Þetta kemur fram í færslu hjá Bakgarði Náttúruhlaupa á samfélagsmiðlum en íslenska landsliðið bætir árangur sinn frá því á HM fyrir tveimur árum síðan um 211 hringi hvorki meira né minna.
Íslenska landsliðið var skipað fimmtán hlaupurum sem tryggðu sér sæti í liðinu út frá árangri í bakgarðskeppnum á tímabilinu ágúst 2022 til ágúst 2024.
Það var Þorleifur Þorleifsson sem að hljóp lengst af íslensku keppendunum og það á nýju Íslandsmeti upp á 62 hringi eða því sem að nemur rúmum 415 kílómetrum.