Innherji

Seðla­bankinn vill skoða að heimila líf­eyris­sjóðum að lána verð­bréf

Hörður Ægisson skrifar
Möguleikar fjárfesta á að fá verðbréf að láni með það í huga að skortselja verðbréfin eru takmarkaðir, að sögn Seðlabankans. Lítið mótvægi er því við skuldsettum verðbréfakaupum á markaðnum og skoðanaskipti einsleit.
Möguleikar fjárfesta á að fá verðbréf að láni með það í huga að skortselja verðbréfin eru takmarkaðir, að sögn Seðlabankans. Lítið mótvægi er því við skuldsettum verðbréfakaupum á markaðnum og skoðanaskipti einsleit.

Hægt væri að auka skilvirkni og dýpt verðbréfamarkaða hér á landi með því að veita íslenskum lífeyrissjóðum, langsamlega stærstu fjárfestunum á markaði, frekari heimildir til afleiðuviðskipta og jafnframt leyfa þeim að lána hlutabréf eða skuldabréf sín, að sögn Seðlabankans. Vegna stærðar sinnar getur hegðun lífeyrissjóða heft „veruleg áhrif“ á verðmyndun á markaði og því sé jákvætt fyrir fjármálastöðuga að skoða leiðir sem gætu aukið þátttöku annarra fjárfesta.


Tengdar fréttir

Meiri á­hættu­sækni kallar á stífari kröfur um starf­semi líf­eyris­sjóða

Breyttar og áhættusamari áherslur í fjárfestingum lífeyrissjóðakerfisins, sem er að stækka ört, eru ekki „óeðlilegar“ en þær þýða að sama skapi að sjóðirnir þurfa að lúta stífari kröfum um meðal annars áhættustýringu, að sögn seðlabankastjóra. Hann telur gagnrýni á að rekstrarkostnaður sjóðanna sé of mikill um margt vera ósanngjörn.

Skortstöðum fækkaði í takt við hækkanir í Kauphöllinni

Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands bárust 44 tilkynningar um skortstöður í fyrra en til samanburðar bárust 163 slíkar tilkynningar árið 2020. Þetta kemur fram í ritinu Fjármálaeftirlit 2022 sem Seðlabankinn birti í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×