Fótbolti

Juventus lenti í hökkurum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arda Güler fagnar marki sínu gegn Íslandi í síðustu viku.
Arda Güler fagnar marki sínu gegn Íslandi í síðustu viku. getty/Anton Brink

Juventus segir að einn af aðgöngum félagsins á X hafi verið hakkaður þegar tilkynnt var um félagaskipti tyrkneska leikmannsins Arda Güler.

Á enskum X-aðgangi Juventus var birt mynd af Güler á flugvelli með yfirskriftinni: Velkominn til Juventus, Arda Güler. Þessi rísandi fótboltastjarna er nú hluti af Juventus fjölskyldunni.

Þessar fréttir reyndust þvættingur en óprúttnir aðilar virðast hafa komist í aðgang Juventus á X-inu. Félagið sá til knúið til að senda frá sér yfirlýsingu þess efnis.

„Aðgangur okkar á ensku var hakkaður. Vinsamlegast hunsið fölsku upplýsingarnar sem birtust hérna. Við erum að vinna í málinu,“ sagði í yfirlýsingu Juventus.

Hinn nítján ára Güler leikur með Real Madrid og þykir meðal efnilegustu fótboltamanna heims. Real Madrid keypti hann frá Fenerbahce í fyrra.

Güler skoraði í 2-4 sigri Tyrkja á Íslendingum á Laugardalsvelli í Þjóðadeildinni á mánudaginn í síðustu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×