Eigendur hússins eru Benedikt Sigurbjörnsson og Guðrún Kristjánsdóttir. Þau festu kaup á eigninni árið 2007.
Eignin skiptist í fjórar stofur, fimm svefnherbregi, þrjú baðherbregi og lyfta. Þar af er 70 fermetra aukaíbúð og 62 fermetra bílskúr.
Úr húsinu er fallegt útsýni yfir hraunið og óskerta náttúru. Fagurfræði og hlýleiki umvefur heimilið sem er innréttað af mikilli smekkvísi.
Eldhúsið 27 fermetrar að stærð, búið sérsmíðaðri innréttingu með veglegri eyju fyrir miðju. Rýmið er vel nýtt þar sem skáparnir á öðrum veggnum ná upp í loft. Á borðum og á eldhúseyju er hvítur steinn frá steinsmiðjunni Rein.
Alrýmið er rúmgott og bjart og skipt upp með sérsmíðuðum rimlum sem gefa rýminu karakter og elegans.
Á efri hæðinni er stór sólstofa með kamínu og lyftu. Í húsinu eru samtals fimm svefnherbergi og þrjú baðherbegi.
Nánari upplýsingar hér.