Tæpur þriðjungur vill Kristrúnu í forsætisráðuneytið Margrét Helga Erlingsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 21. október 2024 19:41 Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segist reiðubúin að leiða næstu ríkisstjórn. Vísir/Arnar Meirihluti þjóðarinnar, eða um 66 prósent, eru ánægð með stjórnarslitin samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Þá vilja flestir, eða um þriðjungur, að Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingar, leiði næstu ríkisstjórn og verði forsætisráðherra. Í öðru sæti er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins með 18 prósent. Staða þeirra Bjarna Benediktssonar, Þorgerðar Katrínar og Sigurðar Inga er nokkuð jöfn. Tólf prósent nefna Bjarna, ellefu prósent Þorgerði og tíu prósent Sigurð Inga. Sjö prósent vilja að Inga Sæland formaður Flokks fólksins leiði næstu ríkisstjórn, fjögur prósent vilja Svandísi Svavarsdóttur í embættið og tvö prósent Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur Pírata.Vísir Margrét Helga fékk viðbrögð Kristrúnar Frostadóttur við tíðindunum í Kvöldfréttum. Hún segist tilbúin að leiða ríkisstjórn og vonast eftir að flokkurinn fái umboð til þess. „Lykilatriðið verður auðvitað, í þessari kosningabaráttu, að við í Samfylkingunni ætlum að keyra á samstöðu. Við ætlum ekki að keyra á klofningsmálum,“ segir Kristrún og að flokkurinn finni fyrir vilja fólks til að hann fylki sig saman um þjóðþrifamál. „Öryggi í húsnæðismálum, að við fáum ábyrga hagstjórn og við stígum föst skref í að styrkja heilbrigðiskerfið. Til þess þarf trausta forystu, það þarf samfylkingu og að fólk fylki sig saman. Og þetta verður áhersluatriði hjá Samfylkingunni núna.“ Ekki öfundsvert hlutverk Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata hlaut 2,3 prósent atkvæða í skoðanakönnuninni. Hún bendir á að í flokknum sé engin eiginlegur formaður. „Það er enginn leiðtogi flokksins sem hefur þetta skýra umboð hreyfingarinnar minnar til þess að beinlínis taka forsætisráðuneytið fengjum við til þess umboð. En ég held að stærri skýringin sé að Píratar hafi aldrei lagt mikið upp með að sækjast eftir forsætisráðuneytinu heldur höfum við meiri áhuga á að beita okkur í ráðuneyti þar sem við höfum ákveðna sérstöðu,“ segir Þórhildur Sunna og nefnir umhverfisráðuneytið, matvælaráðuneytið og dómsmálaráðuneytið sem dæmi. Hún segist ekki hafa mátað sig við forsætisráðherrastólinn. „Mér finnst það ekki öfundsvert hlutverk og held að mér væri betur borgið annars staðar að vinna að málum sem við höfum mikla ástríðu fyrir.“ Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Píratar Skoðanakannanir Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Fleiri fréttir „Aumingjaleg“ lækkun Seðlabankans Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Sjá meira
Í öðru sæti er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins með 18 prósent. Staða þeirra Bjarna Benediktssonar, Þorgerðar Katrínar og Sigurðar Inga er nokkuð jöfn. Tólf prósent nefna Bjarna, ellefu prósent Þorgerði og tíu prósent Sigurð Inga. Sjö prósent vilja að Inga Sæland formaður Flokks fólksins leiði næstu ríkisstjórn, fjögur prósent vilja Svandísi Svavarsdóttur í embættið og tvö prósent Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur Pírata.Vísir Margrét Helga fékk viðbrögð Kristrúnar Frostadóttur við tíðindunum í Kvöldfréttum. Hún segist tilbúin að leiða ríkisstjórn og vonast eftir að flokkurinn fái umboð til þess. „Lykilatriðið verður auðvitað, í þessari kosningabaráttu, að við í Samfylkingunni ætlum að keyra á samstöðu. Við ætlum ekki að keyra á klofningsmálum,“ segir Kristrún og að flokkurinn finni fyrir vilja fólks til að hann fylki sig saman um þjóðþrifamál. „Öryggi í húsnæðismálum, að við fáum ábyrga hagstjórn og við stígum föst skref í að styrkja heilbrigðiskerfið. Til þess þarf trausta forystu, það þarf samfylkingu og að fólk fylki sig saman. Og þetta verður áhersluatriði hjá Samfylkingunni núna.“ Ekki öfundsvert hlutverk Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata hlaut 2,3 prósent atkvæða í skoðanakönnuninni. Hún bendir á að í flokknum sé engin eiginlegur formaður. „Það er enginn leiðtogi flokksins sem hefur þetta skýra umboð hreyfingarinnar minnar til þess að beinlínis taka forsætisráðuneytið fengjum við til þess umboð. En ég held að stærri skýringin sé að Píratar hafi aldrei lagt mikið upp með að sækjast eftir forsætisráðuneytinu heldur höfum við meiri áhuga á að beita okkur í ráðuneyti þar sem við höfum ákveðna sérstöðu,“ segir Þórhildur Sunna og nefnir umhverfisráðuneytið, matvælaráðuneytið og dómsmálaráðuneytið sem dæmi. Hún segist ekki hafa mátað sig við forsætisráðherrastólinn. „Mér finnst það ekki öfundsvert hlutverk og held að mér væri betur borgið annars staðar að vinna að málum sem við höfum mikla ástríðu fyrir.“
Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Píratar Skoðanakannanir Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Fleiri fréttir „Aumingjaleg“ lækkun Seðlabankans Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Sjá meira