Greina matinn sem börnin á Mánagarði borðuðu Jón Þór Stefánsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 23. október 2024 12:58 Frá Mánagarði í morgunsárið. Þar var lokað í dag og óvíst með framhaldið. Vísir/KTD Mikil vinna stendur yfir hjá Matvælastofnun, embætti sóttvarnalæknis og heilbrigðiseftirlitinu við að leita að uppruna sýkingar sem leitt hefur til veikinda barna á leikskólanum Mánagarði. Þó nokkur börn hafa verið lögð inn á Landspítalann. Sterkar vísbendingar eru um orsök smitsins. Leikskólastjóri lítur málið alvarlegum augum en fyrsta barnið greindist síðdegis í gær. Mikið álag er á barnaspítalanum vegna E.coli-sýkingar meðal leikskólabarna samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Sex börn voru inniliggjandi þegar mest var fyrir hádegi en voru fjögur nú í hádeginu. Nokkur börn eru minna veik og eru í eftirliti hjá barnadeild Landspítalans. Að minnsta kosti tíu börn eru með einkenni að sögn Guðrúnar Aspelund, sóttvarnalæknis og e.coli smit hefur verið staðfest hjá þremur þeirra. Börnin eru á leikskólanum Mánagarði sem er rekinn af Félagsstofnun stúdenta við Eggertsgötu í Vesturbæ Reykjavíkur. Um 120 börn eru á leikskólanum. Sóttvarnalæknir fundaði með stýrihópi vegna málsins fyrir hádegi. Sigríður Dóra Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu er meðal þeirra sem sat fundinn. Hún segir stekran grun um ákveðna bakteríu sem sé væntanlega matarborin. Ekki liggi fyrir hvaðan hún kom. „Það er verið að taka sýni úr matvælum,“ segir Sigríður Dóra. Um sé að ræða sama mat og borðaður hefur verið á leikskólanum nema óeldaður. Sérfræðingar Matvælastofnunar og heilbrigðiseftirlitsins standi í greiningum. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir tjáði fréttastofu í morgun að um væri að ræða bakteríu sem geti valdið alvarlegri meltingarsýkingu og verið sérstaklega hættuleg börnum. „Oft gengur þetta yfir að sjálfu sér. Það á ekki að nota nein sýklalyf gegn þessu. Þetta er matartengd sýking yfirleitt. Þetta er svokölluð súna, þannig að þessi baktería kemur upprunalega frá dýrum. Getur komið beint frá dýrum en oftast er þetta matartengt. Þetta getur líka verið í vatni, en er helst í nautakjöti, salati. Þetta er því spurning um hreinlæti og meðhöndlun matar,“ segir Guðrún Aspelund. Meðgöngutími sýkingar er tveir til fjórir dagar. Sýkingin getur verið væg og lítil einkenni en líka gengið hratt með miklum einkennum á skömmum tíma. „Börn sem eru lasin með mikil einkenni, blóðugur niðurgangur, uppköst, hiti, slappleiki, á að vísa á Barnaspítala Hringsins. Börn með nýtilkominn niðurgang eða önnur einkenni sem vekja grun um smit, ráðlagt að senda hægðasýni í ræktun og fylgjast með börnunum. Sama á við um fullorðna einstklinga sem tengjast leikskólanum á einn eða annan hátt,“ segir í tilmælum Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu til starfsfólks. Hugur starfsfólks hjá börnunum Soffía Emelía Bragadóttir, leikskólastjóri Mánaagarðs hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna E.coli sýkingar í leikskólanum. Hún segir málið litið alvarlegum augum og að hugur sinn sé hjá börnunum á leikskólanum og foreldrum þeirra. Hún segir að foreldrar og aðrir hagaðilar muni fá uppfærslur af gangi mála. „Seinnipart þriðjudagsins 22. október greindist barn af leikskólanum Mánagarði með E.coli sýkingu. Í kjölfarið hafa þrjú önnur börn greinst með sýkinguna. Í samráði við sóttvarnayfirvöld var tekin ákvörðun um að loka leikskólanum tímabundið og unnið er nú að rannsókn málsins og sótthreinsun húsnæðisins,“ segir í tilkynningu Soffíu. Hún minnist á að sóttvarnalæknir hafi sett á sérstakan stýrihóp sem muni til að mynda rekja uppruna sýkingarinnar. Þá verði hagaðilar upplýstir um möguleg einkenni ásamt upplýsingum um hvernig skuli bregðast við ef grunur er um smit. Ferlar teknir til skoðunar „Voru allir foreldrar upplýstir um málið í gærkvöldi og hlutu þau einnig leiðbeiningar frá Sóttvarnalækni. Eru foreldrar hvattir til að kynna sér vel leiðbeiningar Sóttvarnalæknis um e.coli sýkingar og fylgjast vel með líðan barna sinna.“ Soffía segir að enn sé beðið eftir upplýsingum frá talsmanni stýrihóps Sóttvarnalæknis en FS hafi nú þegar hafið yfirferð og endurskoðun á öllum ferlum innan leikskólans sem snúa að hreinlæti, matvælum og meðferð þeirra. „Málið er litið mjög alvarlegum augum. Hugur okkar er fyrst og fremst hjá börnum Mánagarðs og foreldrum þeirra. Við munum veita foreldrum og öðrum hagaðilum reglulegar uppfærslur um gang mála og í samstarfi við Sóttvarnarlækni, Heilbrigðiseftirlitið og aðra viðeigandi aðila.“ Landspítalinn Leikskólar Heilbrigðismál Heilbrigðiseftirlit Reykjavík E. coli-sýking á Mánagarði Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Sjá meira
Mikið álag er á barnaspítalanum vegna E.coli-sýkingar meðal leikskólabarna samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Sex börn voru inniliggjandi þegar mest var fyrir hádegi en voru fjögur nú í hádeginu. Nokkur börn eru minna veik og eru í eftirliti hjá barnadeild Landspítalans. Að minnsta kosti tíu börn eru með einkenni að sögn Guðrúnar Aspelund, sóttvarnalæknis og e.coli smit hefur verið staðfest hjá þremur þeirra. Börnin eru á leikskólanum Mánagarði sem er rekinn af Félagsstofnun stúdenta við Eggertsgötu í Vesturbæ Reykjavíkur. Um 120 börn eru á leikskólanum. Sóttvarnalæknir fundaði með stýrihópi vegna málsins fyrir hádegi. Sigríður Dóra Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu er meðal þeirra sem sat fundinn. Hún segir stekran grun um ákveðna bakteríu sem sé væntanlega matarborin. Ekki liggi fyrir hvaðan hún kom. „Það er verið að taka sýni úr matvælum,“ segir Sigríður Dóra. Um sé að ræða sama mat og borðaður hefur verið á leikskólanum nema óeldaður. Sérfræðingar Matvælastofnunar og heilbrigðiseftirlitsins standi í greiningum. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir tjáði fréttastofu í morgun að um væri að ræða bakteríu sem geti valdið alvarlegri meltingarsýkingu og verið sérstaklega hættuleg börnum. „Oft gengur þetta yfir að sjálfu sér. Það á ekki að nota nein sýklalyf gegn þessu. Þetta er matartengd sýking yfirleitt. Þetta er svokölluð súna, þannig að þessi baktería kemur upprunalega frá dýrum. Getur komið beint frá dýrum en oftast er þetta matartengt. Þetta getur líka verið í vatni, en er helst í nautakjöti, salati. Þetta er því spurning um hreinlæti og meðhöndlun matar,“ segir Guðrún Aspelund. Meðgöngutími sýkingar er tveir til fjórir dagar. Sýkingin getur verið væg og lítil einkenni en líka gengið hratt með miklum einkennum á skömmum tíma. „Börn sem eru lasin með mikil einkenni, blóðugur niðurgangur, uppköst, hiti, slappleiki, á að vísa á Barnaspítala Hringsins. Börn með nýtilkominn niðurgang eða önnur einkenni sem vekja grun um smit, ráðlagt að senda hægðasýni í ræktun og fylgjast með börnunum. Sama á við um fullorðna einstklinga sem tengjast leikskólanum á einn eða annan hátt,“ segir í tilmælum Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu til starfsfólks. Hugur starfsfólks hjá börnunum Soffía Emelía Bragadóttir, leikskólastjóri Mánaagarðs hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna E.coli sýkingar í leikskólanum. Hún segir málið litið alvarlegum augum og að hugur sinn sé hjá börnunum á leikskólanum og foreldrum þeirra. Hún segir að foreldrar og aðrir hagaðilar muni fá uppfærslur af gangi mála. „Seinnipart þriðjudagsins 22. október greindist barn af leikskólanum Mánagarði með E.coli sýkingu. Í kjölfarið hafa þrjú önnur börn greinst með sýkinguna. Í samráði við sóttvarnayfirvöld var tekin ákvörðun um að loka leikskólanum tímabundið og unnið er nú að rannsókn málsins og sótthreinsun húsnæðisins,“ segir í tilkynningu Soffíu. Hún minnist á að sóttvarnalæknir hafi sett á sérstakan stýrihóp sem muni til að mynda rekja uppruna sýkingarinnar. Þá verði hagaðilar upplýstir um möguleg einkenni ásamt upplýsingum um hvernig skuli bregðast við ef grunur er um smit. Ferlar teknir til skoðunar „Voru allir foreldrar upplýstir um málið í gærkvöldi og hlutu þau einnig leiðbeiningar frá Sóttvarnalækni. Eru foreldrar hvattir til að kynna sér vel leiðbeiningar Sóttvarnalæknis um e.coli sýkingar og fylgjast vel með líðan barna sinna.“ Soffía segir að enn sé beðið eftir upplýsingum frá talsmanni stýrihóps Sóttvarnalæknis en FS hafi nú þegar hafið yfirferð og endurskoðun á öllum ferlum innan leikskólans sem snúa að hreinlæti, matvælum og meðferð þeirra. „Málið er litið mjög alvarlegum augum. Hugur okkar er fyrst og fremst hjá börnum Mánagarðs og foreldrum þeirra. Við munum veita foreldrum og öðrum hagaðilum reglulegar uppfærslur um gang mála og í samstarfi við Sóttvarnarlækni, Heilbrigðiseftirlitið og aðra viðeigandi aðila.“
Landspítalinn Leikskólar Heilbrigðismál Heilbrigðiseftirlit Reykjavík E. coli-sýking á Mánagarði Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Sjá meira