Saga Ahmeds Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir skrifar 22. október 2024 09:03 Ahmed er 24 ára og býr á Gaza. Fyrir stríðið sem hófst 7. október 2023 vann hann sem forritari, og naut lífsins sem ungur maður á Gaza. Eftir 380 daga af þjóðarmorði og stöðugum flótta er hann kominn með grátt hár. Þetta er saga Ahmeds og fjölskyldu hans. Við vöknuðum á laugardagsmorgni, þann 7. október, við kraftmiklar sprengingar úr öllum áttum. Við vissum ekki hvað orsakaði þær og urðum hissa þegar við fréttum að ísraelski herinn hefði lýst yfir stríði á Gaza-svæðinu. Á þessari stundu var forgangsatriði að tryggja okkur mat og drykk. Nokkrum klukkustundum eftir að sprengingarnar hófust, sprengdi Ísrael rafmagns- og vatnstankana sem sjá Gaza fyrir vatni. Við höfðum ekkert rafmagn, vatn eða internet, og sprengingarnar voru linnulausar. Við fundum fyrir miklum ótta og tókum á móti ættingjum okkar á heimilum okkar. Það var margmenni í húsinu, flest voru börn sem voru skelfingu lostin og grétu hamslaus af ótta við sprengingarnar. Ég hélt að við myndum missa heyrnina vegna hávaðans. Óttinn var yfirþyrmandi og við sváfum ekkert þá nótt. Á þriðja degi stríðsins var þremur eldflaugum varpað skammt frá húsinu okkar og jörðin nötraði af sprengingunum. Við vorum óttaslegin og börnin grétu og öskruðu af skelfingu. Þegar skammvinn þögn tók við ákváðum við að fara að staðnum þar sem sprengjurnar höfðu fallið. Þar ráfaði fólk í örvæntingu, örvinglað af ótta. „Hvar er maðurinn minn?“ öskraði kona í sárum. Nágranni okkar grét á meðan hann spurði: „Hvar er sonur minn?“ Augnablikið var þrungið ótta, hryllingi og djúpri sorg. Það var þarna sem við áttuðum okkur á því að þetta væri útrýmingarstríð. Við sáum sundurtætt lík barna, látna unga menn og særðar konur. Hótanir bárust frá ísraelska hernum um að fleiri sprengjum yrði varpað svo við flúðum í skóla sem tilheyrði Sameinuðu þjóðunum. Eftir klukkutíma bið fórum við aftur heim. Næsta dag sprengdi Ísrael mörg hús nálægt okkur. Við fórum að ganga frá heimili okkar, elda fyrir börnin og hugsa um hvernig við gætum hlaðið símana okkar. Við útvegum okkur rafhlöðu til þess. Daginn eftir bárust hótanir frá hernum um að íbúar yrðu að yfirgefa svæðið sem var nálægt heimili okkar og við það fjölgaði enn frekar flóttamönnum í húsinu okkar. Sú nótt varð ein af þeim erfiðustu í stríðinu. Herinn hóf stórfelldar sprengjuárásir og við sáum herþotur varpa sprengjum á okkur. Í örvæntingu reyndum við að flýja á milli herbergja í tilraun til að forðast sprengjubrot. Við settumst í miðju hússins en þegar sprengingarnar urðu enn ofsafengnari, leituðum við niður á jarðhæðina ásamt öllu flóttafólkinu sem hafði leitað skjóls hjá okkur. Hver og einn faðmaði börnin sín fast og við horfðum á hvort annað í óumræðilegri skelfingu. Þögnin í herberginu var þrúgandi á meðan við biðum næstu sprengju. Við sáum blik frá sprengjunum áður en þær féllu, og í kjölfarið heyrðust ærandi sprengingar sem skóku allt. Þegar morguninn rann upp eftir þessa martröð, fengum við símtal frá systur minni. Hún sagði að þau hefðu orðið fyrir sprengjuárás og öll börnin hennar hefðu slasast. Við grétum og faðir minn og bróðir fóru á spítalann til að athuga með systur mína og börnin hennar. Systir mín og dóttir hennar, Renad, voru fluttar á Kamel Adwan-sjúkrahúsið en hin börnin voru flutt á annan spítala. Renad hafði slasast alvarlega en systir mín vissi ekki hversu lífshættulegt ástand hennar var. Maður systur minnar var hjá henni á spítalanum, örvæntingarfullur og grátandi eftir hjálp fyrir dóttur þeirra, en vegna fjölda slasaðra gat enginn hjálpað. Eftir nokkra klukkutíma var Renad flutt á Al Awda-sjúkrahúsið. Hún hafði hlotið alvarleg brunasár í andliti, tennur hennar höfðu brotnað, báðir fótleggir voru brotnir og hún hafði einnig fengið alvarleg höfuðmeiðsl. Læknarnir framkvæmdu aðgerð og settu plötur í fótleggi hennar. Hún öskraði af sársauka dag og nótt. Eftir aðgerðina átti hún að dvelja áfram á sjúkrahúsinu í eftirliti en herinn hótaði að sprengja sjúkrahúsið og læknarnir sögðu að við yrðum að rýma það. Þeir gátu ekki lengur borið ábyrgð á sjúklingunum. Við tókum því þá erfiðu ákvörðun að fara með Renad heim til okkar, ásamt systur minni og hinum börnunum, sem öll voru slösuð, þar sem húsið þeirra var orðið óíbúðarhæft. Þessa nótt sváfu börnin ekki, sérstaklega ekki Renad, sem var sárþjáð og öskraði vegna brunasáranna. Við vissum ekki hvað við áttum að gera, því sprengjuárásirnar héldu áfram, án afláts. Við fengum ekki lyf fyrir Renad. Í hvert skipti sem sprenging varð öskruðu börnin af skelfingu. Við stóðum ráðþrota, ófær um að róa þau, með enga leið út úr þessu martraðarástandi. Einn daginn dreifði ísraelski herinn bæklingum þar sem íbúar voru beðnir um að flýja til suðurs en við vorum óviss í fyrstu og ákváðum að dvelja áfram heima. Eftir nokkra daga heyrðum við að sjúkrahúsin í norðri væru byrjuð að tæmast á meðan sprengingarnar héldu áfram. Þá tókum við ákvörðun um að flýja í skóla Sameinuðu þjóðanna í norðurhluta Gaza. Þegar við komum þangað kastaði herinn reyksprengjum og hvítfosfórsprengjum inn á skólalóðina og við urðum skelfingu lostin, náðum varla andanum. Börnin voru hrædd, sérstaklega Renad, sem enn var alvarlega slösuð. Við neyddumst til að skilja allt eftir og flúðum á hlaupum. Við bárum Renad þar sem hún gat ekki gengið vegna meiðslanna. Við ráfuðum um göturnar í marga klukkutíma, óviss hvert við ættum að fara. Hugrakkir ungir menn reyndu að slökkva í hvítfosfórsprengjunum og eftir að það tókst, snerum við aftur í skólann þar sem við höfðum ekkert annað skjól. Eftir nokkra daga hófst landárás Ísraelshers á Gaza. Við upplifðum erfiðustu nætur stríðsins, með sprengingum og skotárásum sem vöruðu klukkustundum saman. Við yfirgáfum skólann og flúðum til suðurhluta Gaza. Við vissum ekki hvert við ættum að fara, því við eigum enga ættingja í suðri. Við gengum langar leiðir með Renad sárþjáða. Við sáum skriðdreka og hermenn við Nitzarim-hliðið, sýndum skilríkin okkar og fengum að fara í gegn. Eftir að hafa verið á vergangi á götunni í marga daga, settumst við að í tjaldi í Rafah. Þar hófst önnur þrautarganga. Það var hvorki matur né drykkjarvatn til og ekki einu sinni vatn til að þrífa sig. Við keyptum eldhúsáhöld, þrátt fyrir svimandi háan kostnað, og elduðum úti á eldi til að geta fætt börnin okkar. Ekki leið á löngu þar til skortur varð á hveiti og grænmeti. UNRWA dreifði matvælum til okkar, þar á meðal baunum. Veturinn kom og tjaldið okkar varð fyrir vatnsskemmdum vegna mikilla rigninga. Börnin skulfu af kulda en við áttum engin teppi. Við upplifðum nætur þar sem við héldum að við myndum frjósa í hel og föðmuðum börnin til að halda þeim hita. Móðir mín er slæm af gigt sem versnaði í kuldanum. Við fórum með Renad á Kuwaiti-sjúkrahúsið í Rafah til að láta athuga með ástand hennar. Læknarnir skrifuðu upp á lyf en þau voru hvergi fáanleg. Loks fengum við teppi frá UNRWA og við fengum að hlaða símana okkar hjá góðum manni í nágrenninu. Við reyndum að spara rafhlöðurnar í símunum svo við gætum notað vasaljósin á nóttunni, sem var eina leiðin okkar til að lýsa upp tjaldið. Við bökuðum brauð og ferðuðumst með deigið í leirofn í nágrenninu til að geta fætt börnin. Forgangsröðun okkar snerist um að kaupa vetrarfatnað fyrir börnin, þrátt fyrir að hann væri mjög dýr. Eftir marga daga í erfiðum aðstæðum bárust okkur sorgarfréttir. Herinn hafði sprengt húsið okkar og margir ættingjar okkar höfðu verið drepnir eða höfðu slasast alvarlega. Við vorum í djúpum harmi og vonuðumst til að þessu útrýmingarstríði myndi ljúka fljótt, svo við gætum snúið aftur heim. En sú von fjarlægðist stöðugt og raunin var að heimili okkar, eins og margra annarra, var orðið að rústum. Ramadan hófst, og við vorum enn föst í tjöldunum. Við áttum í miklum erfiðleikum með að útvega vatn og mat. Við lifðum í tjaldbúðunum á sandinum, þar sem skordýr bitu okkur og rottufaraldur geisaði á svæðinu. Eftir nokkra mánuði dreifði ísraelski herinn bæklingum þar sem íbúum Rafah var skipað að rýma borgina tafarlaust. Við tókum niður tjaldið okkar og fluttumst til Mawasi. Þá hófst sumarhitinn, sem gerði aðstæðurnar nánast óbærilegar. Mýflugurnar herjuðu á okkur og það var stöðugur skortur á drykkjarvatni. Næturnar voru sérstaklega erfiðar. Við heyrðum sprengingar og herþyrlur skutu niður úr loftinu. Ísraelski sjóherinn skaut á ströndina við Rafah skammt frá okkur. Þar kom að að okkur var skipað að rýma tafarlaust svæðið þar sem við höfðumst við. Okkur var sagt að þar yrðu hernaðaraðgerðir næstu 12 klukkustundirnar. Við yfirgáfum tjöldin okkar og leituðum skjóls hjá ættingjum þar sem við dvöldum í tjöldum þar til við gátum snúið aftur. Mánuði síðar sprengdi herinn tjald nálægt okkur með tveimur eldflaugum og í kjölfarið hófu þeir skotárás á okkur. Við lögðumst flöt á jörðina, grátandi og faðmandi börnin okkar, yfirbuguð af skelfingu. Við flúðum tafarlaust, skildum tjöldin og allar eigur okkar eftir. Í örvæntingu fundum við aftur athvarf hjá ættingjum og dvöldum í þeirra tjöldum í tvær vikur. Við fréttum frá manni að herinn hefði dregið sig til baka svo við snerum aftur til að sækja tjaldið og eigur okkar. Næst fluttumst við til Hamed City í Khan Younis, en þar var óbærilegt að dvelja vegna mikils vatnsskorts. Það var ekkert hreint vatn og okkur vantaði nýja skó. Við þurftum að ganga um berfætt og börnin okkar voru einnig skólaus. Ísraelski herinn bannar innflutning á hreinlætisvörum og skóm til suðursvæðisins. Við höfðum aðeins skítugt vatn til að þvo okkur upp úr og öll fengum við útbrot og húðsjúkdóma vegna óþrifnaðar, auk brunasára af sólinni. Með hringingu skipaði herinn okkur enn og aftur að rýma tafarlaust svo við flúðum til Mawasi í Khan Younis. Flóttinn virðist engan endi ætla að taka. Hér erum við nú í Mawasi og upplifum sáran skort. Það er engan mat að fá. Allt hveitið er búið. Vatnið er ekki drykkjarhæft og það vatn sem við notum til að þvo okkur er óhreint. Það er auk þess skortur á lyfjum og hreinlætisvörum. Renad, systurdóttir mín, þjáist enn af brunasárum í andliti og þarf nauðsynlega á aðgerð að halda. Hún þarf að vera undir stöðugu eftirliti vegna fótanna. Hún þyrfti að komast undir læknishendur erlendis, en landamærin eru lokuð. Dagarnir líða eins og mara, litlaus og tóm. Við erum orðin dofin. Tíminn er miskunnarlaus og fullur sársauka. Hugurinn er þungur og fullur beiskju. Allar leiðir eru lokaðar. Flóttinn er orðinn óbærilegur. Ímyndaðu þér að bera heimilið þitt á bakinu á stöðugum flótta frá einum stað til annars. Tilfinningin er eins og að vera grafinn lifandi. Þjáningin eykst með hverjum deginum sem líður. Dagarnir hér einkennast af dauða, sem birtist í mörgum myndum. Þú deyrð fyrir landið, fyrir brauðið, fyrir vatnið, fyrir grjótið og fyrir lífsviðurværið. Þú deyrð vegna byssukúlu, sprengju, bruna, kulda, kúgunar, sára eða veikinda. Aðstæður á Gaza eru hörmulegar og enginn heyrir hróp okkar. Við deyjum á hverri stundu, hvort sem það er vegna sprengjuregnsins, skotárásanna, rústanna, hungursins eða flóttans. Höfundur er doktorsnemi. Ef þú vilt leggja Ahmed og fjölskyldu lið, svo þau geti keypt skó og tjald, er hægt að styrkja þau hér: https://www.gofundme.com/f/SupportingdisplacedfamiliesinRafah Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ahmed er 24 ára og býr á Gaza. Fyrir stríðið sem hófst 7. október 2023 vann hann sem forritari, og naut lífsins sem ungur maður á Gaza. Eftir 380 daga af þjóðarmorði og stöðugum flótta er hann kominn með grátt hár. Þetta er saga Ahmeds og fjölskyldu hans. Við vöknuðum á laugardagsmorgni, þann 7. október, við kraftmiklar sprengingar úr öllum áttum. Við vissum ekki hvað orsakaði þær og urðum hissa þegar við fréttum að ísraelski herinn hefði lýst yfir stríði á Gaza-svæðinu. Á þessari stundu var forgangsatriði að tryggja okkur mat og drykk. Nokkrum klukkustundum eftir að sprengingarnar hófust, sprengdi Ísrael rafmagns- og vatnstankana sem sjá Gaza fyrir vatni. Við höfðum ekkert rafmagn, vatn eða internet, og sprengingarnar voru linnulausar. Við fundum fyrir miklum ótta og tókum á móti ættingjum okkar á heimilum okkar. Það var margmenni í húsinu, flest voru börn sem voru skelfingu lostin og grétu hamslaus af ótta við sprengingarnar. Ég hélt að við myndum missa heyrnina vegna hávaðans. Óttinn var yfirþyrmandi og við sváfum ekkert þá nótt. Á þriðja degi stríðsins var þremur eldflaugum varpað skammt frá húsinu okkar og jörðin nötraði af sprengingunum. Við vorum óttaslegin og börnin grétu og öskruðu af skelfingu. Þegar skammvinn þögn tók við ákváðum við að fara að staðnum þar sem sprengjurnar höfðu fallið. Þar ráfaði fólk í örvæntingu, örvinglað af ótta. „Hvar er maðurinn minn?“ öskraði kona í sárum. Nágranni okkar grét á meðan hann spurði: „Hvar er sonur minn?“ Augnablikið var þrungið ótta, hryllingi og djúpri sorg. Það var þarna sem við áttuðum okkur á því að þetta væri útrýmingarstríð. Við sáum sundurtætt lík barna, látna unga menn og særðar konur. Hótanir bárust frá ísraelska hernum um að fleiri sprengjum yrði varpað svo við flúðum í skóla sem tilheyrði Sameinuðu þjóðunum. Eftir klukkutíma bið fórum við aftur heim. Næsta dag sprengdi Ísrael mörg hús nálægt okkur. Við fórum að ganga frá heimili okkar, elda fyrir börnin og hugsa um hvernig við gætum hlaðið símana okkar. Við útvegum okkur rafhlöðu til þess. Daginn eftir bárust hótanir frá hernum um að íbúar yrðu að yfirgefa svæðið sem var nálægt heimili okkar og við það fjölgaði enn frekar flóttamönnum í húsinu okkar. Sú nótt varð ein af þeim erfiðustu í stríðinu. Herinn hóf stórfelldar sprengjuárásir og við sáum herþotur varpa sprengjum á okkur. Í örvæntingu reyndum við að flýja á milli herbergja í tilraun til að forðast sprengjubrot. Við settumst í miðju hússins en þegar sprengingarnar urðu enn ofsafengnari, leituðum við niður á jarðhæðina ásamt öllu flóttafólkinu sem hafði leitað skjóls hjá okkur. Hver og einn faðmaði börnin sín fast og við horfðum á hvort annað í óumræðilegri skelfingu. Þögnin í herberginu var þrúgandi á meðan við biðum næstu sprengju. Við sáum blik frá sprengjunum áður en þær féllu, og í kjölfarið heyrðust ærandi sprengingar sem skóku allt. Þegar morguninn rann upp eftir þessa martröð, fengum við símtal frá systur minni. Hún sagði að þau hefðu orðið fyrir sprengjuárás og öll börnin hennar hefðu slasast. Við grétum og faðir minn og bróðir fóru á spítalann til að athuga með systur mína og börnin hennar. Systir mín og dóttir hennar, Renad, voru fluttar á Kamel Adwan-sjúkrahúsið en hin börnin voru flutt á annan spítala. Renad hafði slasast alvarlega en systir mín vissi ekki hversu lífshættulegt ástand hennar var. Maður systur minnar var hjá henni á spítalanum, örvæntingarfullur og grátandi eftir hjálp fyrir dóttur þeirra, en vegna fjölda slasaðra gat enginn hjálpað. Eftir nokkra klukkutíma var Renad flutt á Al Awda-sjúkrahúsið. Hún hafði hlotið alvarleg brunasár í andliti, tennur hennar höfðu brotnað, báðir fótleggir voru brotnir og hún hafði einnig fengið alvarleg höfuðmeiðsl. Læknarnir framkvæmdu aðgerð og settu plötur í fótleggi hennar. Hún öskraði af sársauka dag og nótt. Eftir aðgerðina átti hún að dvelja áfram á sjúkrahúsinu í eftirliti en herinn hótaði að sprengja sjúkrahúsið og læknarnir sögðu að við yrðum að rýma það. Þeir gátu ekki lengur borið ábyrgð á sjúklingunum. Við tókum því þá erfiðu ákvörðun að fara með Renad heim til okkar, ásamt systur minni og hinum börnunum, sem öll voru slösuð, þar sem húsið þeirra var orðið óíbúðarhæft. Þessa nótt sváfu börnin ekki, sérstaklega ekki Renad, sem var sárþjáð og öskraði vegna brunasáranna. Við vissum ekki hvað við áttum að gera, því sprengjuárásirnar héldu áfram, án afláts. Við fengum ekki lyf fyrir Renad. Í hvert skipti sem sprenging varð öskruðu börnin af skelfingu. Við stóðum ráðþrota, ófær um að róa þau, með enga leið út úr þessu martraðarástandi. Einn daginn dreifði ísraelski herinn bæklingum þar sem íbúar voru beðnir um að flýja til suðurs en við vorum óviss í fyrstu og ákváðum að dvelja áfram heima. Eftir nokkra daga heyrðum við að sjúkrahúsin í norðri væru byrjuð að tæmast á meðan sprengingarnar héldu áfram. Þá tókum við ákvörðun um að flýja í skóla Sameinuðu þjóðanna í norðurhluta Gaza. Þegar við komum þangað kastaði herinn reyksprengjum og hvítfosfórsprengjum inn á skólalóðina og við urðum skelfingu lostin, náðum varla andanum. Börnin voru hrædd, sérstaklega Renad, sem enn var alvarlega slösuð. Við neyddumst til að skilja allt eftir og flúðum á hlaupum. Við bárum Renad þar sem hún gat ekki gengið vegna meiðslanna. Við ráfuðum um göturnar í marga klukkutíma, óviss hvert við ættum að fara. Hugrakkir ungir menn reyndu að slökkva í hvítfosfórsprengjunum og eftir að það tókst, snerum við aftur í skólann þar sem við höfðum ekkert annað skjól. Eftir nokkra daga hófst landárás Ísraelshers á Gaza. Við upplifðum erfiðustu nætur stríðsins, með sprengingum og skotárásum sem vöruðu klukkustundum saman. Við yfirgáfum skólann og flúðum til suðurhluta Gaza. Við vissum ekki hvert við ættum að fara, því við eigum enga ættingja í suðri. Við gengum langar leiðir með Renad sárþjáða. Við sáum skriðdreka og hermenn við Nitzarim-hliðið, sýndum skilríkin okkar og fengum að fara í gegn. Eftir að hafa verið á vergangi á götunni í marga daga, settumst við að í tjaldi í Rafah. Þar hófst önnur þrautarganga. Það var hvorki matur né drykkjarvatn til og ekki einu sinni vatn til að þrífa sig. Við keyptum eldhúsáhöld, þrátt fyrir svimandi háan kostnað, og elduðum úti á eldi til að geta fætt börnin okkar. Ekki leið á löngu þar til skortur varð á hveiti og grænmeti. UNRWA dreifði matvælum til okkar, þar á meðal baunum. Veturinn kom og tjaldið okkar varð fyrir vatnsskemmdum vegna mikilla rigninga. Börnin skulfu af kulda en við áttum engin teppi. Við upplifðum nætur þar sem við héldum að við myndum frjósa í hel og föðmuðum börnin til að halda þeim hita. Móðir mín er slæm af gigt sem versnaði í kuldanum. Við fórum með Renad á Kuwaiti-sjúkrahúsið í Rafah til að láta athuga með ástand hennar. Læknarnir skrifuðu upp á lyf en þau voru hvergi fáanleg. Loks fengum við teppi frá UNRWA og við fengum að hlaða símana okkar hjá góðum manni í nágrenninu. Við reyndum að spara rafhlöðurnar í símunum svo við gætum notað vasaljósin á nóttunni, sem var eina leiðin okkar til að lýsa upp tjaldið. Við bökuðum brauð og ferðuðumst með deigið í leirofn í nágrenninu til að geta fætt börnin. Forgangsröðun okkar snerist um að kaupa vetrarfatnað fyrir börnin, þrátt fyrir að hann væri mjög dýr. Eftir marga daga í erfiðum aðstæðum bárust okkur sorgarfréttir. Herinn hafði sprengt húsið okkar og margir ættingjar okkar höfðu verið drepnir eða höfðu slasast alvarlega. Við vorum í djúpum harmi og vonuðumst til að þessu útrýmingarstríði myndi ljúka fljótt, svo við gætum snúið aftur heim. En sú von fjarlægðist stöðugt og raunin var að heimili okkar, eins og margra annarra, var orðið að rústum. Ramadan hófst, og við vorum enn föst í tjöldunum. Við áttum í miklum erfiðleikum með að útvega vatn og mat. Við lifðum í tjaldbúðunum á sandinum, þar sem skordýr bitu okkur og rottufaraldur geisaði á svæðinu. Eftir nokkra mánuði dreifði ísraelski herinn bæklingum þar sem íbúum Rafah var skipað að rýma borgina tafarlaust. Við tókum niður tjaldið okkar og fluttumst til Mawasi. Þá hófst sumarhitinn, sem gerði aðstæðurnar nánast óbærilegar. Mýflugurnar herjuðu á okkur og það var stöðugur skortur á drykkjarvatni. Næturnar voru sérstaklega erfiðar. Við heyrðum sprengingar og herþyrlur skutu niður úr loftinu. Ísraelski sjóherinn skaut á ströndina við Rafah skammt frá okkur. Þar kom að að okkur var skipað að rýma tafarlaust svæðið þar sem við höfðumst við. Okkur var sagt að þar yrðu hernaðaraðgerðir næstu 12 klukkustundirnar. Við yfirgáfum tjöldin okkar og leituðum skjóls hjá ættingjum þar sem við dvöldum í tjöldum þar til við gátum snúið aftur. Mánuði síðar sprengdi herinn tjald nálægt okkur með tveimur eldflaugum og í kjölfarið hófu þeir skotárás á okkur. Við lögðumst flöt á jörðina, grátandi og faðmandi börnin okkar, yfirbuguð af skelfingu. Við flúðum tafarlaust, skildum tjöldin og allar eigur okkar eftir. Í örvæntingu fundum við aftur athvarf hjá ættingjum og dvöldum í þeirra tjöldum í tvær vikur. Við fréttum frá manni að herinn hefði dregið sig til baka svo við snerum aftur til að sækja tjaldið og eigur okkar. Næst fluttumst við til Hamed City í Khan Younis, en þar var óbærilegt að dvelja vegna mikils vatnsskorts. Það var ekkert hreint vatn og okkur vantaði nýja skó. Við þurftum að ganga um berfætt og börnin okkar voru einnig skólaus. Ísraelski herinn bannar innflutning á hreinlætisvörum og skóm til suðursvæðisins. Við höfðum aðeins skítugt vatn til að þvo okkur upp úr og öll fengum við útbrot og húðsjúkdóma vegna óþrifnaðar, auk brunasára af sólinni. Með hringingu skipaði herinn okkur enn og aftur að rýma tafarlaust svo við flúðum til Mawasi í Khan Younis. Flóttinn virðist engan endi ætla að taka. Hér erum við nú í Mawasi og upplifum sáran skort. Það er engan mat að fá. Allt hveitið er búið. Vatnið er ekki drykkjarhæft og það vatn sem við notum til að þvo okkur er óhreint. Það er auk þess skortur á lyfjum og hreinlætisvörum. Renad, systurdóttir mín, þjáist enn af brunasárum í andliti og þarf nauðsynlega á aðgerð að halda. Hún þarf að vera undir stöðugu eftirliti vegna fótanna. Hún þyrfti að komast undir læknishendur erlendis, en landamærin eru lokuð. Dagarnir líða eins og mara, litlaus og tóm. Við erum orðin dofin. Tíminn er miskunnarlaus og fullur sársauka. Hugurinn er þungur og fullur beiskju. Allar leiðir eru lokaðar. Flóttinn er orðinn óbærilegur. Ímyndaðu þér að bera heimilið þitt á bakinu á stöðugum flótta frá einum stað til annars. Tilfinningin er eins og að vera grafinn lifandi. Þjáningin eykst með hverjum deginum sem líður. Dagarnir hér einkennast af dauða, sem birtist í mörgum myndum. Þú deyrð fyrir landið, fyrir brauðið, fyrir vatnið, fyrir grjótið og fyrir lífsviðurværið. Þú deyrð vegna byssukúlu, sprengju, bruna, kulda, kúgunar, sára eða veikinda. Aðstæður á Gaza eru hörmulegar og enginn heyrir hróp okkar. Við deyjum á hverri stundu, hvort sem það er vegna sprengjuregnsins, skotárásanna, rústanna, hungursins eða flóttans. Höfundur er doktorsnemi. Ef þú vilt leggja Ahmed og fjölskyldu lið, svo þau geti keypt skó og tjald, er hægt að styrkja þau hér: https://www.gofundme.com/f/SupportingdisplacedfamiliesinRafah
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar