Íslenski boltinn

KR heldur á­fram að sækja unga og efni­lega leik­menn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Róbert Elís og Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR.
Róbert Elís og Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR. KR

Róbert Elís Hlynsson er genginn í raðir KR frá Lengjudeildarliði ÍR. Hann skrifar undir þriggja ára samning í Vesturbænum.

Róbert Elís fæddur árið 2007 og leikur öllu jafna á miðjunni. Hann er uppalinn hjá ÍR og lék þar 28 deild- og bikarleiki í sumar. Þá á hann að baki 13 leiki fyrir yngri landslið Íslands.

Hann er enn einn ungi og efnilegi leikmaðurinn sem semur í Vesturbænum. Fyrir hafði KR samið við markvörðinn Halldór Snæ Georgsson, miðvörðinn Júlíus Má Júlíusson (báðir Fjölnir) og framherjann Jakob Gunnar Sigurðsson (Völsungur).

Ljóst er að KR-ingar, sem sitja í 8. sæti Bestu deildarinnar fyrir lokaumferðina, mæta með mikið breytt lið til leiks á næsta ári en Vesturbæingar höfðu þegar samið við:

Um mitt sumar gengu Ástbjörn Þórðarson, Gyrðir Hrafn Guðbrandsson og Guðmundur Andri Tryggvason allir til liðs við uppeldisfélag sitt KR en sá síðastnefndi hefur ekki enn náð að leika með liðinu á leiktíðinni vegna meiðsla.

KR mætir HK í lokaumferð Bestu deildar karla. Sá leikur fer fram í Laugardalnum þar sem grasvöllur KR-inga er ekki talinn leikhæfur. Þá er vonast til að þar verði lagt gervigras sem fyrst svo liðið geti leikið alla heimaleiki sína á næstu leiktíð í Vesturbænum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×