Arna Lára leiðir lista Samfylkingar í Norðvestur Lovísa Arnardóttir skrifar 24. október 2024 22:38 Arna Lára segir aldrei hafa verið jafn auðvelt að tala máli Samfylkingarinnar í kjördæminu. Aðsend Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og ritari Samfylkingarinnar, leiðir lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ), er í öðru sæti. Í þriðja sæti er Jóhanna Ösp Einarsdóttir, bóndi og oddviti í Reykhólahreppi, og fjórða sætið skipar Magnús Vignir Eðvaldsson, íþróttakennari og sveitarstjórnarfulltrúi í Húnaþingi vestra. Heiðurssætið skipar Guðjón S. Brjánsson, fyrrverandi alþingismaður. Framboðslisti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 30. nóvember 2024 var samþykktur á fundi kjördæmisráðs í kvöld. „Nú keyrum við baráttuna í gang. Ég er þakklát fyrir traustið og vil líka þakka öðrum frambjóðendum og sjálfboðaliðum sem ætla að vinna að sigri Samfylkingar með okkur í Norðvesturkjördæmi. Þetta verður ekki minn fyrsti hringur um kjördæmið. Ég tók slaginn fyrst með Guðbjarti heitnum og Ólínu og fleiri góðum fyrir 15 árum. Þá kom ég inn sem varaþingmaður en síðan hef ég viðað að mér reynslu úr atvinnulífi og sveitarstjórnarmálum, nú síðast sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og ritari Samfylkingar frá því haustið 2022,“ segir Arna Lára Jónsdóttir, nýr oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, í tilkynningu um framboð hennar. „Það er mikil stemmning og jákvæðni gagnvart Samfylkingunni og fullt af fólki sem er tilbúið að taka þátt í þessu verkefni með okkur. Ég þori að fullyrða að það hefur aldrei verið jafn auðvelt að tala máli Samfylkingar í Norðvesturkjördæmi.“ Framboðslisti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi: 1. Arna Lára Jónsdóttir – bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og ritari Samfylkingarinnar, 2. Hannes S. Jónsson – framkvæmdastjóri KKÍ, 3. Jóhanna Ösp Einarsdóttir – bóndi og oddviti í Reykhólahreppi, 4. Magnús Vignir Eðvaldsson – íþróttakennari og sveitarstjórnarfulltrúi í Húnaþingi vestra, 5. Sigríður Margrét Guðmundsdóttir – forstöðumaður í Borgarnesi, 6. Garðar Svansson – fangavörður og bæjarfulltrúi í Grundarfirði, 7. Bryndís Kristín Þráinsdóttir Williams – verkefnastjóri á Sauðárkróki, 8. Gylfi Þór Gíslason – lögregluvarðstjóri á Vestfjörðum, 9. Líney Árnadóttir – starfsráðgjafi í Húnabyggð, 10. Guðrún Anna Finnbogadóttir – teymisstjóri atvinnu- og byggðaþróunar hjá Vestfjarðastofu, 11. Stefán Sveinsson – sjómaður og smiður á Skagaströnd, 12. Bakir Anwar Nassar – starfsmaður Húsasmiðjunnar, 13. Elísabet Ásdís Kristjánsdóttir – frístundaráðgjafi í Dalabyggð, 14. Guðjón Brjánsson – fyrrverandi alþingismaður Samfylkingin Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2024 Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Hannes snýr baki við Sjálfstæðisflokknum og fer fram fyrir Samfylkingu Hannes Sigurbjörn Jónsson, framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ) býður sig fram í annað efstu sæta í Norðvesturkjördæmi fyrir Samfylkingu. Hann bauð sig fram fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 2014 en kveðst hafa fjarlægst flokkinn síðustu ár. 19. október 2024 12:14 Víðir leiðir í Suðurkjördæmi: „Þjóðin þarf festu í landstjórnina núna“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs hjá ríkislögreglustjóra, leiðir lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, Ása Berglind Hjálmarsdóttir, bæjarfulltrúi í Ölfusi og verkefnastjóri hjá Hörpu, er í öðru sæti. 24. október 2024 20:46 Spennulosun á laugardag Jón Gnarr fær ekki fyrsta sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík eins og hann hafði óskað eftir. Mikil spenna ríkir fyrir laugardeginum þegar fjölmargir framboðslistar verða kynntir, þar á meðal allir listar flokksins sem mælist með mest fylgi í könnunum. 23. október 2024 12:18 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Sjá meira
Í þriðja sæti er Jóhanna Ösp Einarsdóttir, bóndi og oddviti í Reykhólahreppi, og fjórða sætið skipar Magnús Vignir Eðvaldsson, íþróttakennari og sveitarstjórnarfulltrúi í Húnaþingi vestra. Heiðurssætið skipar Guðjón S. Brjánsson, fyrrverandi alþingismaður. Framboðslisti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 30. nóvember 2024 var samþykktur á fundi kjördæmisráðs í kvöld. „Nú keyrum við baráttuna í gang. Ég er þakklát fyrir traustið og vil líka þakka öðrum frambjóðendum og sjálfboðaliðum sem ætla að vinna að sigri Samfylkingar með okkur í Norðvesturkjördæmi. Þetta verður ekki minn fyrsti hringur um kjördæmið. Ég tók slaginn fyrst með Guðbjarti heitnum og Ólínu og fleiri góðum fyrir 15 árum. Þá kom ég inn sem varaþingmaður en síðan hef ég viðað að mér reynslu úr atvinnulífi og sveitarstjórnarmálum, nú síðast sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og ritari Samfylkingar frá því haustið 2022,“ segir Arna Lára Jónsdóttir, nýr oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, í tilkynningu um framboð hennar. „Það er mikil stemmning og jákvæðni gagnvart Samfylkingunni og fullt af fólki sem er tilbúið að taka þátt í þessu verkefni með okkur. Ég þori að fullyrða að það hefur aldrei verið jafn auðvelt að tala máli Samfylkingar í Norðvesturkjördæmi.“ Framboðslisti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi: 1. Arna Lára Jónsdóttir – bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og ritari Samfylkingarinnar, 2. Hannes S. Jónsson – framkvæmdastjóri KKÍ, 3. Jóhanna Ösp Einarsdóttir – bóndi og oddviti í Reykhólahreppi, 4. Magnús Vignir Eðvaldsson – íþróttakennari og sveitarstjórnarfulltrúi í Húnaþingi vestra, 5. Sigríður Margrét Guðmundsdóttir – forstöðumaður í Borgarnesi, 6. Garðar Svansson – fangavörður og bæjarfulltrúi í Grundarfirði, 7. Bryndís Kristín Þráinsdóttir Williams – verkefnastjóri á Sauðárkróki, 8. Gylfi Þór Gíslason – lögregluvarðstjóri á Vestfjörðum, 9. Líney Árnadóttir – starfsráðgjafi í Húnabyggð, 10. Guðrún Anna Finnbogadóttir – teymisstjóri atvinnu- og byggðaþróunar hjá Vestfjarðastofu, 11. Stefán Sveinsson – sjómaður og smiður á Skagaströnd, 12. Bakir Anwar Nassar – starfsmaður Húsasmiðjunnar, 13. Elísabet Ásdís Kristjánsdóttir – frístundaráðgjafi í Dalabyggð, 14. Guðjón Brjánsson – fyrrverandi alþingismaður
Samfylkingin Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2024 Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Hannes snýr baki við Sjálfstæðisflokknum og fer fram fyrir Samfylkingu Hannes Sigurbjörn Jónsson, framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ) býður sig fram í annað efstu sæta í Norðvesturkjördæmi fyrir Samfylkingu. Hann bauð sig fram fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 2014 en kveðst hafa fjarlægst flokkinn síðustu ár. 19. október 2024 12:14 Víðir leiðir í Suðurkjördæmi: „Þjóðin þarf festu í landstjórnina núna“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs hjá ríkislögreglustjóra, leiðir lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, Ása Berglind Hjálmarsdóttir, bæjarfulltrúi í Ölfusi og verkefnastjóri hjá Hörpu, er í öðru sæti. 24. október 2024 20:46 Spennulosun á laugardag Jón Gnarr fær ekki fyrsta sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík eins og hann hafði óskað eftir. Mikil spenna ríkir fyrir laugardeginum þegar fjölmargir framboðslistar verða kynntir, þar á meðal allir listar flokksins sem mælist með mest fylgi í könnunum. 23. október 2024 12:18 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Sjá meira
Hannes snýr baki við Sjálfstæðisflokknum og fer fram fyrir Samfylkingu Hannes Sigurbjörn Jónsson, framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ) býður sig fram í annað efstu sæta í Norðvesturkjördæmi fyrir Samfylkingu. Hann bauð sig fram fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 2014 en kveðst hafa fjarlægst flokkinn síðustu ár. 19. október 2024 12:14
Víðir leiðir í Suðurkjördæmi: „Þjóðin þarf festu í landstjórnina núna“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs hjá ríkislögreglustjóra, leiðir lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, Ása Berglind Hjálmarsdóttir, bæjarfulltrúi í Ölfusi og verkefnastjóri hjá Hörpu, er í öðru sæti. 24. október 2024 20:46
Spennulosun á laugardag Jón Gnarr fær ekki fyrsta sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík eins og hann hafði óskað eftir. Mikil spenna ríkir fyrir laugardeginum þegar fjölmargir framboðslistar verða kynntir, þar á meðal allir listar flokksins sem mælist með mest fylgi í könnunum. 23. október 2024 12:18