Skoðaði hvað fólk gerði á Facebook án samþykkis Árni Sæberg skrifar 25. október 2024 11:31 Samfylkingin skoðaði hvað fólk líkaði við á Facebook í aðdraganda síðustu kosninga. Síðan þá hefur ný forysta tekið við í flokknum. Vísir/Ívar Fannar Samfylkingin skar sig úr í frumkvæðisathugun Persónuverndar á notkun stjórnmálasamtaka á samfélagsmiðlum fyrir kosningar til Alþingis 2021, með víðtækri notkun persónusniða á grundvelli skráningar Facebook á áhugamálum notenda. Viðreisn nýtti sér upplýsingar um þá sem líkað höfðu við flokkinn á Facebook og Instagram og heimsótt vefsíðu hans. Þó var ekki talið tilefni til að beita valdheimildum Persónuverndar. Persónuvernd hefur gefið út álit í framhaldi af athugun á notkun stjórnmálasamtaka á samfélagsmiðlum fyrir kosningar til Alþingis 2021. Með álitinu er kannað hvort unnið hafi verið í samræmi við fyrra álit á þessu sviði frá 5. mars 2020 og er þar að finna niðurstöður um hvernig umrædd vinnsla horfir við ákvæðum persónuverndarlöggjafarinnar. Þá er þar að finna áminningu vegna komandi kosninga. Notaði upplýsingar um hvað fólk líkaði við Í niðurstöðu Persónuverndar segir að almennt hafi stjórnmálasamtök eingöngu notast við breytur mjög almenns eðlis, það er aldursbil og grófa staðsetningu. Einn flokkur, Samfylkingin, hafi þó skorið sig úr með víðtækri notkun persónusniða á grundvelli skráningar Facebook á áhugamálum notenda. Þá hafi hún sent auglýsingar á þá sem líkað höfðu við tiltekið efni á samfélagsmiðlum, samhliða heimsókn á vefsíðu flokksins eða áhorfi á myndbönd hans, svo og þá sem álitnir voru líkjast þeim hópum. Ekkert samþykki lá fyrir Jafnframt hafi Viðreisn notast við upplýsingar um þá sem líkað höfðu við flokkinn á Facebook og Instagram og heimsótt vefsíðu hans, sem og vini umræddra Facebook-notenda og þá sem svipaði til þeirra á miðlinum. Ekki verði á því byggt að hjá umræddum flokkum hafi legið fyrir samþykki hinna skráðu í samræmi við gagnsæiskröfur, en einnig verði að líta til nærgönguls eðlis umræddrar vinnslu. „Að þessu virtu, svo og kröfu um að notkun persónusniða samrýmist lýðræðislegum gildum, reynir jafnframt á hvort meðalhófs hafi verið gætt.“ Í ljósi þess að á samevrópskum vettvangi sé enn beðið úrlausnar, sem skipta muni máli í þessu samhengi, gefist hins vegar ekki tilefni til beitingar valdheimilda Persónuverndar. Ekkert Tiktok síðast Samhliða álitinu hefur Persónuvernd gefið út áminningu vegna komandi kosninga. Þar segir að brýnt sé að farið verði að þeim sjónarmiðum sem lýst er í álitinu hvað snertir nálgun við kjósendur á samfélagsmiðlum. Meðal annars þurfi að fylgja sameiginlegum verklagsreglum stjórnmálasamtaka til að tryggja gagnsæi við vinnslu persónuupplýsinga á samfélagsmiðlum vegna kosninga, hafa tilvísun til viðeigandi fræðslu í auglýsingum og tryggja að auglýsingastofur og greiningaraðilar gæti einnig þeirra sjónarmiða sem lýst er í álitinu. Álitið sé óháð því hvaða samfélagsmiðlar eru notaðir hverju sinni. Komið hafi fram á sjónarsviðið nýir slíkar miðlar og megi þar nefna Tiktok, sem ekki hafi verið nýttur til auglýsinga í tengslum við alþingiskosningarnar 2021 en hafi síðan notið sívaxandi vinsælda, einkum meðal yngra fólks. Öll þau sjónarmið sem rakin eru í álitinu eigi við um þann miðil með sama hætti og aðra samfélagsmiðla, þar á meðal Facebook, sem hingað til hafi mest verið notað af almenningi og við afmörkun markhópa við birtingu auglýsinga fyrir tilteknum einstaklingum á netinu. Samfylkingin Viðreisn Persónuvernd Alþingiskosningar 2024 Samfélagsmiðlar Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Sjá meira
Persónuvernd hefur gefið út álit í framhaldi af athugun á notkun stjórnmálasamtaka á samfélagsmiðlum fyrir kosningar til Alþingis 2021. Með álitinu er kannað hvort unnið hafi verið í samræmi við fyrra álit á þessu sviði frá 5. mars 2020 og er þar að finna niðurstöður um hvernig umrædd vinnsla horfir við ákvæðum persónuverndarlöggjafarinnar. Þá er þar að finna áminningu vegna komandi kosninga. Notaði upplýsingar um hvað fólk líkaði við Í niðurstöðu Persónuverndar segir að almennt hafi stjórnmálasamtök eingöngu notast við breytur mjög almenns eðlis, það er aldursbil og grófa staðsetningu. Einn flokkur, Samfylkingin, hafi þó skorið sig úr með víðtækri notkun persónusniða á grundvelli skráningar Facebook á áhugamálum notenda. Þá hafi hún sent auglýsingar á þá sem líkað höfðu við tiltekið efni á samfélagsmiðlum, samhliða heimsókn á vefsíðu flokksins eða áhorfi á myndbönd hans, svo og þá sem álitnir voru líkjast þeim hópum. Ekkert samþykki lá fyrir Jafnframt hafi Viðreisn notast við upplýsingar um þá sem líkað höfðu við flokkinn á Facebook og Instagram og heimsótt vefsíðu hans, sem og vini umræddra Facebook-notenda og þá sem svipaði til þeirra á miðlinum. Ekki verði á því byggt að hjá umræddum flokkum hafi legið fyrir samþykki hinna skráðu í samræmi við gagnsæiskröfur, en einnig verði að líta til nærgönguls eðlis umræddrar vinnslu. „Að þessu virtu, svo og kröfu um að notkun persónusniða samrýmist lýðræðislegum gildum, reynir jafnframt á hvort meðalhófs hafi verið gætt.“ Í ljósi þess að á samevrópskum vettvangi sé enn beðið úrlausnar, sem skipta muni máli í þessu samhengi, gefist hins vegar ekki tilefni til beitingar valdheimilda Persónuverndar. Ekkert Tiktok síðast Samhliða álitinu hefur Persónuvernd gefið út áminningu vegna komandi kosninga. Þar segir að brýnt sé að farið verði að þeim sjónarmiðum sem lýst er í álitinu hvað snertir nálgun við kjósendur á samfélagsmiðlum. Meðal annars þurfi að fylgja sameiginlegum verklagsreglum stjórnmálasamtaka til að tryggja gagnsæi við vinnslu persónuupplýsinga á samfélagsmiðlum vegna kosninga, hafa tilvísun til viðeigandi fræðslu í auglýsingum og tryggja að auglýsingastofur og greiningaraðilar gæti einnig þeirra sjónarmiða sem lýst er í álitinu. Álitið sé óháð því hvaða samfélagsmiðlar eru notaðir hverju sinni. Komið hafi fram á sjónarsviðið nýir slíkar miðlar og megi þar nefna Tiktok, sem ekki hafi verið nýttur til auglýsinga í tengslum við alþingiskosningarnar 2021 en hafi síðan notið sívaxandi vinsælda, einkum meðal yngra fólks. Öll þau sjónarmið sem rakin eru í álitinu eigi við um þann miðil með sama hætti og aðra samfélagsmiðla, þar á meðal Facebook, sem hingað til hafi mest verið notað af almenningi og við afmörkun markhópa við birtingu auglýsinga fyrir tilteknum einstaklingum á netinu.
Samfylkingin Viðreisn Persónuvernd Alþingiskosningar 2024 Samfélagsmiðlar Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Sjá meira