Skoðaði hvað fólk gerði á Facebook án samþykkis Árni Sæberg skrifar 25. október 2024 11:31 Samfylkingin skoðaði hvað fólk líkaði við á Facebook í aðdraganda síðustu kosninga. Síðan þá hefur ný forysta tekið við í flokknum. Vísir/Ívar Fannar Samfylkingin skar sig úr í frumkvæðisathugun Persónuverndar á notkun stjórnmálasamtaka á samfélagsmiðlum fyrir kosningar til Alþingis 2021, með víðtækri notkun persónusniða á grundvelli skráningar Facebook á áhugamálum notenda. Viðreisn nýtti sér upplýsingar um þá sem líkað höfðu við flokkinn á Facebook og Instagram og heimsótt vefsíðu hans. Þó var ekki talið tilefni til að beita valdheimildum Persónuverndar. Persónuvernd hefur gefið út álit í framhaldi af athugun á notkun stjórnmálasamtaka á samfélagsmiðlum fyrir kosningar til Alþingis 2021. Með álitinu er kannað hvort unnið hafi verið í samræmi við fyrra álit á þessu sviði frá 5. mars 2020 og er þar að finna niðurstöður um hvernig umrædd vinnsla horfir við ákvæðum persónuverndarlöggjafarinnar. Þá er þar að finna áminningu vegna komandi kosninga. Notaði upplýsingar um hvað fólk líkaði við Í niðurstöðu Persónuverndar segir að almennt hafi stjórnmálasamtök eingöngu notast við breytur mjög almenns eðlis, það er aldursbil og grófa staðsetningu. Einn flokkur, Samfylkingin, hafi þó skorið sig úr með víðtækri notkun persónusniða á grundvelli skráningar Facebook á áhugamálum notenda. Þá hafi hún sent auglýsingar á þá sem líkað höfðu við tiltekið efni á samfélagsmiðlum, samhliða heimsókn á vefsíðu flokksins eða áhorfi á myndbönd hans, svo og þá sem álitnir voru líkjast þeim hópum. Ekkert samþykki lá fyrir Jafnframt hafi Viðreisn notast við upplýsingar um þá sem líkað höfðu við flokkinn á Facebook og Instagram og heimsótt vefsíðu hans, sem og vini umræddra Facebook-notenda og þá sem svipaði til þeirra á miðlinum. Ekki verði á því byggt að hjá umræddum flokkum hafi legið fyrir samþykki hinna skráðu í samræmi við gagnsæiskröfur, en einnig verði að líta til nærgönguls eðlis umræddrar vinnslu. „Að þessu virtu, svo og kröfu um að notkun persónusniða samrýmist lýðræðislegum gildum, reynir jafnframt á hvort meðalhófs hafi verið gætt.“ Í ljósi þess að á samevrópskum vettvangi sé enn beðið úrlausnar, sem skipta muni máli í þessu samhengi, gefist hins vegar ekki tilefni til beitingar valdheimilda Persónuverndar. Ekkert Tiktok síðast Samhliða álitinu hefur Persónuvernd gefið út áminningu vegna komandi kosninga. Þar segir að brýnt sé að farið verði að þeim sjónarmiðum sem lýst er í álitinu hvað snertir nálgun við kjósendur á samfélagsmiðlum. Meðal annars þurfi að fylgja sameiginlegum verklagsreglum stjórnmálasamtaka til að tryggja gagnsæi við vinnslu persónuupplýsinga á samfélagsmiðlum vegna kosninga, hafa tilvísun til viðeigandi fræðslu í auglýsingum og tryggja að auglýsingastofur og greiningaraðilar gæti einnig þeirra sjónarmiða sem lýst er í álitinu. Álitið sé óháð því hvaða samfélagsmiðlar eru notaðir hverju sinni. Komið hafi fram á sjónarsviðið nýir slíkar miðlar og megi þar nefna Tiktok, sem ekki hafi verið nýttur til auglýsinga í tengslum við alþingiskosningarnar 2021 en hafi síðan notið sívaxandi vinsælda, einkum meðal yngra fólks. Öll þau sjónarmið sem rakin eru í álitinu eigi við um þann miðil með sama hætti og aðra samfélagsmiðla, þar á meðal Facebook, sem hingað til hafi mest verið notað af almenningi og við afmörkun markhópa við birtingu auglýsinga fyrir tilteknum einstaklingum á netinu. Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Samfylkingin Viðreisn Persónuvernd Alþingiskosningar 2024 Samfélagsmiðlar Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira
Persónuvernd hefur gefið út álit í framhaldi af athugun á notkun stjórnmálasamtaka á samfélagsmiðlum fyrir kosningar til Alþingis 2021. Með álitinu er kannað hvort unnið hafi verið í samræmi við fyrra álit á þessu sviði frá 5. mars 2020 og er þar að finna niðurstöður um hvernig umrædd vinnsla horfir við ákvæðum persónuverndarlöggjafarinnar. Þá er þar að finna áminningu vegna komandi kosninga. Notaði upplýsingar um hvað fólk líkaði við Í niðurstöðu Persónuverndar segir að almennt hafi stjórnmálasamtök eingöngu notast við breytur mjög almenns eðlis, það er aldursbil og grófa staðsetningu. Einn flokkur, Samfylkingin, hafi þó skorið sig úr með víðtækri notkun persónusniða á grundvelli skráningar Facebook á áhugamálum notenda. Þá hafi hún sent auglýsingar á þá sem líkað höfðu við tiltekið efni á samfélagsmiðlum, samhliða heimsókn á vefsíðu flokksins eða áhorfi á myndbönd hans, svo og þá sem álitnir voru líkjast þeim hópum. Ekkert samþykki lá fyrir Jafnframt hafi Viðreisn notast við upplýsingar um þá sem líkað höfðu við flokkinn á Facebook og Instagram og heimsótt vefsíðu hans, sem og vini umræddra Facebook-notenda og þá sem svipaði til þeirra á miðlinum. Ekki verði á því byggt að hjá umræddum flokkum hafi legið fyrir samþykki hinna skráðu í samræmi við gagnsæiskröfur, en einnig verði að líta til nærgönguls eðlis umræddrar vinnslu. „Að þessu virtu, svo og kröfu um að notkun persónusniða samrýmist lýðræðislegum gildum, reynir jafnframt á hvort meðalhófs hafi verið gætt.“ Í ljósi þess að á samevrópskum vettvangi sé enn beðið úrlausnar, sem skipta muni máli í þessu samhengi, gefist hins vegar ekki tilefni til beitingar valdheimilda Persónuverndar. Ekkert Tiktok síðast Samhliða álitinu hefur Persónuvernd gefið út áminningu vegna komandi kosninga. Þar segir að brýnt sé að farið verði að þeim sjónarmiðum sem lýst er í álitinu hvað snertir nálgun við kjósendur á samfélagsmiðlum. Meðal annars þurfi að fylgja sameiginlegum verklagsreglum stjórnmálasamtaka til að tryggja gagnsæi við vinnslu persónuupplýsinga á samfélagsmiðlum vegna kosninga, hafa tilvísun til viðeigandi fræðslu í auglýsingum og tryggja að auglýsingastofur og greiningaraðilar gæti einnig þeirra sjónarmiða sem lýst er í álitinu. Álitið sé óháð því hvaða samfélagsmiðlar eru notaðir hverju sinni. Komið hafi fram á sjónarsviðið nýir slíkar miðlar og megi þar nefna Tiktok, sem ekki hafi verið nýttur til auglýsinga í tengslum við alþingiskosningarnar 2021 en hafi síðan notið sívaxandi vinsælda, einkum meðal yngra fólks. Öll þau sjónarmið sem rakin eru í álitinu eigi við um þann miðil með sama hætti og aðra samfélagsmiðla, þar á meðal Facebook, sem hingað til hafi mest verið notað af almenningi og við afmörkun markhópa við birtingu auglýsinga fyrir tilteknum einstaklingum á netinu.
Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Samfylkingin Viðreisn Persónuvernd Alþingiskosningar 2024 Samfélagsmiðlar Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira