Tókst á við einmanaleikann með vinnu í Valsheimilinu Valur Páll Eiríksson skrifar 25. október 2024 08:55 Birkir Már Sævarsson skilur sáttur við ferilinn á morgun. Hann flýgur beint til fjölskyldunnar í Svíþjóð eftir helgi. Vísir/Einar Eftir grasekkilslíf og húsvarðastörf samhliða fótboltanum síðustu mánuði hlakkar Birki Má Sævarsson til tímamóta helgarinnar þegar hann leikur sinn síðasta leik fyrir Val. Við tekur strangheiðarleg atvinnuleit í Stokkhólmi strax eftir helgi. Valur mætir ÍA í lokaumferð Bestu deildar karla klukkan 16:15 að Hlíðarenda á morgun. Það verður 314. og síðasti leikur Birkis fyrri Valsmenn. Birkir Már er 39 ára gamall og spilaði fyrstu deildarleikina fyrir Val fyrir tuttugu árum síðan. Síðan þá hefur hann spilað yfir hundrað landsleiki og á að baki áratug í atvinnumennsku í Noregi og Svíþjóð. Hann íhugaði að hætta í fyrra en segir þetta nú komið gott. Janfvel þó bróðir hans, Aron Elí Sævarsson, sé á leið í Bestu deildina sem fyrirliði Aftureldingar á næsta ári. „Ég náttúrulega spilaði á móti honum í sumar [í Mjólkurbikarnum] og vann hann. Þannig að það er fínt að hafa það bara einn leik og einn sigur og gefa honum ekkert séns á að breyta því neitt. Ég er búinn að ákveða fyrir svolitlu síðan að þetta sé síðasta tímabilið. Hann fær ekki ósk sína uppfyllta að fá að vinna mig. Ég hætti á toppnum hvað það varðar,“ segir Birkir Már léttur. Keyptu sama húsið í Stokkhólmi Ástæða þess að Birkir íhugaði að hætta fyrir tímabilið í ár er sú að fjölskylda hans flutti aftur til Stokkhólms í desember í fyrra. Þau hjónin Birkir og Stefanía ákváðu að slá til þegar húsið sem þau höfðu búið í tæpum áratugi fyrr - þegar Birkir Már lék með Hammarby í Stokkhólmi - var sett á sölu. „Þegar við vorum farin að tala um þetta að flytja út þá dúkkaði húsið okkar gamla upp hjá fasteignasölunni úti. Ætli við höfum ekki tekið því sem einhverju merki um að það væri kominn tími til að fara aftur út núna,“ segir Birkir Már. Konan er úti í Svíþjóð með börnin. Hefur þetta ekki verið einmanalegt líf hér á klakanum? „Þetta er búið að vera hundleiðinlegt. Ég er vanur því að vera á fullri ferð allan daginn með strákana í fótbolta og handbolta út um allt. Þetta er búið að vera hálfeinmanalegt. En í staðinn fékk ég mér vinnu hérna í Valsheimilinu og er búinn að vera að hanga hérna alla daga, í stað þess að hanga heima,“ segir Birkir Már. Þvær æfingafatnað liðsfélaganna Það tekur því við vakt í Valsheimilinu strax að æfingum loknum. „Mér finnst þetta mjög fínt. Það er gott að hafa eitthvað fyrir stafni. Ég fer í þvottahúsið að þvo æfingafötin af strákunum í staðinn fyrir að fara heim að horfa á sjónvarpið,“ segir Birkir Már. Eftir grasekkilslíf sumarsins hlakkar Birki því til að skjótast til Stokkhólms þar sem strangheiðarleg atvinnuleit tekur við. „Ég á flug bara á mánudagsmorgun. Ég klára það sem ég þarf að gera á sunnudaginn og ætla að drífa mig til fjölskyldunnar á mánudaginn og fara að leita mér að vinnu eins og venjulegt fólk gerir,“ segir Birkir Már að endingu. Valur þarf að forðast tap í leiknum við ÍA á morgun til að tryggja Evrópusæti en Valsmenn eru tveimur stigum fyrir ofan Stjörnuna sem er í fjórða sæti og mætir FH. Aðeins efstu þrjú veita keppnisrétt í Evrópu að ári. Leikir Vals og ÍA og FH við Stjörnuna hefjast klukkan 16:15 á morgun og verða í beinni á rásum Stöðvar 2 Sport. Valur Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Leik lokið: Afturelding - FH 29-35 | Sannfærandi sex marka sigur meistaranna Handbolti Fleiri fréttir Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Býst við að hætta áður en VAR nær til Íslands Útiliðin hafa fagnað í öllum úrslitaleikjunum síðustu 26 ár „Ég hefði getað skorað átta eða níu mörk í þessum leik“ Einkunnir úr úrslitaleiknum: Magnaður Ísak Snær en Víkingar langt frá sínu besta Sjá meira
Valur mætir ÍA í lokaumferð Bestu deildar karla klukkan 16:15 að Hlíðarenda á morgun. Það verður 314. og síðasti leikur Birkis fyrri Valsmenn. Birkir Már er 39 ára gamall og spilaði fyrstu deildarleikina fyrir Val fyrir tuttugu árum síðan. Síðan þá hefur hann spilað yfir hundrað landsleiki og á að baki áratug í atvinnumennsku í Noregi og Svíþjóð. Hann íhugaði að hætta í fyrra en segir þetta nú komið gott. Janfvel þó bróðir hans, Aron Elí Sævarsson, sé á leið í Bestu deildina sem fyrirliði Aftureldingar á næsta ári. „Ég náttúrulega spilaði á móti honum í sumar [í Mjólkurbikarnum] og vann hann. Þannig að það er fínt að hafa það bara einn leik og einn sigur og gefa honum ekkert séns á að breyta því neitt. Ég er búinn að ákveða fyrir svolitlu síðan að þetta sé síðasta tímabilið. Hann fær ekki ósk sína uppfyllta að fá að vinna mig. Ég hætti á toppnum hvað það varðar,“ segir Birkir Már léttur. Keyptu sama húsið í Stokkhólmi Ástæða þess að Birkir íhugaði að hætta fyrir tímabilið í ár er sú að fjölskylda hans flutti aftur til Stokkhólms í desember í fyrra. Þau hjónin Birkir og Stefanía ákváðu að slá til þegar húsið sem þau höfðu búið í tæpum áratugi fyrr - þegar Birkir Már lék með Hammarby í Stokkhólmi - var sett á sölu. „Þegar við vorum farin að tala um þetta að flytja út þá dúkkaði húsið okkar gamla upp hjá fasteignasölunni úti. Ætli við höfum ekki tekið því sem einhverju merki um að það væri kominn tími til að fara aftur út núna,“ segir Birkir Már. Konan er úti í Svíþjóð með börnin. Hefur þetta ekki verið einmanalegt líf hér á klakanum? „Þetta er búið að vera hundleiðinlegt. Ég er vanur því að vera á fullri ferð allan daginn með strákana í fótbolta og handbolta út um allt. Þetta er búið að vera hálfeinmanalegt. En í staðinn fékk ég mér vinnu hérna í Valsheimilinu og er búinn að vera að hanga hérna alla daga, í stað þess að hanga heima,“ segir Birkir Már. Þvær æfingafatnað liðsfélaganna Það tekur því við vakt í Valsheimilinu strax að æfingum loknum. „Mér finnst þetta mjög fínt. Það er gott að hafa eitthvað fyrir stafni. Ég fer í þvottahúsið að þvo æfingafötin af strákunum í staðinn fyrir að fara heim að horfa á sjónvarpið,“ segir Birkir Már. Eftir grasekkilslíf sumarsins hlakkar Birki því til að skjótast til Stokkhólms þar sem strangheiðarleg atvinnuleit tekur við. „Ég á flug bara á mánudagsmorgun. Ég klára það sem ég þarf að gera á sunnudaginn og ætla að drífa mig til fjölskyldunnar á mánudaginn og fara að leita mér að vinnu eins og venjulegt fólk gerir,“ segir Birkir Már að endingu. Valur þarf að forðast tap í leiknum við ÍA á morgun til að tryggja Evrópusæti en Valsmenn eru tveimur stigum fyrir ofan Stjörnuna sem er í fjórða sæti og mætir FH. Aðeins efstu þrjú veita keppnisrétt í Evrópu að ári. Leikir Vals og ÍA og FH við Stjörnuna hefjast klukkan 16:15 á morgun og verða í beinni á rásum Stöðvar 2 Sport.
Valur Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Leik lokið: Afturelding - FH 29-35 | Sannfærandi sex marka sigur meistaranna Handbolti Fleiri fréttir Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Býst við að hætta áður en VAR nær til Íslands Útiliðin hafa fagnað í öllum úrslitaleikjunum síðustu 26 ár „Ég hefði getað skorað átta eða níu mörk í þessum leik“ Einkunnir úr úrslitaleiknum: Magnaður Ísak Snær en Víkingar langt frá sínu besta Sjá meira