Segir ráðherra bera skyldu til að afgreiða umsóknir um hvalveiðar Kjartan Kjartansson skrifar 25. október 2024 09:17 Jón Gunnarsson ætlar að fara inn í matvælaráðuneytið og ganga frá málum sem hann segir vinstri græn hafa vanrækt. Fulltrúar sjávarútvegs, bænda og garðyrkjubænda hafi þegar sett sig í samband við hann eftir að spurðist að hann yrði fulltrúi ráðherra þar. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson, nýr fulltrúi ráðherra í matvælaráðuneytinu, segir að hvalveiðar séu eitt þeirra mála sem hann ætli að skoða þar. Ráðherra beri skylda til að afgreiða umsóknir um veiðileyfi. Jón fer hörðum orðum um fyrrverandi félaga sína í ríkisstjórn úr Vinstri grænum. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og starfandi matvælaráðherra í starfsstjórn, tilkynnti sjálfstæðismönnum í gær að Jón, sem tapaði í atkvæðagreiðslu í kjördæmaráði um sæti á framboðslista í Suðvesturkjördæmi um helgina, yrði sérstakur fulltrúi hans í matvælaráðuneytinu. Í viðtali við Morgunblaðið sagði Jón, sem tekur fimmta sæti á listanum í Suðvesturkjördæmi, að koma þyrfti fjölda mála í höfn sem fyrrverandi ráðherrar Vinstri grænna hefðu vanrækt. Svandís Svavarsdóttir, þáverandi matvælaráðherra, frestaði tímabundið upphafi hvalveiða í fyrra sem vakti reiði sjálfstæðismanna í ríkisstjórn. Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu í ár að ákvörðun hennar hefði ekki átt nægilega stoð í lögum. Jón svaraði því ekki beint hvort að hann ætlaði sér að leyfa hvalveiðar aftur á þeim rúma mánuði sem er til kosninga í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann vissi ekki hvort að einhverjar umsóknir um hvalveiðar lægju fyrir í ráðuneytinu en ráðherra bæri skylda til þess að afgreiða þær umsóknir samkvæmt lögum. „Við munum bara skoða það. Ef það er sótt um þetta er ákveðin lagaleg skylda, lögboðin skylda á ráðherra að afgreiða þá umsókn. Það eru bara lög í gildi. Þetta er eins og ef þú sækir um ökuskírteini. Það getur ekki ekki einhver ráðherra ákveðið það þú eigi ekki að fá ökuskírteini,“ sagði Jón. Ekkert eitt mál væri í forgangi hjá honum í ráðuneytinu en hvalveiðar væru klárlega eitt þeirra mála sem yrði skoðað ef umsóknir kæmu fram. Augljóst að vinstri græn séu á móti verðmætasköpun Jón vandaði fyrrverandi samstarfsfólki sínu í Vinstri grænum ekki kveðjurnar. Taka þyrfti til í öllum greinum á málefnasviði ráðuneytisins á þeim skamma tíma sem væri til stefnu fram að kosningum 30. nóvember. Vinstri græn hefðu gengið mjög illa um grundvallaratvinnuvegi landsins og gengið fram af þjóðinni. Þá sakaði hann forvera Bjarna í embætti matvælaráðherra um að hafa gengið „sóðalega“ fram í hvalveiðimálum og tók undir með spyrli að vinstri græn væru óvinir atvinnulífsins og á móti verðmætasköpun. „Það er augljóst. Þau hugsa í álögum. Þau hugsa í einhverjum girðingum. Ef þau væru raunverulega með alvöru völdin þá kæmumst við lítt áfram alveg eins og þessi stefna sem þessi flokkur stendur fyrir hefur sýnt sig annars staðar í heiminum,“ sagði Jón. Miðflokkur og Lýðræðisflokkur höfðu samband Varðandi framboðsmál sín sagðist Jón hafa fengið símtöl og skilaboð frá öðrum flokkum, meðal annars Miðflokki og Lýðræðisflokki, eftir að hann varð undir í samkeppni við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttir, varaformann flokksins, um annað sætið í Suðvesturkjördæmi á sunnudag. Hann hefði ekki svarað því hann vissi hvert erindi þeirra væri. Aldrei hefði komið til greina að hann byði sig fram fyrir annan flokk en Sjálfstæðisflokkinn. Gaf hann lítið fyrir að kjósendur Sjálfstæðisflokksins flyðu nú yfir til Miðflokksins því þeir teldu síðarnefnda flokkinn fylgja betur sjálfstæðisstefnunni. „Þeir tala hátt,“ sagði Jón um miðflokksmenn en rifjaði jafnframt upp að þegar þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, voru saman í ríkisstjórn frá 2013 til 2016 hafi þeir Sigmundur átt í stöðugri baráttu um orkumál. Gaf Jón í skyn að vandamál í orkumálum nú hefðu getað verið leyst ef ekki hefði verið fyrir andstöðu Sigmundar á sínum tíma. Fréttin hefur verið uppfærð. Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og starfandi matvælaráðherra í starfsstjórn, tilkynnti sjálfstæðismönnum í gær að Jón, sem tapaði í atkvæðagreiðslu í kjördæmaráði um sæti á framboðslista í Suðvesturkjördæmi um helgina, yrði sérstakur fulltrúi hans í matvælaráðuneytinu. Í viðtali við Morgunblaðið sagði Jón, sem tekur fimmta sæti á listanum í Suðvesturkjördæmi, að koma þyrfti fjölda mála í höfn sem fyrrverandi ráðherrar Vinstri grænna hefðu vanrækt. Svandís Svavarsdóttir, þáverandi matvælaráðherra, frestaði tímabundið upphafi hvalveiða í fyrra sem vakti reiði sjálfstæðismanna í ríkisstjórn. Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu í ár að ákvörðun hennar hefði ekki átt nægilega stoð í lögum. Jón svaraði því ekki beint hvort að hann ætlaði sér að leyfa hvalveiðar aftur á þeim rúma mánuði sem er til kosninga í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann vissi ekki hvort að einhverjar umsóknir um hvalveiðar lægju fyrir í ráðuneytinu en ráðherra bæri skylda til þess að afgreiða þær umsóknir samkvæmt lögum. „Við munum bara skoða það. Ef það er sótt um þetta er ákveðin lagaleg skylda, lögboðin skylda á ráðherra að afgreiða þá umsókn. Það eru bara lög í gildi. Þetta er eins og ef þú sækir um ökuskírteini. Það getur ekki ekki einhver ráðherra ákveðið það þú eigi ekki að fá ökuskírteini,“ sagði Jón. Ekkert eitt mál væri í forgangi hjá honum í ráðuneytinu en hvalveiðar væru klárlega eitt þeirra mála sem yrði skoðað ef umsóknir kæmu fram. Augljóst að vinstri græn séu á móti verðmætasköpun Jón vandaði fyrrverandi samstarfsfólki sínu í Vinstri grænum ekki kveðjurnar. Taka þyrfti til í öllum greinum á málefnasviði ráðuneytisins á þeim skamma tíma sem væri til stefnu fram að kosningum 30. nóvember. Vinstri græn hefðu gengið mjög illa um grundvallaratvinnuvegi landsins og gengið fram af þjóðinni. Þá sakaði hann forvera Bjarna í embætti matvælaráðherra um að hafa gengið „sóðalega“ fram í hvalveiðimálum og tók undir með spyrli að vinstri græn væru óvinir atvinnulífsins og á móti verðmætasköpun. „Það er augljóst. Þau hugsa í álögum. Þau hugsa í einhverjum girðingum. Ef þau væru raunverulega með alvöru völdin þá kæmumst við lítt áfram alveg eins og þessi stefna sem þessi flokkur stendur fyrir hefur sýnt sig annars staðar í heiminum,“ sagði Jón. Miðflokkur og Lýðræðisflokkur höfðu samband Varðandi framboðsmál sín sagðist Jón hafa fengið símtöl og skilaboð frá öðrum flokkum, meðal annars Miðflokki og Lýðræðisflokki, eftir að hann varð undir í samkeppni við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttir, varaformann flokksins, um annað sætið í Suðvesturkjördæmi á sunnudag. Hann hefði ekki svarað því hann vissi hvert erindi þeirra væri. Aldrei hefði komið til greina að hann byði sig fram fyrir annan flokk en Sjálfstæðisflokkinn. Gaf hann lítið fyrir að kjósendur Sjálfstæðisflokksins flyðu nú yfir til Miðflokksins því þeir teldu síðarnefnda flokkinn fylgja betur sjálfstæðisstefnunni. „Þeir tala hátt,“ sagði Jón um miðflokksmenn en rifjaði jafnframt upp að þegar þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, voru saman í ríkisstjórn frá 2013 til 2016 hafi þeir Sigmundur átt í stöðugri baráttu um orkumál. Gaf Jón í skyn að vandamál í orkumálum nú hefðu getað verið leyst ef ekki hefði verið fyrir andstöðu Sigmundar á sínum tíma. Fréttin hefur verið uppfærð.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira