„Rými sem þarf að fylla og mér fannst liðið svara því vel“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. október 2024 21:15 Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, þurfti að leggjast yfir leikskipulagið í vikunni eftir að Aron Pálmarsson fór. Vísir / Anton Brink Sigursteinn Arndal, þjálfari FH sem vann Sävehof 34-30 í Evrópudeildinni, var sáttur með svar sinna manna eftir erfiða viku og segir liðið vera að stíga skref í rétta átt. „Ofboðslega ánægður með mitt lið. Við áttum gott samtal í hálfleik þó það var margt sem var í góðu lagi. Við vorum með fáa tapaða bolta, vorum þolinmóðir en varnarlega vantaði okkur aðeins upp á og við fórum yfir það. Við fundum það í hálfleik að þetta væri lið sem við eigum að geta unnið,“ sagði Sigursteinn fljótlega eftir leik. Gestirnir voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik en FH kom af krafti út í seinni hálfleik. „Já, það var einmitt meiri ákefð og bara að ætla sér hlutina. Aðeins að sleppa af sér beislinu, það er nefnilega ansi oft hægt að flækja þetta sport en við ákváðum að einfalda þetta og setja hjarta í þetta.“ Svöruðu vel eftir erfiða viku Fyrir viku síðan steinlá FH gegn Gummersbach og tapaði með nítján mörkum. Síðan þá hefur Aron Pálmarsson farið frá félaginu og Jóhannes Berg Andrason meiðst. „Það er ekkert leyndarmál að þetta er búið að vera erfið vika. Bæði erum við í ágætlega þéttu prógrammi og svo eins og alþjóð veit þá missum við Aron. Á laugardaginn getur Jóhannes ekki stigið í löppina eftir Gróttuleikinn. Það reynir alveg á liðið okkar en það er þess vegna sem ég er extra stoltur og ánægður með mitt lið.“ Stjörnuframmistöður Þegar menn detta út verða aðrir að stíga upp og það var svo sannarlega raunin í kvöld. „[Ásbjörn Friðriksson] steig svo sannarlega upp í seinni hálfleik og spilaði eins og við höfum svo margoft séð áður hérna í Krikanum.“ „Annar maður sem stendur vaktina allan tímann og er ekki kominn með bílpróf, Garðar Örn Sindrason [fæddur 2007], það var sífelld ógn af honum í dag. Hrikalega ánægður með hvað hann tók margar árásir, dró til sín og skilaði mörgum góðum mörkum. Án þess að ætla að draga menn út úr FH-liðinu, sem var allt frábært.“ Garðar Örn Sindrason var síógnandi og skoraði sex mörkvísir / anton brink FH bregst vel við Það er væntanlega mikið ánægjuefni fyrir þjálfarann, að sjá menn stíga upp í annarra stað, og svara tapinu í síðustu viku jafnvel og raunin varð í kvöld. „Ég held að við séum að bregðast vel við, samkvæmt kvöldinu í kvöld. En ég ætla ekkert að neita því, þetta var erfið vika. Við erum að missa hrikalega góðan félaga frá okkur, ekkert nema skilningur á hans aðstæðum en þetta breytir því ekki að þegar svona stór prófíll fer þá myndast rými sem þarf að fylla og mér fannst liðið svara því vel í dag.“ Skella sér til Svíþjóðar FH hefur nú heila viku til að undirbúa sig fyrir næsta leik við Sävehof í Svíþjóð. „Nú ætlum við bara að vera svolítið glaðir í einn, tvo daga, leyfa okkur það. Njóta kvöldsins og frí á morgun. Svo bara höldum við áfram, eins og við erum margoft búnir að tyggja, við ætlum að nýta þessa Evrópukeppni til að bæta okkur. Verða betri einstaklingar, betra lið, og kvöldið í kvöld var skref í þá átt,“ sagði Sigursteinn að lokum. FH Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Sjá meira
„Ofboðslega ánægður með mitt lið. Við áttum gott samtal í hálfleik þó það var margt sem var í góðu lagi. Við vorum með fáa tapaða bolta, vorum þolinmóðir en varnarlega vantaði okkur aðeins upp á og við fórum yfir það. Við fundum það í hálfleik að þetta væri lið sem við eigum að geta unnið,“ sagði Sigursteinn fljótlega eftir leik. Gestirnir voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik en FH kom af krafti út í seinni hálfleik. „Já, það var einmitt meiri ákefð og bara að ætla sér hlutina. Aðeins að sleppa af sér beislinu, það er nefnilega ansi oft hægt að flækja þetta sport en við ákváðum að einfalda þetta og setja hjarta í þetta.“ Svöruðu vel eftir erfiða viku Fyrir viku síðan steinlá FH gegn Gummersbach og tapaði með nítján mörkum. Síðan þá hefur Aron Pálmarsson farið frá félaginu og Jóhannes Berg Andrason meiðst. „Það er ekkert leyndarmál að þetta er búið að vera erfið vika. Bæði erum við í ágætlega þéttu prógrammi og svo eins og alþjóð veit þá missum við Aron. Á laugardaginn getur Jóhannes ekki stigið í löppina eftir Gróttuleikinn. Það reynir alveg á liðið okkar en það er þess vegna sem ég er extra stoltur og ánægður með mitt lið.“ Stjörnuframmistöður Þegar menn detta út verða aðrir að stíga upp og það var svo sannarlega raunin í kvöld. „[Ásbjörn Friðriksson] steig svo sannarlega upp í seinni hálfleik og spilaði eins og við höfum svo margoft séð áður hérna í Krikanum.“ „Annar maður sem stendur vaktina allan tímann og er ekki kominn með bílpróf, Garðar Örn Sindrason [fæddur 2007], það var sífelld ógn af honum í dag. Hrikalega ánægður með hvað hann tók margar árásir, dró til sín og skilaði mörgum góðum mörkum. Án þess að ætla að draga menn út úr FH-liðinu, sem var allt frábært.“ Garðar Örn Sindrason var síógnandi og skoraði sex mörkvísir / anton brink FH bregst vel við Það er væntanlega mikið ánægjuefni fyrir þjálfarann, að sjá menn stíga upp í annarra stað, og svara tapinu í síðustu viku jafnvel og raunin varð í kvöld. „Ég held að við séum að bregðast vel við, samkvæmt kvöldinu í kvöld. En ég ætla ekkert að neita því, þetta var erfið vika. Við erum að missa hrikalega góðan félaga frá okkur, ekkert nema skilningur á hans aðstæðum en þetta breytir því ekki að þegar svona stór prófíll fer þá myndast rými sem þarf að fylla og mér fannst liðið svara því vel í dag.“ Skella sér til Svíþjóðar FH hefur nú heila viku til að undirbúa sig fyrir næsta leik við Sävehof í Svíþjóð. „Nú ætlum við bara að vera svolítið glaðir í einn, tvo daga, leyfa okkur það. Njóta kvöldsins og frí á morgun. Svo bara höldum við áfram, eins og við erum margoft búnir að tyggja, við ætlum að nýta þessa Evrópukeppni til að bæta okkur. Verða betri einstaklingar, betra lið, og kvöldið í kvöld var skref í þá átt,“ sagði Sigursteinn að lokum.
FH Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Sjá meira