Innlent

Tekur ekki sæti á lista og hættir í flokknum

Atli Ísleifsson skrifar
Valgerður Árnadóttir lítur nú á sig sem óflokksbundinn umhverfis- og dýraverndunarsinna.
Valgerður Árnadóttir lítur nú á sig sem óflokksbundinn umhverfis- og dýraverndunarsinna.

Valgerður Árnadóttir, formaður Pírata í Reykjavík, hefur ákveðið að taka ekki sæti á lista Pírata í komandi kosningum og sömuleiðis segja af sér formennski Pírata í Reykjavík.

Valgerður greinir frá þessu á Facebook í morgun. Hún hafnaði í 10. sæti í prófkjöri Pírata í Reykjavík sem þýðir að hún myndi skipa 5. sæti á lista flokksins í öðru Reykjavíkurkjördæmanna.

„Það má héðan af líta á mig sem óflokksbundinn umhverfis-og dýravelferðarsinna, ég mun hvergi nærri hætta þeirri baráttu og tel mig jafnvel geta gert meira gagn án þess að tengjast stjórnmálaflokki.

Takk öll sem hafið stutt mig, þið eruð ómetanleg,“ segir Valgerður í færslu sinni.

Að neðan má sjá niðurstöðu úr prófkjöri Pírata fyrir Reykjavíkurkjördæmin tvö:

  1. Lenya Rún Taha Karim
  2. Björn Leví Gunnarsson
  3. Halldóra Mogensen
  4. Andrés Ingi Jónsson
  5. Dóra Björt Guðjónsdóttir
  6. Alexandra Briem
  7. Derek Terell Allen
  8. Haukur Viðar Alfreðsson
  9. Eva Sjöfn Helgadóttir
  10. Valgerður Árnadóttir
  11. Kristín Vala Ragnarsdóttir
  12. Sara Oskarsson

Tengdar fréttir

„Ég átti ekki von á fyrsta sæti“

Lenya Rún Taha Karim varaþingmaður Pírata hlaut flest atkvæði í prófkjöri flokksins til lista í Reykjavíkurkjördæmunum. Björn Leví Gunnarsson hlaut næstflest atkvæði og munu þau tvö því leiða lista í kjördæmumum tveimur. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×