Mourinho vonast eftir bónus og medalíu fyrir að „vinna“ deildina með United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2024 22:31 Jose Mourinho stýrir nú liði Fenerbahce en mætir sínum gömlu félögum á morgun. Getty/Joris Verwijst Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Fenerbahce, mætir sínu gamla félagi í Evrópudeildinni á morgun þegar Manchester United spilar við tyrkneska liðið. Mourinho var að sjálfsögðu spurður út í sitt gamla félag á blaðamannafundi fyrir leikinn. Mourinho hefur horft mikið á United leiki í aðdraganda leiksins. „Ég hef skoðað þá vel með mínu teymi og það er verið að vinna mikla vinnu þarna. Þeir munu ná árangri á endanum,“ sagði Jose Mourinho. „Ég vil að þeim gangi vel. Ég óska stjóranum og leikmönnunum alls hins besta,“ sagði Mourinho. Hann var rekinn frá félaginu á sínum tíma og stuttu eftir að hann hafði gert félagið að Evrópumeisturum. „Ég óska liðinu alls hins besta. Ég upplifi enga ánægju af því þegar hlutirnir ganga ekki vel hjá þeim,“ sagði Mourinho og bætti við: „Þeir eru með betra lið en úrslitin þeirra sýna,“ sagði Mourinho. Hann er líka á því að Manchester United og Tottenham séu sigurstranglegustu félögin í Evrópudeildinni á þessu tímabili. Mourinho var knattspyrnustjóri United frá 2016 til 2018 og vann bæði Evrópudeildina og deildabikarinn. Hann var rekinn þegar liðið var ellefu stigum frá Meistaradeildarsæti í desember 2018. Mourinho stóðst þó ekki freistinguna að ræða kærurnar 115 sem Manchester City er nú að glíma við fyrir dómstólum. Hann er nefnilega ekki búinn að gefa upp vonina að City missi titlana sína vegna fjölda brota á rekstrarreglum ensku úrvalsdeildarinnar. „Við enduðum í öðru sæti í ensku úrvalsdeildinni 2017-18 [19 stigum á eftir Manchester City]. Ég tel að við eigum enn möguleika á því að vinna deildina af því að þeir gætu refsað City með því að taka af þeim stig,“ sagði Mourinho. „Fari svo þá verða þeir að borga mér bónusinn og láta mig fá medalíuna,“ sagði Mourinho sposkur. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjá meira
Mourinho hefur horft mikið á United leiki í aðdraganda leiksins. „Ég hef skoðað þá vel með mínu teymi og það er verið að vinna mikla vinnu þarna. Þeir munu ná árangri á endanum,“ sagði Jose Mourinho. „Ég vil að þeim gangi vel. Ég óska stjóranum og leikmönnunum alls hins besta,“ sagði Mourinho. Hann var rekinn frá félaginu á sínum tíma og stuttu eftir að hann hafði gert félagið að Evrópumeisturum. „Ég óska liðinu alls hins besta. Ég upplifi enga ánægju af því þegar hlutirnir ganga ekki vel hjá þeim,“ sagði Mourinho og bætti við: „Þeir eru með betra lið en úrslitin þeirra sýna,“ sagði Mourinho. Hann er líka á því að Manchester United og Tottenham séu sigurstranglegustu félögin í Evrópudeildinni á þessu tímabili. Mourinho var knattspyrnustjóri United frá 2016 til 2018 og vann bæði Evrópudeildina og deildabikarinn. Hann var rekinn þegar liðið var ellefu stigum frá Meistaradeildarsæti í desember 2018. Mourinho stóðst þó ekki freistinguna að ræða kærurnar 115 sem Manchester City er nú að glíma við fyrir dómstólum. Hann er nefnilega ekki búinn að gefa upp vonina að City missi titlana sína vegna fjölda brota á rekstrarreglum ensku úrvalsdeildarinnar. „Við enduðum í öðru sæti í ensku úrvalsdeildinni 2017-18 [19 stigum á eftir Manchester City]. Ég tel að við eigum enn möguleika á því að vinna deildina af því að þeir gætu refsað City með því að taka af þeim stig,“ sagði Mourinho. „Fari svo þá verða þeir að borga mér bónusinn og láta mig fá medalíuna,“ sagði Mourinho sposkur. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjá meira