Förum á trúnó! Katrín Þrastardóttir skrifar 22. október 2024 11:02 Í amstri dagsins getur verið breytilegt hvar í forgangsröðuninni ástarsambandið lendir. Í tilhugalífinu kemst fátt annað að en tilvonandi maki og erum við mörg vakin og sofin yfir samskiptum, hittingum, nánd og spenningi. Þegar við höfum svo landað laxinum og árin líða bætist við heimili og jafnvel börn eða hundur. Spenningurinn dvínar og alvara lífsins tekur við. Mörg fara þá að forgangsraða börnunum, uppeldinu, vinnunni og félagslífinu ofar en makanum. Þegar það gerist dregur oft úr tilfinningalegri nánd í sambandinu. Þarf að bregðast við því ? og ef já, þá hvernig? Tilfinningaleg nánd leggur sterkan grunn að góðu parsambandi og er grunnforsenda fyrir því að viðhalda heilbrigðu langtíma sambandi. Tilfinningaleg nánd er djúp tenging á milli tveggja aðila sem einkennist af sameiginlegum skilningi, samkennd og trausti. Það er getan til að eiga í opnum samskiptum um tilfinningar sínar, hugsanir og upplifanir. Í því felst að þekkja maka sinn inn og út og vinna að því statt og stöðugt að tengjast tilfinningalega. Góðar leiðir til þess að viðhalda og styrkja tilfinningalega nánd í ástarsambandinu er að venja sig á að sýna maka sínum blíðuhót daglega, létt snerting, faðmlag eða koss kemur okkur langt í amstri dagsins. Falleg orð sem sýna væntumþykju, viðvik og að verja tíma saman styrkir tilfinningatengslin okkar. Það getur verið gaman og ganglegt að skipuleggja tilkomumikil stefnumót en vellukkuð leiðindastund heimafyrir skilar líka miklu í bankann. Þegar öllu er á botninn hvolft þá snýst þetta um að gefa sér tíma til að eiga í innihaldsríkum samræðum um vonir og væntingar okkar til lífsins og sambandsins, drauma okkar og ótta – á mannamáli, fara reglulega á trúnó! Sé upplifun okkar sú að sambandið hafi glatað tilfinningalegri nánd og við rötum ekki til baka er mjög gagnlegt að leita sér aðstoðar. Fjölskyldufræðingar hafa lokið klínísku námi og veita meðferð fyrir pör byggða á gagnreyndum aðferðum. Fjölskyldumeðferð byggir meðal annars á tengslakenningum þar sem gengið er út frá því að tengslastíllinn sem við þróum í æsku fylgi okkur inn í ástarsambönd á fullorðinsárum. Tengslastíll okkar hefur áhrif á hvernig við eigum í samskiptum, tökumst á við áskoranir og færni okkar til að hlúa að tilfinningalegri nánd. Höfundur er fjölskyldufræðingur hjá Auðnast Klíník. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Sjá meira
Í amstri dagsins getur verið breytilegt hvar í forgangsröðuninni ástarsambandið lendir. Í tilhugalífinu kemst fátt annað að en tilvonandi maki og erum við mörg vakin og sofin yfir samskiptum, hittingum, nánd og spenningi. Þegar við höfum svo landað laxinum og árin líða bætist við heimili og jafnvel börn eða hundur. Spenningurinn dvínar og alvara lífsins tekur við. Mörg fara þá að forgangsraða börnunum, uppeldinu, vinnunni og félagslífinu ofar en makanum. Þegar það gerist dregur oft úr tilfinningalegri nánd í sambandinu. Þarf að bregðast við því ? og ef já, þá hvernig? Tilfinningaleg nánd leggur sterkan grunn að góðu parsambandi og er grunnforsenda fyrir því að viðhalda heilbrigðu langtíma sambandi. Tilfinningaleg nánd er djúp tenging á milli tveggja aðila sem einkennist af sameiginlegum skilningi, samkennd og trausti. Það er getan til að eiga í opnum samskiptum um tilfinningar sínar, hugsanir og upplifanir. Í því felst að þekkja maka sinn inn og út og vinna að því statt og stöðugt að tengjast tilfinningalega. Góðar leiðir til þess að viðhalda og styrkja tilfinningalega nánd í ástarsambandinu er að venja sig á að sýna maka sínum blíðuhót daglega, létt snerting, faðmlag eða koss kemur okkur langt í amstri dagsins. Falleg orð sem sýna væntumþykju, viðvik og að verja tíma saman styrkir tilfinningatengslin okkar. Það getur verið gaman og ganglegt að skipuleggja tilkomumikil stefnumót en vellukkuð leiðindastund heimafyrir skilar líka miklu í bankann. Þegar öllu er á botninn hvolft þá snýst þetta um að gefa sér tíma til að eiga í innihaldsríkum samræðum um vonir og væntingar okkar til lífsins og sambandsins, drauma okkar og ótta – á mannamáli, fara reglulega á trúnó! Sé upplifun okkar sú að sambandið hafi glatað tilfinningalegri nánd og við rötum ekki til baka er mjög gagnlegt að leita sér aðstoðar. Fjölskyldufræðingar hafa lokið klínísku námi og veita meðferð fyrir pör byggða á gagnreyndum aðferðum. Fjölskyldumeðferð byggir meðal annars á tengslakenningum þar sem gengið er út frá því að tengslastíllinn sem við þróum í æsku fylgi okkur inn í ástarsambönd á fullorðinsárum. Tengslastíll okkar hefur áhrif á hvernig við eigum í samskiptum, tökumst á við áskoranir og færni okkar til að hlúa að tilfinningalegri nánd. Höfundur er fjölskyldufræðingur hjá Auðnast Klíník.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun