„Össur Skarphéðinsson, líttu þér nær“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 22. október 2024 19:27 Inga Sæland hefur svarað Össuri Skarphéðinssyni fullum hálsi. Inga Sæland formaður Flokks fólksins hefur svarað Össuri Skarphéðinssyni fyrrverandi formanni Samfylkingarinnar vegna ummæla hans um að hún væri valdaspilltur leiðtogi. Hún segir hann ekkert vita um innra starf flokksins og ummæli hans eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. „Ég er bara að koma til að senda kærleikskveðju til Össurar Skarphéðinssonar og vina hans í Samfylkingunni. Það er í raun dapurt að sjá eðli þeirra gjósa hér upp með rógburði, illmælgi og einhverju sem á sér enga stoð í raunveruleikanum,“ segir Inga í myndbandi sem birtist á Facebook síðu sína í dag. Í dag lét Össur þau ummæli falla að Inga væri valdspilltur leiðtogi og hegðun hennar væri með ólíkindum á 21. öldinni. Tilefnið er að forysta flokksins hafnaði Jakobi Frímanni Magnússyni og Tómasi A. Tómassyni í aðdraganda Alþingiskosninganna. „Inga Sæland talar sig móða um skort á lýðræði – nú síðast þegar starfsstjórn var í myndun – en á sama tíma tekur hún sér alræðisvald innan Flokks fólksins, þverbrýtur reglur hans og lög og rekur þingmenn úr framboði af því þeir dansa ekki algerlega eftir hennar höfði,“ sagði Össur meðal annars. „Össur Skarphéðinsson er ekki regluvörður Flokks fólksins. Hann veit ekkert um innra starf Flokks fólksins. Hann veit ekkert hversu lýðræðislegt og fallegt starf Flokks fólksins er, hversu smurð og falleg kosningavél okkar er og hvað við höldum þétt utan um hvert annað í allri okkar baráttu. Þannig að ég segi bara áfram veginn, og Össur Skarphéðinsson, líttu þér nær. Og hugaðu að þinni eigin kosningabaráttu og lofaðu öðrum að fá að vera í friði, sem finna gull á nýju miði,“ segir Inga Flokkur fólksins Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Sjá meira
„Ég er bara að koma til að senda kærleikskveðju til Össurar Skarphéðinssonar og vina hans í Samfylkingunni. Það er í raun dapurt að sjá eðli þeirra gjósa hér upp með rógburði, illmælgi og einhverju sem á sér enga stoð í raunveruleikanum,“ segir Inga í myndbandi sem birtist á Facebook síðu sína í dag. Í dag lét Össur þau ummæli falla að Inga væri valdspilltur leiðtogi og hegðun hennar væri með ólíkindum á 21. öldinni. Tilefnið er að forysta flokksins hafnaði Jakobi Frímanni Magnússyni og Tómasi A. Tómassyni í aðdraganda Alþingiskosninganna. „Inga Sæland talar sig móða um skort á lýðræði – nú síðast þegar starfsstjórn var í myndun – en á sama tíma tekur hún sér alræðisvald innan Flokks fólksins, þverbrýtur reglur hans og lög og rekur þingmenn úr framboði af því þeir dansa ekki algerlega eftir hennar höfði,“ sagði Össur meðal annars. „Össur Skarphéðinsson er ekki regluvörður Flokks fólksins. Hann veit ekkert um innra starf Flokks fólksins. Hann veit ekkert hversu lýðræðislegt og fallegt starf Flokks fólksins er, hversu smurð og falleg kosningavél okkar er og hvað við höldum þétt utan um hvert annað í allri okkar baráttu. Þannig að ég segi bara áfram veginn, og Össur Skarphéðinsson, líttu þér nær. Og hugaðu að þinni eigin kosningabaráttu og lofaðu öðrum að fá að vera í friði, sem finna gull á nýju miði,“ segir Inga
Flokkur fólksins Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Sjá meira