ESB: Engar áhyggjur Kjartan Valgarðsson skrifar 22. október 2024 12:17 Samfylkingin hefur frá stofnun verið fylgjandi inngöngu Íslands í Evrópusambandið og upptöku evru. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sótti um inngöngu í ESB. Össur Skarphéðinsson leiddi viðræður okkar við ESB. Samfylkingin er enn sama sinnis. Það er engin ástæða til að draga í efa. Hitt er annað mál hvað Samfylkingin leggur áherslu á í kosningum. Samfylkingin hefur verið að færa sig nær verkalýðshreyfingunni undir forystu Kristrúnar Frostadóttur og nú má segja að sé gott talsamband og samstarf milli flokks og hreyfingar. Verkalýðshreyfingin berst á tvennum vígstöðvum: á götunni/við samningaborðið og í þinginu. Við höfum satt best að segja ekki verið nógu flink í kosningum fram að þessu, við höfum sett fram of mörg stefnumál, eiginlega öll, skilaboðin verið óljós (hver man ekki eftir „Líf í lit“) og samkvæmt rannsóknum þá hefur almenningur átt erfitt með að átta sig á fyrir hvað við stöndum. Þetta er breytt. Nú leggjum við áherslu á kjör og lífsaðstæður venjulegt vinnandi fólks með skýrri stefnumökum og strategíu sem dregur fram trausta efnahagsstjórn sem er grunnurinn fyrir því að við getum komið umbótum í heilbrigðiskerfinu, samgöngum (svo fólk komist í vinnu og til læknis) og húsnæðismálum í framkvæmd. Fólk sem hefur áhyggjur af næstu mánaðamótum er ekki upptekið af því hvort við séum á leiðinni í ESB eða ekki. Áhugafólk um akademískar samræður í 101 og 107 telur það hins vegar skipta öllu. Hvað bíður þá okkar Evrópusinna? Ef 32 þingmenn eða fleiri koma upp úr kjörkössunum 30. nóbember sem eru hlyntir inngöngu Íslans í Evrópusambandið þá er líklegt að eftirfarandi þingsályktunartillaga verði lögð fram: „Alþingi ályktar að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald og lok viðræðna Íslands við Evrópusambandið.“ Samningsdrögin verða síðan lögð fyrir þjóðina í annari þjóðaratkvæðagreiðslu sem ég vona verði samþykkt. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Valgarðsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Samfylkingin hefur frá stofnun verið fylgjandi inngöngu Íslands í Evrópusambandið og upptöku evru. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sótti um inngöngu í ESB. Össur Skarphéðinsson leiddi viðræður okkar við ESB. Samfylkingin er enn sama sinnis. Það er engin ástæða til að draga í efa. Hitt er annað mál hvað Samfylkingin leggur áherslu á í kosningum. Samfylkingin hefur verið að færa sig nær verkalýðshreyfingunni undir forystu Kristrúnar Frostadóttur og nú má segja að sé gott talsamband og samstarf milli flokks og hreyfingar. Verkalýðshreyfingin berst á tvennum vígstöðvum: á götunni/við samningaborðið og í þinginu. Við höfum satt best að segja ekki verið nógu flink í kosningum fram að þessu, við höfum sett fram of mörg stefnumál, eiginlega öll, skilaboðin verið óljós (hver man ekki eftir „Líf í lit“) og samkvæmt rannsóknum þá hefur almenningur átt erfitt með að átta sig á fyrir hvað við stöndum. Þetta er breytt. Nú leggjum við áherslu á kjör og lífsaðstæður venjulegt vinnandi fólks með skýrri stefnumökum og strategíu sem dregur fram trausta efnahagsstjórn sem er grunnurinn fyrir því að við getum komið umbótum í heilbrigðiskerfinu, samgöngum (svo fólk komist í vinnu og til læknis) og húsnæðismálum í framkvæmd. Fólk sem hefur áhyggjur af næstu mánaðamótum er ekki upptekið af því hvort við séum á leiðinni í ESB eða ekki. Áhugafólk um akademískar samræður í 101 og 107 telur það hins vegar skipta öllu. Hvað bíður þá okkar Evrópusinna? Ef 32 þingmenn eða fleiri koma upp úr kjörkössunum 30. nóbember sem eru hlyntir inngöngu Íslans í Evrópusambandið þá er líklegt að eftirfarandi þingsályktunartillaga verði lögð fram: „Alþingi ályktar að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald og lok viðræðna Íslands við Evrópusambandið.“ Samningsdrögin verða síðan lögð fyrir þjóðina í annari þjóðaratkvæðagreiðslu sem ég vona verði samþykkt. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar í Garðabæ.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar