Þeir Merijn Geerts, Frank Gielen og Ivo Steyaert kláruðu allir 110 hringi og bættu þar með heimsmet Bandaríkjamannsins Harvey Lewis um tvo hringi.
Belgarnir ótrúlegu hlupu alls 737,66 kílómetra en keppni hófst á hádegi á laugardaginn og lauk loks í nótt.
Þremenningarnir hættu allir eftir að hafa klárað 110 hringi og því var enginn eiginlegur sigurvegari krýndur. Auk þeirra þriggja kláraði Kenneth Vanthuyne einnig hundrað hringi. Alls hlupu belgísku keppendurnir 1147 hringi.
Ástralir urðu í 2. sæti með samtals 971 hring og Bandaríkjamenn í því þriðja með 969 hringi.
Íslendingar enduðu í 14. sæti en Þorleifur Þorleifsson hljóp 62 hringi og bætti Íslandsmetið um fimm hringi. Íslensku keppendurnir hlupu samtals 595 hringi.