Dyggðaskreytingar og grænþvottur kapítalismans Jakob Bjarnar skrifar 24. október 2024 07:04 Snorri úttalaði sig um rétttrúnað og dyggðaskreytingu og Sólveig Anna reyndist honum hjartanlega sammála en þó út frá eilítið öðrum forsendum; um grænþvott stórfyrirtækja. Merkingarleysið sé sláandi. Vísir/Vilhelm Framboðslistar stjórnmálaflokkanna eru jafnt og þétt að taka á sig mynd fyrir komandi alþingiskosningar. Pallborð Vísis tók stikkprufu á hinu svokallaða „frægðarfólki“ sem er nú í framboði og þar var ýmislegt látið flakka sem í frásögur er færandi. Hér fóru greinilega ekki atvinnumenn í pólitík sem vöfðu mál sitt í margfaldan umbúðapappír. Í kosningapallborði fréttastofunnar í gær fékk Elín Margrét Böðvarsdóttir fréttamaður til sín gesti sem eiga það sammerkt að mega heita þekkt andlit en úr öðru samhengi en af vettvangi stjórnmálanna. Öll hafa þau tekið sæti á lista og eru að reima á sig kosningaskóna. Þetta eru þau Snorri Másson fjölmiðlamaður, Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Ólafur Adolfsson lyfsali og fyrrum fótboltakappi. Snorri sækist eftir oddvitasæti hjá Miðflokknum í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu, Ragnar Þór mun leiða Flokk fólksins í Reykjavík norður, Ólafur leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi og Sólveig Anna gefur kost á sér í þriðja sæti hjá Sósíalistaflokknum í Reykjavík suður. Öll hafa þau látið að sér kveða í þjóðmálaumræðu, hvert með sínum hætti. Verkalýðsbaráttan kom fyrst til tals. Sólveig Anna svaraði spurningu Elínar Margrétar sem sagðist hafa séð myndband á netinu sem var af þeim Ragnari, saman í bíl. Í bandalagi um að vera góðir vinir Sólveig sagði þetta ekkert undarlegt. Þau hafi til að mynda verið saman í bandalagi í þarsíðustu lífskjarasamningum ásamt Vilhjálmi Birgissyni verkalýðsfrömuði á Akranesi og Herði Guðbrandssyni hjá Verkalýðsfélagi Grindavíkur og það hafi skilað góðum árangri. „Við fórum ekki saman í gegnum samningana núna, því miður. Við erum oft ósammála en eigum bandalag um að vera áfram góðir vinir.“ Ragnar Þór og Sólveig Anna eru í bandalagi sem gengur út á að vera góðir vinir. Vísir/Vilhelm Ragnar Þór sagði lítið mál að vinna með Sósíalistum til dæmis við að byggja fyrir tekjulægsta fólkið, ekki veiti af. Snorri sagði ekki tímabært að mynda bandalag á þessu stigi, í raun væri enginn grundvöllur til að ræða slíkt. En það liggi fyrir að flókið verði að mynda stjórn eftir kosningar. Ólafur sagði að hann væri til í að vinna með sem flestum. Hann sagði að kosningabaráttan yrði stutt og snörp. Og fyrir fram gerði hann ekki gera ráð fyrir að semja við neina heldur nú væri aðalatriðið að afla atkvæða. En auðvitað væri sá vilji alltaf til staðar hjá Sjálfstæðismönnum að semja til hægri. Elín Margrét reyndi þá að fá upp úr viðmælendum sínum hvaða stefnumál þau væru með önnur kannski en fólk þekkti og gerði ráð fyrir. Það gekk upp og ofan að fá viðmælendur til að svara þeirri spurningu. Ekki alltaf að níðast á fólkinu Ragnar Þór sagði sín áherslumál fyrst og fremst áherslumál verkalýðshreyfingarinnar. „Það er köllun eftir því að forystufólk þar geri sig gildandi á því sviði með þeim áherslum sem við höfum talað fyrir.“ Og þau væru barátta fyrir breytingu á húsnæðiskerfinu og efnahagsmálin í heild sinni sem þar væru fyrirferðamest. Ragnar Þór sagðist ætíð hafa verið áhugamaður um tekjuöflun ríkisins. Ragnar Þór segist vilja fara dönsku leiðina í húsnæðismálum.Vísir/Vilhelm „Ég hef áhuga á því og ég hefði viljað fara norsku leiðina. Norðmenn höfðu kjark og dug til að taka eðlilegan skatt af sínum auðlindum.“ Hann sagði að ríkið ætti að hafa fjölmarga möguleika á að fjármagna sig en þar færu tækifæri forgörðum. Ferðaþjónustan væri til að mynda ekki að greiða sama hlutfall og aðrar atvinnugreinar, orkan væri annað dæmi og þannig mætti lengi áfram telja. „Við eigum að geta gert betur og fara frekar í breiðu bökin en níðast á fólkinu.“ Allur frítími farið í að berjast fyrir hinar vinnandi stéttir Ragnar Þór var greinilega afar áhugasamur um húsnæðismálin og þar vill hann taka upp nýtt kerfi að danskri fyrirmynd. Að þetta sé ekki bara á forsendum bankanna heldur fólksins. Þetta sýni sig trekk í trekk ekki síst með frétt frá í [gær] af afkomu Landsbankans sem hafði grætt fimm milljarða á mánuði bara með vaxtatekjum. „Þetta er meðal annars að koma úr vösum almennings.“ Sólveig Anna skildi að þáttastjórnandi var að sækjast eftir einhverju sem hún væri áhugasöm um fólk almennt ekki vissi. En það væri hægara sagt en í að komast þegar þau tvö áttu í hlut. „Ég hef brunnið svo heitt fyrir því sem ég brenn fyrir og þetta hefur tekið allt plássið í brjósti mér. Þetta er minn aðalfókus, mitt aðal áhugamál. Og allur minn frítími farið í þetta.“ Sólveig Anna sagði að hún hafi alla tíð hafa haft áhuga á málefnum launafólks, hún hafi haft áhuga á þeim málum áður en 2008 rann upp. „Ég vildi óska þess að ég gæti sagt eitthvað á borð við að ég brenni fyrir málefnum katta, en þetta tekur allan minn tíma, allan minn fókus,“ sagði Sólveig Anna. Hún sagðist skoða öll mál út frá því hvort þar væri á einhvern hátt fjallað um réttlætisbaráttu vinnandi fólks. „Ef svo er ekki hef ég ekki áhuga.“ Hættu að væla og komdu að kæla Ólafur var þá spurður, sem fyrrverandi fótboltakappi og lyfsali, hvort það væru einhver mál sem hann vildi skoða sérstaklega? „Þú nefndir heilbrigðiskerfið. Ég hef mikinn áhuga á heilbrigðisþjónustu og þá sérstaklega á landsbyggðinni,“ sagði Ólafur og nefndi efnahagsmálin. Hann sagðist reka fyrirtæki og hann gæti bara ekki annað en haft áhuga á afkomu fyrirtækja. Hagur þeirra sé forsenda þess að hér sé hægt að gera eitthvað.“ Ólafur sagði að það væri til hagsbóta fyrir alla ef fyrirtækin væru ekki sliguð með skattálagningu.Vísir/Vilhelm Snorri klóraði sér í kolli og nefndi þá að Ísland væri að horfa upp á gífurlegan innflutning vinnuafls. „Fimmti hver maður er tiltölulega nýfluttur hingað. Íslenskan, já, en ekki í þröngum skilningi. Hvernig efnahagskerfi ætlum við að byggja upp?“ Snorri sagði að stjórnvöld hlytu að geta byggt upp fjölbreyttari hagvöxt en einfaldlega flytja hann inn. „Íslenskan er eitt mál en hún er hluti miklu stærri myndar. Ég tek það mál ekkert út fyrir sviga,“ sagði Snorri sem taldi að við gætum, í alvöru, byggt upp samfélag sem væri án hliðstæðu. Að teknu tilliti til þeirra auðlinda sem hér er að finna. Snorri vildi fara inn í framtíðina með jákvæðni í fyrirrúmi. Hann taldi hér hafa ráðið neikvæðni og í raun niðurbrot á öllu sem hér hefur verið gert vel. „Ég er hvorki „fanatískur“ til vinstri eða hægri. Þetta er „ballanceruð“ stefna. Miðflokkurinn vill bjóða upp á annan valkost. Ekki þessa fórnarlambsdýrkun og væl.“ „Fyrirtækin mala gull meðan fólkinu blæðir út.“ Ragnar Þór sagði þá að hann gæti fyrir það fyrsta aldrei starfað fyrir flokk sem fjármagnaður væri af sérhagsmunum. „Ég er málsvari fólksins í landinu í gegnum mitt félag og baráttumálin snúa að stöðunni í dag.“ Ragnar var þar að tala um hag millitekju- og láglaunafólks. Og veruleiki fólks væri sitthver, þar sem annar hópurinn sé að missa fasta vexti af húsnæðislánum sínum. Hann sagði að leiga væri komin upp fyrir útborguð lágmarkslaun „Ég er ekki til í að nálgast þetta af sömu bjartsýni.“ Hann sagði einfalt mál að kanna þetta. Allir geti inn á vefstofu hagstofunnar, skoðað þar mælingum neysluvísitölunnar, þar er hækkun húsnæðis sé drifkraftur. Það þurfi að byggja meira. Hann sagði biðlista hjá Bjargi og nýju húsnæðisfélagi sem héti Blær ótrúlega langa. Sólveig Anna og Ragnar Þór hafa engin önnur áhugamál, þau brenna ekki fyrir neinu öðru, en að berjast fyrir launamanninn.Vísir/Vilhelm „Við höfum verið að reyna að koma stjórnmálum í skilning um að það verður ekki ráðinn bugur á þessu nema ráðast gegn rót vandans. Meðan hagnast bankarnir. Fyrirtækin eru að mala gull meðan fólkinu blæðir út.“ Sólveig Anna sagði að rétt væri að sjá til hvernig færi í kosningunum. Hún vildi halda á loft því að Sanna Magdalena sé sannur leiðtogi, hún mælist vinsælasti borgarfulltrúinn enda tali hún hreint út, sé hrein og bein, heiðarleg og hreinskiptin. „Hún hefur reynslu af því að alast upp í þessu vellauðuga landi tækifæranna sem fátækt barn. Hún hefur barist fyrir hagsmunum fólks sem hafa orðið undir í þessu ríka landi.“ Sósíalistar styðja kristin gildi Sólveig Anna sagðist hafa verið sósíalisti frá barnsaldri og eigi því ýmislegt sameiginlegt með Sönnu. „Við styðjumst við kristin gildi, grunngildi kristninnar að beina sjónum ætíð að þeim sem þurfi á því að halda og minna mega sín.“ Sólveig Anna sagði að íslenskt samfélag verði að snúa af þeirri braut sem það hefur verið á, eins og með húsnæðismarkaðinn líkt og Ragnar Þór bendi á. „Skattbyrgði hefur aukist meðan henni hefur verið létt af þeim sem eiga mikið. Ég vona sannarlega að flokknum gangi vel. Sanna komist inn á þing með góðum félögum.“ Hættum að væla, voru skilaboð Sólveigar Önnu.Vísir/Vilhelm Sólveig Anna var þá minnt á, af þáttastjórnanda, að hún væri ef til vill ekki þekkt fyrir að vera manneskja málamiðlana en Sólveig sagði það ekki fá staðist. Hún hafi einmitt gert málamiðlanir hér og þar. Hennar afstaða sé einfaldlega, og hún vonar að Sanna deili þeim sjónarmiðum, að flokkar verði tilbúnir að setja hagsmuni fólks sem skapi þann auð sem sannarlega verður til í þessu landi, í fyrsta sæti. Þá geti hún unnið með hverjum sem er. Hún geri að öðru leyti ekki upp á milli fólks vegna pólitískrar afstöðu sinnar. Hún sé sammála Snorra um að hér sé byggt upp og horft til framtíðar með jákvæðni að leiðarljósi. „Hættum að væla og stöndum upp sterk eins og fólkið í Eflingu hefur ítrekað gert með miklum árangri.“ Fyrirtæki ekkert án starfsfólksins Ólafur var á inntur eftir afstöðu og stöðu Sjálfstæðisflokksins, sem styddi auðvaldið. Er nema von að fólk horfi annað? Ólafur gaf ekki mikið fyrir það í sjálfu sér en sagði rétt að vegna þrúgandi neikvæðni sem hér hafi ríkt þá nenni enginn að fylgjast með pólitík. Hann sé ánægður með að heyra þessa áherslu á jákvæðnina. „Auðvitað eru fyrirtæki ekkert án starfsfólksins. Það skiptir máli að þannig sé búið að efnahagsmálum að öllum sé hér gert að lifa hér með reisn.“ Hann sagði þó að ekki megi gleyma að vinstri mönnum sé tamt að vilja nota skattheimtu meðan hann vilji heldur skapa jákvæðari hvata sem felst í ávinningi fyrir alla – samfélagið í heild. Ólafur minnti á að stjórnvöld hefðu verið að berjast við fordæmalausa stöðu.Vísir/Vilhelm Ólafur sagði rétt sem nefnt var að bæði Samfylking og Miðflokkurinn hafi verið að mælast stærri í skoðanakönnunum en það hafi átt sér stað ákveðin endurnýjun. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki staðið við sín gildi og það er okkar að sækja fylgið til baka. Að styðja við fyrirtæki og sveitarfélög eru lykilatriði til að við fáum fólk til baka. Samtalið er allt eftir. Maður heyrir að það er spenna í fólki, það vill heyra hvort þetta nýja fólk eitthvað nýtt fram að færa. Fjölmiðlamaðurinn neyddur til að svara Elín Margrét sneri sér þá að Snorra og spurði hann hreint út hvort aðrir flokkar hafi komið að máli við hann, henni skildist það? „Já, margir komu að máli við mig,“ sagði Snorri og honum vafðist tunga um tönn. „Eða, ég neyddist til að svara þegar Stefán Einar réðist á mig með þessa spurningu. Það eru allskonar stjórnmálaflokkar sem ræða við mann. En ég tel að stefna Miðflokksins og það fólk sem þar er passi best við mig. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sýnt að hann veður ekki í verkin,“ sagði Snorri. Gestir Pallborðsins eiga það sammerkt að vera þekkt af öðrum vettvangi en stjórnmálanna.Vísir/Vilhelm Hann sagði það ódýrt af hálfu Sjálfstæðisflokksins að vilja ekki gangast við ábyrgð og kenna samstarfsflokkum um hvað eina. Flestir séu sammála um markmiðin en ekki leiðirnar. „Við erum ekki sammála um þjóðnýtingu eins og Sósíalistar, við viljum leysa málin eins og þau blasa við okkur. Það þarf að byggja, útvega lóðir og líka draga úr íþyngjandi regluverki.“ Dyggðaskreyting hefur grafið um sig Snorri nefndi að Seðlabanki Íslands vilji lögfesta og herða löggjöf um lífeyrisskyldur til að vera woke?! Og Snorri tók nú til við að vaða í rétttrúnaðinn eins og hann kemur honum fyrir sjónir: „Dyggðaskreytingarstefna grafið um sig í samfélaginu. Þessi mál skipta mig máli en ganga ekki út á að grænþvo kapítalismanum. Ég vil að fólk standi við skuldbindingar sínar. Af hverju ætti hann að taka umhverfismál inn í hverja sína ákvörðun um fjárfestingu? Til að sýnast? Þessi woke-ismi, því miður er ég ekki með neitt betra orð, hefur grafið um sig. Við erum ekki að vinna landsmönnum gagn. Við ætlum ekki að taka mark á þessu,“ sagði Snorri. Hann nefndi sem dæmi að Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra hefði sagt að jafnréttindi ætti að vera helsta markmið skólakerfisins. Jafnréttindi geta ekki verið markmið í sjálfu sér. Snorri setti á mikla ræðu um woke-isma. Hann sagðist því miður ekki eiga neitt annað betra orð yfir það fyrirbæri.Vísir/Vilhelm „Er ekki helsta markmið skólakerfisins að mennta? Ef þú tekur þessar fögru hugsjónir inn í allt þá glatarðu einhverju öðru. Ef þú dregur femínisma og woke-isma inn í ákvarðanir um fjárfestingu þá draga þær dám af því. Sjálfstæðisflokkurinn fer í viðtöl og talar um inngildingu, sem er tískuorð sem skiptir engu máli.“ Óvæntur stuðningur frá Sólveigu Önnu Snorri taldi vert að tala hreint út um hlutina og láta þá þýða það sem þeir þýða en ekki vefja mál sitt í dyggðaskreytingar sem koma málinu ekki við. Nú gerðust undur og stórmerki; Sólveig Anna greip inn í og sagðist hundrað prósent sammála Snorra hvað þetta varðar. „Við eigum að tala hreint út um hlutina.“ Hún sagði um að ræða ódýran hvítþvott. Eða grænþvott öllu heldur. „Dyggðaskreyting og femínismi. Þegar fyrirtæki í vopnaframleiðslu, jarðefnaeldsneytisframleiðslu, geta skrifað inn í sína stefnu að þeir elski alla minnimáttar þá er þetta algjörlega handónýtt. Merkingarlaust. Manneskja á að vera dyggðug og það er ömurlegt þegar fólk fer að flass-a einhverjum gildum sem þeir aðhyllast alls ekki neitt.“ En þetta breytti ekki þeirri skoðun hennar að hún teldi kapítalismann éta sig inn í allt og skili út úr sér grænþvotti og dyggðaskreytingu. Ómerkileg íbúð á Akureyri komin í yfir 300 þúsund Ragnar Þór sagði það löngu komið inn í stefnu flestra fyrirtækja, eina umræðan sé nú hvort eigi að lögfesta þetta. „Ég get tekið undir með Snorra með að þessi kyrrstaða hefur legið fyrir áratugum saman. Allar aðgerðir miða að því að gera stöðuna enn verri,“ sagði Ragnar Þór og vildi enn beina sjónum að óeðlilegu vaxtastigi á Íslandi. Vaxtahækkun væri skellt á almenning og engin merki væru um að stjórnmálin séu líkleg til að ráðast að rót vandans. Fréttamaðurinn Elín Margrét spurði viðkomandi spjörunum úr.Vísir/Vilhelm Þar þurfi að bretta upp ermar og fara að gera eitthvað. Hann sagðist vita til þess að leiga á ómerkilegri íbúð á Akureyri væri komin yfir 300 þúsund krónur á mánuði. Það geri starf þeirra í verkalýðshreyfingunni ekki léttara. Ólafur sagðist ekki geta tekið undir allt í ræðu Snorra, en sumt, enda komi það frá hægri. Hins vegar megi ekki gleyma því að gríðarlegar áskoranir hafi mætt stjórnvöldum. „Það hefur ekki verið neitt venjulegt ástand en við erum að vinna í því að koma þessu í venjulegt ástand. Að vextir lækki og það er lykilatriði.“ Ef ekki reynist innistæða fyrir því megi heldur betur gagnrýna Sjálfstæðisflokkinn. Hann vissi hins vegar ekki með grænþvottinn. Nú væri rammaáætlun vöknuð til lífsins. „Þetta er enginn grænþvottur, þetta er vegferð sem allir í heiminum eru á og við eigum ekki að tala þetta niður.“ Ragnar Þór og Sólveig Anna ósammála um vindorkuna Sólveig greip inn í og sagði að þegar grænþvottur er notaður um fjárfestingarkosti lífeyrissjóði þá er ekki verið að tala um loftslagsmál. Augljóst er að við þurfum að draga úr notkun jarðefnaeldsneytisins. Ég er ekki á móti vindorku. Ég hugsa að það megi finna staði hér sem eru, afsakið, nógu ljótir og leiðinlegir. Við þurfum svo að gæta þess í hvað sú orka er notuð. Það getur ekki verið í iðnað sem fer illa með umhverfið.“ Sólveig Anna sagðist tala frá eigin brjósti, hún vonaðist til að Sanna væri sér sammála, en hún hafi kynnt sér þessi mál vel og lesið sig til, meðal annars bækur eftir Andreas Malm; hún telur augljóst að Íslendingar verði að nota þá orkumöguleika sem eru til staðar. Og þá með skynsömum hætti. Snorri Másson sagði það ódýrt af hálfu Sjálfstæðiflokksins að fela sínar misgjörðir í sífellu á bak við samstarfsflokka sína.Vísir/Vilhelm Ragnar Þór sagðist ekkert hafa á móti vindorku en reynsla annarra þjóða, þar á meðal Noregs væri sú að um væri að ræða óstöðuga orkugjafa. „Við eigum að horfa til þeirra ríkja sem hafa stigið fast niður fótum. Ekki eins og ríkisstjórn síðustu kjörtímabila hafa hagað sér með þeim hætti að dæla út leyfum í vindmyllugarða og hleypa aðilum inn í alla firði til að koma upp fiskeldi, við eigum að varast slík skref.“ Segir sig frá trúnaðarstörfum hjá VR nái hann kjöri Ragnar Þór sagði of seint í rassinn gripið þegar menn væru búnir að taka út gríðarlegan hagnað úr starfsemi sem væru engar eða litlar reglur um, eins og við höfum fengið að horfa upp á undanfarin árin. Frambjóðendurnir voru að endingu spurðir um hvað það væri sem þau sjálf gætu tekið út úr baráttunni, þá að teknu tilliti til meðal annars skjáfrægðar sinnar? „Ég ætla að ná frama í pólitík með því að tryggja framgang Sönnu í pólitík,“ sagði Sólveig Anna. Ólafur sagðist ekki vera að hugsa um eigin frama heldur hag kjördæmis síns og Snorri sagðist vilja efla þjóðmenningu. Ragnar hins vegar upplýsti að hann myndi, ef hann fengi til þess kjörgengi, segja sig frá störfum í VR. Þeir sem vilja sjá Pallborðið í heild sinni ættu endilega að láta það eftir sér en það er að finna í heild sinni hér neðar. Pallborðið Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Sósíalistaflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Í kosningapallborði fréttastofunnar í gær fékk Elín Margrét Böðvarsdóttir fréttamaður til sín gesti sem eiga það sammerkt að mega heita þekkt andlit en úr öðru samhengi en af vettvangi stjórnmálanna. Öll hafa þau tekið sæti á lista og eru að reima á sig kosningaskóna. Þetta eru þau Snorri Másson fjölmiðlamaður, Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Ólafur Adolfsson lyfsali og fyrrum fótboltakappi. Snorri sækist eftir oddvitasæti hjá Miðflokknum í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu, Ragnar Þór mun leiða Flokk fólksins í Reykjavík norður, Ólafur leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi og Sólveig Anna gefur kost á sér í þriðja sæti hjá Sósíalistaflokknum í Reykjavík suður. Öll hafa þau látið að sér kveða í þjóðmálaumræðu, hvert með sínum hætti. Verkalýðsbaráttan kom fyrst til tals. Sólveig Anna svaraði spurningu Elínar Margrétar sem sagðist hafa séð myndband á netinu sem var af þeim Ragnari, saman í bíl. Í bandalagi um að vera góðir vinir Sólveig sagði þetta ekkert undarlegt. Þau hafi til að mynda verið saman í bandalagi í þarsíðustu lífskjarasamningum ásamt Vilhjálmi Birgissyni verkalýðsfrömuði á Akranesi og Herði Guðbrandssyni hjá Verkalýðsfélagi Grindavíkur og það hafi skilað góðum árangri. „Við fórum ekki saman í gegnum samningana núna, því miður. Við erum oft ósammála en eigum bandalag um að vera áfram góðir vinir.“ Ragnar Þór og Sólveig Anna eru í bandalagi sem gengur út á að vera góðir vinir. Vísir/Vilhelm Ragnar Þór sagði lítið mál að vinna með Sósíalistum til dæmis við að byggja fyrir tekjulægsta fólkið, ekki veiti af. Snorri sagði ekki tímabært að mynda bandalag á þessu stigi, í raun væri enginn grundvöllur til að ræða slíkt. En það liggi fyrir að flókið verði að mynda stjórn eftir kosningar. Ólafur sagði að hann væri til í að vinna með sem flestum. Hann sagði að kosningabaráttan yrði stutt og snörp. Og fyrir fram gerði hann ekki gera ráð fyrir að semja við neina heldur nú væri aðalatriðið að afla atkvæða. En auðvitað væri sá vilji alltaf til staðar hjá Sjálfstæðismönnum að semja til hægri. Elín Margrét reyndi þá að fá upp úr viðmælendum sínum hvaða stefnumál þau væru með önnur kannski en fólk þekkti og gerði ráð fyrir. Það gekk upp og ofan að fá viðmælendur til að svara þeirri spurningu. Ekki alltaf að níðast á fólkinu Ragnar Þór sagði sín áherslumál fyrst og fremst áherslumál verkalýðshreyfingarinnar. „Það er köllun eftir því að forystufólk þar geri sig gildandi á því sviði með þeim áherslum sem við höfum talað fyrir.“ Og þau væru barátta fyrir breytingu á húsnæðiskerfinu og efnahagsmálin í heild sinni sem þar væru fyrirferðamest. Ragnar Þór sagðist ætíð hafa verið áhugamaður um tekjuöflun ríkisins. Ragnar Þór segist vilja fara dönsku leiðina í húsnæðismálum.Vísir/Vilhelm „Ég hef áhuga á því og ég hefði viljað fara norsku leiðina. Norðmenn höfðu kjark og dug til að taka eðlilegan skatt af sínum auðlindum.“ Hann sagði að ríkið ætti að hafa fjölmarga möguleika á að fjármagna sig en þar færu tækifæri forgörðum. Ferðaþjónustan væri til að mynda ekki að greiða sama hlutfall og aðrar atvinnugreinar, orkan væri annað dæmi og þannig mætti lengi áfram telja. „Við eigum að geta gert betur og fara frekar í breiðu bökin en níðast á fólkinu.“ Allur frítími farið í að berjast fyrir hinar vinnandi stéttir Ragnar Þór var greinilega afar áhugasamur um húsnæðismálin og þar vill hann taka upp nýtt kerfi að danskri fyrirmynd. Að þetta sé ekki bara á forsendum bankanna heldur fólksins. Þetta sýni sig trekk í trekk ekki síst með frétt frá í [gær] af afkomu Landsbankans sem hafði grætt fimm milljarða á mánuði bara með vaxtatekjum. „Þetta er meðal annars að koma úr vösum almennings.“ Sólveig Anna skildi að þáttastjórnandi var að sækjast eftir einhverju sem hún væri áhugasöm um fólk almennt ekki vissi. En það væri hægara sagt en í að komast þegar þau tvö áttu í hlut. „Ég hef brunnið svo heitt fyrir því sem ég brenn fyrir og þetta hefur tekið allt plássið í brjósti mér. Þetta er minn aðalfókus, mitt aðal áhugamál. Og allur minn frítími farið í þetta.“ Sólveig Anna sagði að hún hafi alla tíð hafa haft áhuga á málefnum launafólks, hún hafi haft áhuga á þeim málum áður en 2008 rann upp. „Ég vildi óska þess að ég gæti sagt eitthvað á borð við að ég brenni fyrir málefnum katta, en þetta tekur allan minn tíma, allan minn fókus,“ sagði Sólveig Anna. Hún sagðist skoða öll mál út frá því hvort þar væri á einhvern hátt fjallað um réttlætisbaráttu vinnandi fólks. „Ef svo er ekki hef ég ekki áhuga.“ Hættu að væla og komdu að kæla Ólafur var þá spurður, sem fyrrverandi fótboltakappi og lyfsali, hvort það væru einhver mál sem hann vildi skoða sérstaklega? „Þú nefndir heilbrigðiskerfið. Ég hef mikinn áhuga á heilbrigðisþjónustu og þá sérstaklega á landsbyggðinni,“ sagði Ólafur og nefndi efnahagsmálin. Hann sagðist reka fyrirtæki og hann gæti bara ekki annað en haft áhuga á afkomu fyrirtækja. Hagur þeirra sé forsenda þess að hér sé hægt að gera eitthvað.“ Ólafur sagði að það væri til hagsbóta fyrir alla ef fyrirtækin væru ekki sliguð með skattálagningu.Vísir/Vilhelm Snorri klóraði sér í kolli og nefndi þá að Ísland væri að horfa upp á gífurlegan innflutning vinnuafls. „Fimmti hver maður er tiltölulega nýfluttur hingað. Íslenskan, já, en ekki í þröngum skilningi. Hvernig efnahagskerfi ætlum við að byggja upp?“ Snorri sagði að stjórnvöld hlytu að geta byggt upp fjölbreyttari hagvöxt en einfaldlega flytja hann inn. „Íslenskan er eitt mál en hún er hluti miklu stærri myndar. Ég tek það mál ekkert út fyrir sviga,“ sagði Snorri sem taldi að við gætum, í alvöru, byggt upp samfélag sem væri án hliðstæðu. Að teknu tilliti til þeirra auðlinda sem hér er að finna. Snorri vildi fara inn í framtíðina með jákvæðni í fyrirrúmi. Hann taldi hér hafa ráðið neikvæðni og í raun niðurbrot á öllu sem hér hefur verið gert vel. „Ég er hvorki „fanatískur“ til vinstri eða hægri. Þetta er „ballanceruð“ stefna. Miðflokkurinn vill bjóða upp á annan valkost. Ekki þessa fórnarlambsdýrkun og væl.“ „Fyrirtækin mala gull meðan fólkinu blæðir út.“ Ragnar Þór sagði þá að hann gæti fyrir það fyrsta aldrei starfað fyrir flokk sem fjármagnaður væri af sérhagsmunum. „Ég er málsvari fólksins í landinu í gegnum mitt félag og baráttumálin snúa að stöðunni í dag.“ Ragnar var þar að tala um hag millitekju- og láglaunafólks. Og veruleiki fólks væri sitthver, þar sem annar hópurinn sé að missa fasta vexti af húsnæðislánum sínum. Hann sagði að leiga væri komin upp fyrir útborguð lágmarkslaun „Ég er ekki til í að nálgast þetta af sömu bjartsýni.“ Hann sagði einfalt mál að kanna þetta. Allir geti inn á vefstofu hagstofunnar, skoðað þar mælingum neysluvísitölunnar, þar er hækkun húsnæðis sé drifkraftur. Það þurfi að byggja meira. Hann sagði biðlista hjá Bjargi og nýju húsnæðisfélagi sem héti Blær ótrúlega langa. Sólveig Anna og Ragnar Þór hafa engin önnur áhugamál, þau brenna ekki fyrir neinu öðru, en að berjast fyrir launamanninn.Vísir/Vilhelm „Við höfum verið að reyna að koma stjórnmálum í skilning um að það verður ekki ráðinn bugur á þessu nema ráðast gegn rót vandans. Meðan hagnast bankarnir. Fyrirtækin eru að mala gull meðan fólkinu blæðir út.“ Sólveig Anna sagði að rétt væri að sjá til hvernig færi í kosningunum. Hún vildi halda á loft því að Sanna Magdalena sé sannur leiðtogi, hún mælist vinsælasti borgarfulltrúinn enda tali hún hreint út, sé hrein og bein, heiðarleg og hreinskiptin. „Hún hefur reynslu af því að alast upp í þessu vellauðuga landi tækifæranna sem fátækt barn. Hún hefur barist fyrir hagsmunum fólks sem hafa orðið undir í þessu ríka landi.“ Sósíalistar styðja kristin gildi Sólveig Anna sagðist hafa verið sósíalisti frá barnsaldri og eigi því ýmislegt sameiginlegt með Sönnu. „Við styðjumst við kristin gildi, grunngildi kristninnar að beina sjónum ætíð að þeim sem þurfi á því að halda og minna mega sín.“ Sólveig Anna sagði að íslenskt samfélag verði að snúa af þeirri braut sem það hefur verið á, eins og með húsnæðismarkaðinn líkt og Ragnar Þór bendi á. „Skattbyrgði hefur aukist meðan henni hefur verið létt af þeim sem eiga mikið. Ég vona sannarlega að flokknum gangi vel. Sanna komist inn á þing með góðum félögum.“ Hættum að væla, voru skilaboð Sólveigar Önnu.Vísir/Vilhelm Sólveig Anna var þá minnt á, af þáttastjórnanda, að hún væri ef til vill ekki þekkt fyrir að vera manneskja málamiðlana en Sólveig sagði það ekki fá staðist. Hún hafi einmitt gert málamiðlanir hér og þar. Hennar afstaða sé einfaldlega, og hún vonar að Sanna deili þeim sjónarmiðum, að flokkar verði tilbúnir að setja hagsmuni fólks sem skapi þann auð sem sannarlega verður til í þessu landi, í fyrsta sæti. Þá geti hún unnið með hverjum sem er. Hún geri að öðru leyti ekki upp á milli fólks vegna pólitískrar afstöðu sinnar. Hún sé sammála Snorra um að hér sé byggt upp og horft til framtíðar með jákvæðni að leiðarljósi. „Hættum að væla og stöndum upp sterk eins og fólkið í Eflingu hefur ítrekað gert með miklum árangri.“ Fyrirtæki ekkert án starfsfólksins Ólafur var á inntur eftir afstöðu og stöðu Sjálfstæðisflokksins, sem styddi auðvaldið. Er nema von að fólk horfi annað? Ólafur gaf ekki mikið fyrir það í sjálfu sér en sagði rétt að vegna þrúgandi neikvæðni sem hér hafi ríkt þá nenni enginn að fylgjast með pólitík. Hann sé ánægður með að heyra þessa áherslu á jákvæðnina. „Auðvitað eru fyrirtæki ekkert án starfsfólksins. Það skiptir máli að þannig sé búið að efnahagsmálum að öllum sé hér gert að lifa hér með reisn.“ Hann sagði þó að ekki megi gleyma að vinstri mönnum sé tamt að vilja nota skattheimtu meðan hann vilji heldur skapa jákvæðari hvata sem felst í ávinningi fyrir alla – samfélagið í heild. Ólafur minnti á að stjórnvöld hefðu verið að berjast við fordæmalausa stöðu.Vísir/Vilhelm Ólafur sagði rétt sem nefnt var að bæði Samfylking og Miðflokkurinn hafi verið að mælast stærri í skoðanakönnunum en það hafi átt sér stað ákveðin endurnýjun. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki staðið við sín gildi og það er okkar að sækja fylgið til baka. Að styðja við fyrirtæki og sveitarfélög eru lykilatriði til að við fáum fólk til baka. Samtalið er allt eftir. Maður heyrir að það er spenna í fólki, það vill heyra hvort þetta nýja fólk eitthvað nýtt fram að færa. Fjölmiðlamaðurinn neyddur til að svara Elín Margrét sneri sér þá að Snorra og spurði hann hreint út hvort aðrir flokkar hafi komið að máli við hann, henni skildist það? „Já, margir komu að máli við mig,“ sagði Snorri og honum vafðist tunga um tönn. „Eða, ég neyddist til að svara þegar Stefán Einar réðist á mig með þessa spurningu. Það eru allskonar stjórnmálaflokkar sem ræða við mann. En ég tel að stefna Miðflokksins og það fólk sem þar er passi best við mig. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sýnt að hann veður ekki í verkin,“ sagði Snorri. Gestir Pallborðsins eiga það sammerkt að vera þekkt af öðrum vettvangi en stjórnmálanna.Vísir/Vilhelm Hann sagði það ódýrt af hálfu Sjálfstæðisflokksins að vilja ekki gangast við ábyrgð og kenna samstarfsflokkum um hvað eina. Flestir séu sammála um markmiðin en ekki leiðirnar. „Við erum ekki sammála um þjóðnýtingu eins og Sósíalistar, við viljum leysa málin eins og þau blasa við okkur. Það þarf að byggja, útvega lóðir og líka draga úr íþyngjandi regluverki.“ Dyggðaskreyting hefur grafið um sig Snorri nefndi að Seðlabanki Íslands vilji lögfesta og herða löggjöf um lífeyrisskyldur til að vera woke?! Og Snorri tók nú til við að vaða í rétttrúnaðinn eins og hann kemur honum fyrir sjónir: „Dyggðaskreytingarstefna grafið um sig í samfélaginu. Þessi mál skipta mig máli en ganga ekki út á að grænþvo kapítalismanum. Ég vil að fólk standi við skuldbindingar sínar. Af hverju ætti hann að taka umhverfismál inn í hverja sína ákvörðun um fjárfestingu? Til að sýnast? Þessi woke-ismi, því miður er ég ekki með neitt betra orð, hefur grafið um sig. Við erum ekki að vinna landsmönnum gagn. Við ætlum ekki að taka mark á þessu,“ sagði Snorri. Hann nefndi sem dæmi að Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra hefði sagt að jafnréttindi ætti að vera helsta markmið skólakerfisins. Jafnréttindi geta ekki verið markmið í sjálfu sér. Snorri setti á mikla ræðu um woke-isma. Hann sagðist því miður ekki eiga neitt annað betra orð yfir það fyrirbæri.Vísir/Vilhelm „Er ekki helsta markmið skólakerfisins að mennta? Ef þú tekur þessar fögru hugsjónir inn í allt þá glatarðu einhverju öðru. Ef þú dregur femínisma og woke-isma inn í ákvarðanir um fjárfestingu þá draga þær dám af því. Sjálfstæðisflokkurinn fer í viðtöl og talar um inngildingu, sem er tískuorð sem skiptir engu máli.“ Óvæntur stuðningur frá Sólveigu Önnu Snorri taldi vert að tala hreint út um hlutina og láta þá þýða það sem þeir þýða en ekki vefja mál sitt í dyggðaskreytingar sem koma málinu ekki við. Nú gerðust undur og stórmerki; Sólveig Anna greip inn í og sagðist hundrað prósent sammála Snorra hvað þetta varðar. „Við eigum að tala hreint út um hlutina.“ Hún sagði um að ræða ódýran hvítþvott. Eða grænþvott öllu heldur. „Dyggðaskreyting og femínismi. Þegar fyrirtæki í vopnaframleiðslu, jarðefnaeldsneytisframleiðslu, geta skrifað inn í sína stefnu að þeir elski alla minnimáttar þá er þetta algjörlega handónýtt. Merkingarlaust. Manneskja á að vera dyggðug og það er ömurlegt þegar fólk fer að flass-a einhverjum gildum sem þeir aðhyllast alls ekki neitt.“ En þetta breytti ekki þeirri skoðun hennar að hún teldi kapítalismann éta sig inn í allt og skili út úr sér grænþvotti og dyggðaskreytingu. Ómerkileg íbúð á Akureyri komin í yfir 300 þúsund Ragnar Þór sagði það löngu komið inn í stefnu flestra fyrirtækja, eina umræðan sé nú hvort eigi að lögfesta þetta. „Ég get tekið undir með Snorra með að þessi kyrrstaða hefur legið fyrir áratugum saman. Allar aðgerðir miða að því að gera stöðuna enn verri,“ sagði Ragnar Þór og vildi enn beina sjónum að óeðlilegu vaxtastigi á Íslandi. Vaxtahækkun væri skellt á almenning og engin merki væru um að stjórnmálin séu líkleg til að ráðast að rót vandans. Fréttamaðurinn Elín Margrét spurði viðkomandi spjörunum úr.Vísir/Vilhelm Þar þurfi að bretta upp ermar og fara að gera eitthvað. Hann sagðist vita til þess að leiga á ómerkilegri íbúð á Akureyri væri komin yfir 300 þúsund krónur á mánuði. Það geri starf þeirra í verkalýðshreyfingunni ekki léttara. Ólafur sagðist ekki geta tekið undir allt í ræðu Snorra, en sumt, enda komi það frá hægri. Hins vegar megi ekki gleyma því að gríðarlegar áskoranir hafi mætt stjórnvöldum. „Það hefur ekki verið neitt venjulegt ástand en við erum að vinna í því að koma þessu í venjulegt ástand. Að vextir lækki og það er lykilatriði.“ Ef ekki reynist innistæða fyrir því megi heldur betur gagnrýna Sjálfstæðisflokkinn. Hann vissi hins vegar ekki með grænþvottinn. Nú væri rammaáætlun vöknuð til lífsins. „Þetta er enginn grænþvottur, þetta er vegferð sem allir í heiminum eru á og við eigum ekki að tala þetta niður.“ Ragnar Þór og Sólveig Anna ósammála um vindorkuna Sólveig greip inn í og sagði að þegar grænþvottur er notaður um fjárfestingarkosti lífeyrissjóði þá er ekki verið að tala um loftslagsmál. Augljóst er að við þurfum að draga úr notkun jarðefnaeldsneytisins. Ég er ekki á móti vindorku. Ég hugsa að það megi finna staði hér sem eru, afsakið, nógu ljótir og leiðinlegir. Við þurfum svo að gæta þess í hvað sú orka er notuð. Það getur ekki verið í iðnað sem fer illa með umhverfið.“ Sólveig Anna sagðist tala frá eigin brjósti, hún vonaðist til að Sanna væri sér sammála, en hún hafi kynnt sér þessi mál vel og lesið sig til, meðal annars bækur eftir Andreas Malm; hún telur augljóst að Íslendingar verði að nota þá orkumöguleika sem eru til staðar. Og þá með skynsömum hætti. Snorri Másson sagði það ódýrt af hálfu Sjálfstæðiflokksins að fela sínar misgjörðir í sífellu á bak við samstarfsflokka sína.Vísir/Vilhelm Ragnar Þór sagðist ekkert hafa á móti vindorku en reynsla annarra þjóða, þar á meðal Noregs væri sú að um væri að ræða óstöðuga orkugjafa. „Við eigum að horfa til þeirra ríkja sem hafa stigið fast niður fótum. Ekki eins og ríkisstjórn síðustu kjörtímabila hafa hagað sér með þeim hætti að dæla út leyfum í vindmyllugarða og hleypa aðilum inn í alla firði til að koma upp fiskeldi, við eigum að varast slík skref.“ Segir sig frá trúnaðarstörfum hjá VR nái hann kjöri Ragnar Þór sagði of seint í rassinn gripið þegar menn væru búnir að taka út gríðarlegan hagnað úr starfsemi sem væru engar eða litlar reglur um, eins og við höfum fengið að horfa upp á undanfarin árin. Frambjóðendurnir voru að endingu spurðir um hvað það væri sem þau sjálf gætu tekið út úr baráttunni, þá að teknu tilliti til meðal annars skjáfrægðar sinnar? „Ég ætla að ná frama í pólitík með því að tryggja framgang Sönnu í pólitík,“ sagði Sólveig Anna. Ólafur sagðist ekki vera að hugsa um eigin frama heldur hag kjördæmis síns og Snorri sagðist vilja efla þjóðmenningu. Ragnar hins vegar upplýsti að hann myndi, ef hann fengi til þess kjörgengi, segja sig frá störfum í VR. Þeir sem vilja sjá Pallborðið í heild sinni ættu endilega að láta það eftir sér en það er að finna í heild sinni hér neðar.
Pallborðið Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Sósíalistaflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira