Allt næsta ár undir til að halda byltingunni áfram Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. október 2024 11:49 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Vísir/Vilhelm Hátt í fjörutíu samtök munu í dag afhenda formönnum stjórnmálaflokkanna kröfugerð og krefjast aðgerða svo ná megi fullu jafnrétti. Stefnt er að fjölbreyttri dagskrá allt næsta ár, þegar 50 ár verða liðin frá fyrsta Kvennafrídeginum. Um er að ræða 36 samtök femínista, kvenna, launafólks, hinsegin fólks og fatlaðs fólks, sem vilja fylgja eftir þeirri samstöðu sem skapaðist í kvennaverkfalli síðasta árs. Það gera þau undir yfirskriftinni Kvennaár 2025. „Við erum búin að ydda kröfurnar sem þar voru gerðar, og ætlum að leggja þær fram í kvöld og afhenda formönnum stjórnmálaflokkanna. Það eru sjö búnir að staðfesta komu sína. Við erum auðvitað að gera þá kröfu að þau bæði grípi til breytinga á lögum og aðgerða þannig að tryggja megi jafnrétti kynjanna,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, sem er á meðal þeirra samtaka sem standa að Kvennaári 2025. Þriðja vaktin meðal umfjöllunarefna Sonja segir að skipta megi kröfunum í þrjá meginþætti. „Að það þurfi að útrýma kynbundnu ofbeldi og launamisrétti, og síðan að það þurfi að stuðla að því að konur beri ekki meginábyrgðina á svokölluðum ólaunuðum störfum. Sem eru þá eins og að sinna börnum og heimili, heldur að því sé skipt jafnt á milli kynjanna.“ Kröfugerðin verður afhent á blaðamannafundi í Bíó Paradís á Hverfisgötu klukkan hálf sjö í kvöld. Í kjölfar þess hefst frumsýning á heimildamyndinni Dagurinn sem Ísland stöðvaðist eftir Pamelu Hogan og Hrafnhildi Gunnarsdóttur, en hún fjallar um Kvennafríið 1975. Allt næsta ár undir Yfirskriftin Kvennaár 2025 vísar til þess að á næsta ári eru 50 ár liðin frá fyrsta kvennafríinu. . „Árið 1975 var allt árið lagt undir. Við erum að undirbúa það sömuleiðis, og munum kynna það í upphafi næsta árs, fjölbreytta dagskrá til að halda byltingunni áfram,“ segir Sonja Ýr. Kvennafrídagurinn Jafnréttismál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Sjá meira
Um er að ræða 36 samtök femínista, kvenna, launafólks, hinsegin fólks og fatlaðs fólks, sem vilja fylgja eftir þeirri samstöðu sem skapaðist í kvennaverkfalli síðasta árs. Það gera þau undir yfirskriftinni Kvennaár 2025. „Við erum búin að ydda kröfurnar sem þar voru gerðar, og ætlum að leggja þær fram í kvöld og afhenda formönnum stjórnmálaflokkanna. Það eru sjö búnir að staðfesta komu sína. Við erum auðvitað að gera þá kröfu að þau bæði grípi til breytinga á lögum og aðgerða þannig að tryggja megi jafnrétti kynjanna,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, sem er á meðal þeirra samtaka sem standa að Kvennaári 2025. Þriðja vaktin meðal umfjöllunarefna Sonja segir að skipta megi kröfunum í þrjá meginþætti. „Að það þurfi að útrýma kynbundnu ofbeldi og launamisrétti, og síðan að það þurfi að stuðla að því að konur beri ekki meginábyrgðina á svokölluðum ólaunuðum störfum. Sem eru þá eins og að sinna börnum og heimili, heldur að því sé skipt jafnt á milli kynjanna.“ Kröfugerðin verður afhent á blaðamannafundi í Bíó Paradís á Hverfisgötu klukkan hálf sjö í kvöld. Í kjölfar þess hefst frumsýning á heimildamyndinni Dagurinn sem Ísland stöðvaðist eftir Pamelu Hogan og Hrafnhildi Gunnarsdóttur, en hún fjallar um Kvennafríið 1975. Allt næsta ár undir Yfirskriftin Kvennaár 2025 vísar til þess að á næsta ári eru 50 ár liðin frá fyrsta kvennafríinu. . „Árið 1975 var allt árið lagt undir. Við erum að undirbúa það sömuleiðis, og munum kynna það í upphafi næsta árs, fjölbreytta dagskrá til að halda byltingunni áfram,“ segir Sonja Ýr.
Kvennafrídagurinn Jafnréttismál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Sjá meira