Eva Dögg flytur sig um kjördæmi og Paola í þriðja sætið Atli Ísleifsson skrifar 22. október 2024 11:31 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Eva Dögg Davíðsdóttir og Paola Cardenas munu skipa efstu sæti lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi samkvæmt tillögu uppstillingarnefndar. Uppstillinganefnd Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi mun leggja til á kjördæmisráðsþingi í Kópavogi í kvöld að Guðmundur Ingi Guðbrandsson, þingmaður og varaformaður Vinstri grænna, leiði lista VG í kjördæminu. Samkvæmt tillögunni mun Eva Dögg Davíðsdóttir þingmaður skipa annað sæti listans og Paola Cardenas, lektor félagsráðgjafadeildar við Háskóla Íslands og sálfræðingur og teymistjóri hjá Barnahúsi, það þriðja. Eva Dögg tók sæti á þingi þegar Katrín Jakobsdóttir lét af þingmennsku í vor en hún skipaði þriðja sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður í kosningunum 2021. Þetta kemur fram í pósti frá Vinstri grænum. Guðmundur Ingi var einnig oddviti listans fyrir síðustu kosningar og tók fyrst sæti á þingi þá. Hann var umhverfis- og auðlindaráðherra á árunum 2017 til 2021, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra 2021 til 2024 og ráðherra norrænna samstarfsmála 2021 til 2024. „Eva Dögg útskrifaðist með BA-próf í mannfræði frá Háskóla Íslands árið 2012, diplómu í alþjóðasamskiptum frá VID Specialized University árið 2013, og lauk meistaragráðu í breytingastjórnun með áherslu á sjálfbærni frá Háskólanum í Stavanger árið 2015. Hún hefur einnig stundað doktorsnám í umhverfis- og þróunarfræðum við Norwegian University of Life Sciences og var meðhöfundur matskýrslu sérfræðingahóps milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) um aðlögun og aðgerðir (2022). Áður en hún hóf störf á Alþingi starfaði Eva Dögg sem sérfræðingur í sjálfbærnimálum hjá Allianz SE í München, auk þess að vera pólitískur ráðgjafi fyrir flokkahóp Norrænna vinstri grænna í Norðurlandaráði. Uppstillinganefnd leggur til að Paola Cardenas lektor félagsráðgjafadeildar við Háskóla Íslands og sálfræðingur og teymistjóri hjá Barnahúsi skipi þriðja sætið. Paola varði doktorsritgerð sína í sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2023, en hún fjallaði um andlega heilsu barna og ungmenna í hópi umsækjenda um alþjóðlega vernd á Íslandi. Paola hefur stundað kennslu við Háskólann í Reykjavík og starfaði áður hjá sem sálfræðingur og yfirsálfræðingur hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, verkefnastjóri í málefum innflytjenda og barna- og ungmennamálum hjá Rauðakrossinum á Íslandi og sem ráðgjafi hjá Barna- og unglingadeild Landspítalans. Hún er einnig barnabókahöfundur. Hún hefur verið formaður Innflytjendaráðs frá árinu 2022,“ segir í póstinum. Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Suðvesturkjördæmi Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Samkvæmt tillögunni mun Eva Dögg Davíðsdóttir þingmaður skipa annað sæti listans og Paola Cardenas, lektor félagsráðgjafadeildar við Háskóla Íslands og sálfræðingur og teymistjóri hjá Barnahúsi, það þriðja. Eva Dögg tók sæti á þingi þegar Katrín Jakobsdóttir lét af þingmennsku í vor en hún skipaði þriðja sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður í kosningunum 2021. Þetta kemur fram í pósti frá Vinstri grænum. Guðmundur Ingi var einnig oddviti listans fyrir síðustu kosningar og tók fyrst sæti á þingi þá. Hann var umhverfis- og auðlindaráðherra á árunum 2017 til 2021, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra 2021 til 2024 og ráðherra norrænna samstarfsmála 2021 til 2024. „Eva Dögg útskrifaðist með BA-próf í mannfræði frá Háskóla Íslands árið 2012, diplómu í alþjóðasamskiptum frá VID Specialized University árið 2013, og lauk meistaragráðu í breytingastjórnun með áherslu á sjálfbærni frá Háskólanum í Stavanger árið 2015. Hún hefur einnig stundað doktorsnám í umhverfis- og þróunarfræðum við Norwegian University of Life Sciences og var meðhöfundur matskýrslu sérfræðingahóps milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) um aðlögun og aðgerðir (2022). Áður en hún hóf störf á Alþingi starfaði Eva Dögg sem sérfræðingur í sjálfbærnimálum hjá Allianz SE í München, auk þess að vera pólitískur ráðgjafi fyrir flokkahóp Norrænna vinstri grænna í Norðurlandaráði. Uppstillinganefnd leggur til að Paola Cardenas lektor félagsráðgjafadeildar við Háskóla Íslands og sálfræðingur og teymistjóri hjá Barnahúsi skipi þriðja sætið. Paola varði doktorsritgerð sína í sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2023, en hún fjallaði um andlega heilsu barna og ungmenna í hópi umsækjenda um alþjóðlega vernd á Íslandi. Paola hefur stundað kennslu við Háskólann í Reykjavík og starfaði áður hjá sem sálfræðingur og yfirsálfræðingur hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, verkefnastjóri í málefum innflytjenda og barna- og ungmennamálum hjá Rauðakrossinum á Íslandi og sem ráðgjafi hjá Barna- og unglingadeild Landspítalans. Hún er einnig barnabókahöfundur. Hún hefur verið formaður Innflytjendaráðs frá árinu 2022,“ segir í póstinum.
Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Suðvesturkjördæmi Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira