Stöð 2 Sport sýnir að sjálfsögðu leikinn í afar veglegri útsendingu á sunnudag þar sem upphitun hefst klukkan 17:45, eða 45 mínútum fyrir leik.
Sérstakt upphitunarmyndband úr smiðju stöðvarinnar má sjá hér að neðan, þar sem sjá má brot úr eftirminnilegum og hörðum rimmum liðanna á síðustu árum. Það var Samúel Ari Halldórsson sem setti saman.
Víkingur er ríkjandi Íslandsmeistari, Breiðablik vann titilinn í annað sinn í sögu félagsins árið 2022 og Víkingur vann titilinn árið 2021, eftir þrjátíu ára bið.
Liðin eru jöfn að stigum eftir 26 umferðir í Bestu deildinni en Víkingar eru með betri markatölu og dugar því jafntefli á sunnudaginn til að landa titlinum.
Leikurinn á sunnudaginn kemur, 27. október, er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Útsending hefst klukkan 17:45 og leikurinn klukkan 18:30. Stúkan gerir svo leikinn og tímabilið upp kl. 21:15.