KA-strákarnir fengu að halda gullinu Sindri Sverrisson skrifar 24. október 2024 13:31 Lið KA með bikarinn og medalíurnar eftir sigurinn gegn Stjörnunni sem síðan var dæmdur ógildur. @KA yngri flokkar Þó að Stjarnan hafi í gær verið krýnd Íslandsmeistari í 4. flokki C-liða, eftir umdeildan leik við KA, þá fengu strákarnir í KA-liðinu að halda gullverðlaunum sínum eftir allt sem á undan er gengið. Í síðasta mánuði vann KA úrslitaleik liðanna á Akureyri, eftir framlengingu og vítaspyrnukeppni, en Stjarnan kærði þau úrslit vegna þess að bæði framlengingin og vítakeppnin voru styttri en reglur segja til um. Sú ákvörðun Stjörnunnar að kæra hefur verið afar umdeild en niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar KSÍ var skýr og var framlenging liðanna endurtekin, nú með réttum hætti, á Akureyri í gær. Að þessu sinni skoraði Stjarnan sigurmark í framlengingunni og varð þar með Íslandsmeistari C-liða í 4. flokki, þar sem 12 og 13 ára strákar spila. Til stóð að strákarnir í KA-liðinu myndu skila gullmedalíum sínum áður en spilað var í gær, en samkvæmt upplýsingum Vísis settu foreldrar þá hnefann í borðið og á endanum varð lendingin sú að KA-strákarnir fengju að halda medalíunum. Samkvæmt upplýsingum frá KSÍ var á síðustu stundu ákveðið að senda nýjar gullmedalíur norður vegna málsins, sem Stjörnustrákarnir fá. Bikarinn fer svo í Garðabæ, eftir mánaðardvöl á Akureyri. Stemningin sérstök í gær Vel var mætt á endurteknu framlenginguna á Akureyri í gær en stemningin mun að sögn viðstaddra hafa verið frekar sérstök enda aðstæðurnar afar óvenjulegar, nokkuð langt um liðið frá upprunalega leiknum og umræðan um hann ekki farið framhjá neinum. KA bauð svo strákunum öllum úr báðum liðum upp á pítsur eftir að úrslitin lágu fyrir. Þegar liðin mættust í síðasta mánuði komst KA í 3-0 en Stjörnustrákar náðu að jafna metin í 3-3. Þá var gripið til framlengingar og gerði dómari leiksins, sjálfboðaliði sem KA bar ábyrgð á að útvega, þau mistök að framlengja leikinn um 2x5 mínútur þegar framlenging hefði reglum samkvæmt átt að vera 2x10 mínútur. Þá hafði hann vítaspyrnukeppnina einnig styttri en hún hefði átt að vera, eða þrjár spyrnur á lið. Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, segir sjálfboðaliðanna algjörlega miður sín vegna málsins. Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands ákvað að framlengingin og mögulega vítaspyrnukeppnin yrði endurtekin en ekki kom til vítaspyrnukeppni þar sem að Gunnar Andri Benediktsson skoraði sigurmark Stjörnunnar í framlengingu. KA var einnig gert að greiða rútuferð Stjörnunnar norður en strákarnir í Garðabæjarliðinu gátu, eða að minnsta kosti hluti þeirra, tengt ferðina við Stefnumót KA sem fram fer á Akureyri um helgina. Íþróttir barna KA Stjarnan Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sjá meira
Í síðasta mánuði vann KA úrslitaleik liðanna á Akureyri, eftir framlengingu og vítaspyrnukeppni, en Stjarnan kærði þau úrslit vegna þess að bæði framlengingin og vítakeppnin voru styttri en reglur segja til um. Sú ákvörðun Stjörnunnar að kæra hefur verið afar umdeild en niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar KSÍ var skýr og var framlenging liðanna endurtekin, nú með réttum hætti, á Akureyri í gær. Að þessu sinni skoraði Stjarnan sigurmark í framlengingunni og varð þar með Íslandsmeistari C-liða í 4. flokki, þar sem 12 og 13 ára strákar spila. Til stóð að strákarnir í KA-liðinu myndu skila gullmedalíum sínum áður en spilað var í gær, en samkvæmt upplýsingum Vísis settu foreldrar þá hnefann í borðið og á endanum varð lendingin sú að KA-strákarnir fengju að halda medalíunum. Samkvæmt upplýsingum frá KSÍ var á síðustu stundu ákveðið að senda nýjar gullmedalíur norður vegna málsins, sem Stjörnustrákarnir fá. Bikarinn fer svo í Garðabæ, eftir mánaðardvöl á Akureyri. Stemningin sérstök í gær Vel var mætt á endurteknu framlenginguna á Akureyri í gær en stemningin mun að sögn viðstaddra hafa verið frekar sérstök enda aðstæðurnar afar óvenjulegar, nokkuð langt um liðið frá upprunalega leiknum og umræðan um hann ekki farið framhjá neinum. KA bauð svo strákunum öllum úr báðum liðum upp á pítsur eftir að úrslitin lágu fyrir. Þegar liðin mættust í síðasta mánuði komst KA í 3-0 en Stjörnustrákar náðu að jafna metin í 3-3. Þá var gripið til framlengingar og gerði dómari leiksins, sjálfboðaliði sem KA bar ábyrgð á að útvega, þau mistök að framlengja leikinn um 2x5 mínútur þegar framlenging hefði reglum samkvæmt átt að vera 2x10 mínútur. Þá hafði hann vítaspyrnukeppnina einnig styttri en hún hefði átt að vera, eða þrjár spyrnur á lið. Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, segir sjálfboðaliðanna algjörlega miður sín vegna málsins. Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands ákvað að framlengingin og mögulega vítaspyrnukeppnin yrði endurtekin en ekki kom til vítaspyrnukeppni þar sem að Gunnar Andri Benediktsson skoraði sigurmark Stjörnunnar í framlengingu. KA var einnig gert að greiða rútuferð Stjörnunnar norður en strákarnir í Garðabæjarliðinu gátu, eða að minnsta kosti hluti þeirra, tengt ferðina við Stefnumót KA sem fram fer á Akureyri um helgina.
Íþróttir barna KA Stjarnan Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sjá meira