Theodór Elmar hættir og verður aðstoðarþjálfari Valur Páll Eiríksson skrifar 23. október 2024 15:18 Theodór Elmar handsalar samning sem nýr aðstoðarþjálfari við aðalþjálfarann Óskar Hrafn. Mynd/KR Theodór Elmar Bjarnason, leikmaður KR, mun leggja knattspyrnuskóna á hilluna eftir leik KR við HK í Bestu deild karla í fótbolta á laugardag. Hann tekur sæti í þjálfarateymis Vesturbæjarfélagsins. Theodór Elmar ræddi möguleikann á því að hætta fyrr í sumar þegar hræðsla var um að hann hefði slitið krossband. Í ljós kom að meiðsli hans voru ekki eins alvarleg og óttast var og hefur hann leikið áfram með KR í sumar. Hann mun hins vegar ekki spila með liðinu á næsta ári eftir því sem kemur fram í yfirlýsingu KR. Hann mun leggja skóna á hilluna eftir lokaleik tímabilsins við HK á laugardag en heldur þó föstu fyrir í Vesturbænum. Hann verður aðstoðarþjálfari Óskars Hrafns Þorvaldssonar með karlalið félagsins. „Ég legg skóna sáttur á hilluna eftir farsælan og ógleymanlegan feril. Ég hef fengið að upplifa ólíka menningarheima og geng sáttur frá borði. Ég vil þakka öllum stuðningsmönnum, leikmönnum, þjálfurum, starfsmönnum og síðast en ekki síst fjölskyldu minni fyrir þolinmæðina og stuðninginn. Ég get ekki sagt annað en að ég sé spenntur fyrir komandi verkefnum,“ er haft eftir Theodóri Elmari, eða Emma, í yfirlýsingu KR. Theodór Elmar hóf ferilinn hjá KR en hélt ungur að árum til Celtic ásamt Kjartani Henry Finnbogasyni árið 2004. Hann spilaði fyrir félög í Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Tyrklandi og Grikklandi áður en hann hélt heim sumarið 2021 og hefur leikið með KR síðan. Hann spilaði 41 landsleik fyrir Íslands hönd og var meðal leikmanna á fyrsta stórmóti karlalandsliðsins, á EM 2016 þar sem Ísland fór í 8-liða úrslit. Hann lagði upp frægt sigurmark Arnórs Ingva Traustasonar í leik Íslands við Austurríki í riðlakeppninni á því móti. Samhliða því að spila fyrir KR hefur Theodór Elmar þjálfað 2. flokk KR í sumar ásamt Valþóri Hilmari Halldórssyni. Nú þegar skórnir fara á hilluna frægu mun hann nú snúa sér alfarið að þjálfun og aðstoða Óskar með meistaraflokkinn. „Það er fagnaðarefni að fá Emma inn í þjálfarateymi meistaraflokks karla. Þekking hans og reynsla mun verða mikilvæg fyrir leikmannahópinn og við hlökkum til að sjá hann þroskast og dafna í nýju hlutverki,“ er haft eftir Óskari Hrafni Þorvaldssyni, þjálfara KR, í yfirlýsingunni. Hana má sjá í heild sinni að neðan. KR mætir HK í lokaleik Emma á ferlinum, þó ekki á KR-velli, sem er óleikhæfur. Leikurinn er klukkan 14:00 á laugardag og fer fram á heimavelli Þróttar í Laugardal. KR Íslenski boltinn Fótbolti Besta deild karla Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn „Holan var of djúp“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Besta kvenna og umspil NBA Sport Fleiri fréttir „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Sjá meira
Theodór Elmar ræddi möguleikann á því að hætta fyrr í sumar þegar hræðsla var um að hann hefði slitið krossband. Í ljós kom að meiðsli hans voru ekki eins alvarleg og óttast var og hefur hann leikið áfram með KR í sumar. Hann mun hins vegar ekki spila með liðinu á næsta ári eftir því sem kemur fram í yfirlýsingu KR. Hann mun leggja skóna á hilluna eftir lokaleik tímabilsins við HK á laugardag en heldur þó föstu fyrir í Vesturbænum. Hann verður aðstoðarþjálfari Óskars Hrafns Þorvaldssonar með karlalið félagsins. „Ég legg skóna sáttur á hilluna eftir farsælan og ógleymanlegan feril. Ég hef fengið að upplifa ólíka menningarheima og geng sáttur frá borði. Ég vil þakka öllum stuðningsmönnum, leikmönnum, þjálfurum, starfsmönnum og síðast en ekki síst fjölskyldu minni fyrir þolinmæðina og stuðninginn. Ég get ekki sagt annað en að ég sé spenntur fyrir komandi verkefnum,“ er haft eftir Theodóri Elmari, eða Emma, í yfirlýsingu KR. Theodór Elmar hóf ferilinn hjá KR en hélt ungur að árum til Celtic ásamt Kjartani Henry Finnbogasyni árið 2004. Hann spilaði fyrir félög í Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Tyrklandi og Grikklandi áður en hann hélt heim sumarið 2021 og hefur leikið með KR síðan. Hann spilaði 41 landsleik fyrir Íslands hönd og var meðal leikmanna á fyrsta stórmóti karlalandsliðsins, á EM 2016 þar sem Ísland fór í 8-liða úrslit. Hann lagði upp frægt sigurmark Arnórs Ingva Traustasonar í leik Íslands við Austurríki í riðlakeppninni á því móti. Samhliða því að spila fyrir KR hefur Theodór Elmar þjálfað 2. flokk KR í sumar ásamt Valþóri Hilmari Halldórssyni. Nú þegar skórnir fara á hilluna frægu mun hann nú snúa sér alfarið að þjálfun og aðstoða Óskar með meistaraflokkinn. „Það er fagnaðarefni að fá Emma inn í þjálfarateymi meistaraflokks karla. Þekking hans og reynsla mun verða mikilvæg fyrir leikmannahópinn og við hlökkum til að sjá hann þroskast og dafna í nýju hlutverki,“ er haft eftir Óskari Hrafni Þorvaldssyni, þjálfara KR, í yfirlýsingunni. Hana má sjá í heild sinni að neðan. KR mætir HK í lokaleik Emma á ferlinum, þó ekki á KR-velli, sem er óleikhæfur. Leikurinn er klukkan 14:00 á laugardag og fer fram á heimavelli Þróttar í Laugardal.
KR Íslenski boltinn Fótbolti Besta deild karla Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn „Holan var of djúp“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Besta kvenna og umspil NBA Sport Fleiri fréttir „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Sjá meira