti væntanleg Árni Þór Sigurðsson, formaður Grindavíkurnefndar, sagði að skilti við bæinn væru væntanleg og tók fram að skiltum við hættulegustu svæðin inn í bænum hafi verið forgangsraðað og komin upp. „Síðan er Vegagerðin að undirbúa að setja upp skilti inn í bæinn sem gefa til kynna bæði á íslensku og ensku að þetta sé hættusvæði. Þar fyrir utan erum við síðan með í vinnslu sérstök upplýsingaskilti sem við setjum upp fljótlega.“ Texti sem á ekki við rök að styðjast Nefndin gaf út bækling með öryggisatriðum á föstudaginn í tilefni þess að bærinn væri opnaður. Þar er tekið fram að líkur á gosi nærri bænum hafi minnkað umtalsvert á síðustu mánuðum. Fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands sagði þessa staðhæfingu koma honum á óvart. Þá er einnig tekið fram að drónar séu bannaðir á svæðinu sem að lögreglustjórinn á Suðurnesjum staðfesti að sé ekki rétt. „Það er þarna texti sem hefur farið inn sem á ekki við rök að styðjast, það verður lagað og verður tekið út úr þessum texta.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira