„Ég átti ekki von á fyrsta sæti“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 22. október 2024 17:15 Lenya Rún brast í grát er úrslitin voru tilkynnt. Vísir Lenya Rún Taha Karim varaþingmaður Pírata hlaut flest atkvæði í prófkjöri flokksins til lista í Reykjavíkurkjördæmunum. Björn Leví Gunnarsson hlaut næstflest atkvæði og munu þau tvö því leiða lista í kjördæmumum tveimur. Úrslitin úr prófkjörinu voru tilkynnt síðdegis. Listana í heild sinni má nálgast neðst í fréttinni. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata hlaut þriðja sæti og Andrés Ingi fjórða. Dóra Björt Guðjónsdóttir og Alexandra Briem borgarfulltrúar koma næstar á eftir. Ekki liggur enn fyrir hvernig listunum tveimur verði stillt upp út frá þessu en ljóst er að Lenya og Björn Leví munu leiða hvor sinn listann. Fimm af sex oddvitum listanna. Á myndina vantar Uglu Stefaníu Kristjönudóttur Jónsdóttur oddvita í Norðvesturkjördæmi.Píratar Í Suðvesturkjördæmi, kraganum, leiðir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Gísli Rafn Ólafsson tekur annað sætið. Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir leiðir í Norðvesturkjördæmi og Theodór Ingi Ólafsson í Norðausturkjördæmi. Bjóst ekki við þessu Lenya, sem skaut sitjandi þingmönnum ref fyrir rass í prófkjörinu, grét úr gleði er úrslitin voru tilkynnt. „Ég var að reyna að stilla væntingunum í hóf. Ég átti ekki von á fyrsta sætinu. Alls ekki,“ sagði Lenya Rún við fréttamann skömmu eftir að úrslitin voru gerð ljós. „Ég held að endurnýjun og einhvers konar nýliðun sé mjög heilbrigð í öllum stjórnmálaflokkum. Maður sér að allir hinir stjórnmálaflokkarnir eru að kynna sitt nýja fólk. Þó svo að ég sé ekki ný í pólitík þá hef ég samt aldrei verið sitjandi þingmaður. Það vantar líka smá breidd í hópinn.“ Lenya segist hafa keyrt á því að líta að gömlum gildum Pírata, keyra á grunnstefnu og beinu lýðræði. „Og ég held það sé bara rosalega mikil eftirspurn eftir þessum heiðarlegu pólum í pólitík. Sérstaklega eftir það sem hefur gengið á síðustu mánuði og síðasta kjörtímabil.“ Píratar hafa ekki mælst háir í skoðanakönnunum undanfarið, hvernig ætlar þú að koma inn í þá baráttu? „Ég held að Píratar þurfi bara að endurheimta sína sérstöðu í íslenskum stjórnmálum, sem er að við erum ekki á þessum hefðbundna pólitíska ás, við erum ekki á pólitíska ásnum vinstri til hægri. Við erum á pólitíska ásnum lýðræði fasismi. Sem ég held við þurfum að endurheimta. Við þurfum að fara aftur í grunnstefnuna okkar og samtvinna það við þau mál sem brenna á fólki í dag.“ Hefði verið til í hærra sæti Fréttamaður ræddi við Alexöndru Briem, Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur og Andrés Inga Jónsson að prófkjörinu loknu. Alexandra kveðst í skýjunum yfir niðurstöðunum. „Við erum að fá ótrúlega öfluga framlínu sem ég held að geti komið af krafti inn í þessa kosningabaráttu. Og sýnt að Píratar geta haldið prófkjör á nokkrum dögum og sýnt fram á að það er ekkert ómögulegt þó það séu skyndikosningar.“ Sem fyrr segir heldur Þórhildur Sunna Ævarsdóttir forystu í sínu kjördæmi. Hún segir ekkert gefið í þessum efnum og þakkar trausið. „Í Pírötum er enginn afsláttur gefinn á lýðræðinu, við erum eini flokkurinn sem heldur prófkjör um allt land og við fengum þessa líka frábæru niðurstöðu út úr því. Góða blöndu af nýliðun of reynslu,“ segir Þórhildur. Andrés Ingi Jónsson þingmaður flokksins hlaut sama sæti á lista og fyrir síðustu kosningar. Aðspurður segist hann hafa verið til í hærra sæti en skipanin henti honum þó vel. „Annað sætið er baráttusæti í Reykjavíkurkjördæmum og ég er bara orðinn vanur því á kosninganótt að fara að sofa úti en vakna sem þingmaður. Þannig að til að þið hafið eitthvað að ræða morguninn eftir kosningar þá býð ég mig fram í það,“ segir Andrés við fréttamann. Unga fólkið kom, sá og sigraði „Ég bjóst við þessu. Við erum búin að vera að kalla eftir framtíðinni og þátttöku unga fólksins í lýðræðinu. Unga fólkið kom, sá og sigraði og mér líst mjög vel á þetta,“ segir Björn Leví Gunnarsson. Halldóra Mogensen, sitjandi þingmaður, er nú komin í baráttusæti. Verður missir af henni ef þetta gengur ekki eftir eins og þið mynduð vilja? „Við rokkum þetta, náum öllum inn og fleirum til. Ég hlakka bara til.“ Listana í heild sinni má nálgast hér að neðan. Enn á eftir að raða á lista Reykjavíkurkjördæmanna tveggja en ljóst er að þar munu Lenya Rún og Björn Leví fara með forystu. Reykjavíkurkjördæmi norður og suður (sameiginlegt): Lenya Rún Taha Karim Björn Leví Gunnarsson Halldóra Mogensen Andrés Ingi Jónsson Dóra Björt Guðjónsdóttir Alexandra Briem Derek Terell Allen Haukur Viðar Alfreðsson Eva Sjöfn Helgadóttir Valgerður Árnadóttir Kristín Vala Ragnarsdóttir Sara Oskarsson Suðvesturkjördæmi Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Gísli Rafn Ólafsson Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Indriði Ingi Stefánsson Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Helga Finnsdóttir Norðvesturkjördæmi Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Sunna Einarsdóttir Pétur Óli Þorvaldsson Sigríður Elsa Álfhildardóttir Norðausturkjördæmi Theodór Ingi Ólafsson Adda Steina Haraldsdóttir Viktor Traustason Rúnar Gunnarsson Guðrún Ágústa Þórdísardóttir Suðurkjördæmi Týr Þórarinsson Álfheiður Eymarsdóttir Bergþór H. Þórðarson Linda Björg Arnheiðardóttir Elísabet Kjarr Ólafsdóttir Fréttin hefur verið uppfærð. Píratar Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Suðvesturkjördæmi Suðurkjördæmi Norðvesturkjördæmi Norðausturkjördæmi Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fullir í flugi Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Sjá meira
Úrslitin úr prófkjörinu voru tilkynnt síðdegis. Listana í heild sinni má nálgast neðst í fréttinni. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata hlaut þriðja sæti og Andrés Ingi fjórða. Dóra Björt Guðjónsdóttir og Alexandra Briem borgarfulltrúar koma næstar á eftir. Ekki liggur enn fyrir hvernig listunum tveimur verði stillt upp út frá þessu en ljóst er að Lenya og Björn Leví munu leiða hvor sinn listann. Fimm af sex oddvitum listanna. Á myndina vantar Uglu Stefaníu Kristjönudóttur Jónsdóttur oddvita í Norðvesturkjördæmi.Píratar Í Suðvesturkjördæmi, kraganum, leiðir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Gísli Rafn Ólafsson tekur annað sætið. Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir leiðir í Norðvesturkjördæmi og Theodór Ingi Ólafsson í Norðausturkjördæmi. Bjóst ekki við þessu Lenya, sem skaut sitjandi þingmönnum ref fyrir rass í prófkjörinu, grét úr gleði er úrslitin voru tilkynnt. „Ég var að reyna að stilla væntingunum í hóf. Ég átti ekki von á fyrsta sætinu. Alls ekki,“ sagði Lenya Rún við fréttamann skömmu eftir að úrslitin voru gerð ljós. „Ég held að endurnýjun og einhvers konar nýliðun sé mjög heilbrigð í öllum stjórnmálaflokkum. Maður sér að allir hinir stjórnmálaflokkarnir eru að kynna sitt nýja fólk. Þó svo að ég sé ekki ný í pólitík þá hef ég samt aldrei verið sitjandi þingmaður. Það vantar líka smá breidd í hópinn.“ Lenya segist hafa keyrt á því að líta að gömlum gildum Pírata, keyra á grunnstefnu og beinu lýðræði. „Og ég held það sé bara rosalega mikil eftirspurn eftir þessum heiðarlegu pólum í pólitík. Sérstaklega eftir það sem hefur gengið á síðustu mánuði og síðasta kjörtímabil.“ Píratar hafa ekki mælst háir í skoðanakönnunum undanfarið, hvernig ætlar þú að koma inn í þá baráttu? „Ég held að Píratar þurfi bara að endurheimta sína sérstöðu í íslenskum stjórnmálum, sem er að við erum ekki á þessum hefðbundna pólitíska ás, við erum ekki á pólitíska ásnum vinstri til hægri. Við erum á pólitíska ásnum lýðræði fasismi. Sem ég held við þurfum að endurheimta. Við þurfum að fara aftur í grunnstefnuna okkar og samtvinna það við þau mál sem brenna á fólki í dag.“ Hefði verið til í hærra sæti Fréttamaður ræddi við Alexöndru Briem, Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur og Andrés Inga Jónsson að prófkjörinu loknu. Alexandra kveðst í skýjunum yfir niðurstöðunum. „Við erum að fá ótrúlega öfluga framlínu sem ég held að geti komið af krafti inn í þessa kosningabaráttu. Og sýnt að Píratar geta haldið prófkjör á nokkrum dögum og sýnt fram á að það er ekkert ómögulegt þó það séu skyndikosningar.“ Sem fyrr segir heldur Þórhildur Sunna Ævarsdóttir forystu í sínu kjördæmi. Hún segir ekkert gefið í þessum efnum og þakkar trausið. „Í Pírötum er enginn afsláttur gefinn á lýðræðinu, við erum eini flokkurinn sem heldur prófkjör um allt land og við fengum þessa líka frábæru niðurstöðu út úr því. Góða blöndu af nýliðun of reynslu,“ segir Þórhildur. Andrés Ingi Jónsson þingmaður flokksins hlaut sama sæti á lista og fyrir síðustu kosningar. Aðspurður segist hann hafa verið til í hærra sæti en skipanin henti honum þó vel. „Annað sætið er baráttusæti í Reykjavíkurkjördæmum og ég er bara orðinn vanur því á kosninganótt að fara að sofa úti en vakna sem þingmaður. Þannig að til að þið hafið eitthvað að ræða morguninn eftir kosningar þá býð ég mig fram í það,“ segir Andrés við fréttamann. Unga fólkið kom, sá og sigraði „Ég bjóst við þessu. Við erum búin að vera að kalla eftir framtíðinni og þátttöku unga fólksins í lýðræðinu. Unga fólkið kom, sá og sigraði og mér líst mjög vel á þetta,“ segir Björn Leví Gunnarsson. Halldóra Mogensen, sitjandi þingmaður, er nú komin í baráttusæti. Verður missir af henni ef þetta gengur ekki eftir eins og þið mynduð vilja? „Við rokkum þetta, náum öllum inn og fleirum til. Ég hlakka bara til.“ Listana í heild sinni má nálgast hér að neðan. Enn á eftir að raða á lista Reykjavíkurkjördæmanna tveggja en ljóst er að þar munu Lenya Rún og Björn Leví fara með forystu. Reykjavíkurkjördæmi norður og suður (sameiginlegt): Lenya Rún Taha Karim Björn Leví Gunnarsson Halldóra Mogensen Andrés Ingi Jónsson Dóra Björt Guðjónsdóttir Alexandra Briem Derek Terell Allen Haukur Viðar Alfreðsson Eva Sjöfn Helgadóttir Valgerður Árnadóttir Kristín Vala Ragnarsdóttir Sara Oskarsson Suðvesturkjördæmi Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Gísli Rafn Ólafsson Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Indriði Ingi Stefánsson Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Helga Finnsdóttir Norðvesturkjördæmi Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Sunna Einarsdóttir Pétur Óli Þorvaldsson Sigríður Elsa Álfhildardóttir Norðausturkjördæmi Theodór Ingi Ólafsson Adda Steina Haraldsdóttir Viktor Traustason Rúnar Gunnarsson Guðrún Ágústa Þórdísardóttir Suðurkjördæmi Týr Þórarinsson Álfheiður Eymarsdóttir Bergþór H. Þórðarson Linda Björg Arnheiðardóttir Elísabet Kjarr Ólafsdóttir Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavíkurkjördæmi norður og suður (sameiginlegt): Lenya Rún Taha Karim Björn Leví Gunnarsson Halldóra Mogensen Andrés Ingi Jónsson Dóra Björt Guðjónsdóttir Alexandra Briem Derek Terell Allen Haukur Viðar Alfreðsson Eva Sjöfn Helgadóttir Valgerður Árnadóttir Kristín Vala Ragnarsdóttir Sara Oskarsson Suðvesturkjördæmi Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Gísli Rafn Ólafsson Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Indriði Ingi Stefánsson Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Helga Finnsdóttir Norðvesturkjördæmi Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Sunna Einarsdóttir Pétur Óli Þorvaldsson Sigríður Elsa Álfhildardóttir Norðausturkjördæmi Theodór Ingi Ólafsson Adda Steina Haraldsdóttir Viktor Traustason Rúnar Gunnarsson Guðrún Ágústa Þórdísardóttir Suðurkjördæmi Týr Þórarinsson Álfheiður Eymarsdóttir Bergþór H. Þórðarson Linda Björg Arnheiðardóttir Elísabet Kjarr Ólafsdóttir
Píratar Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Suðvesturkjördæmi Suðurkjördæmi Norðvesturkjördæmi Norðausturkjördæmi Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fullir í flugi Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Sjá meira