Formaðurinn og þjálfarinn handskafa völlinn fyrir stórleikinn á morgun Aron Guðmundsson skrifar 25. október 2024 13:47 Samúel Samúelsson, formaður meistaraflokksráðs karla hjá Vestra og Davíð Smári Lamude, þjálfari karlaliðs Vestra eru meðal þeirra manna sem þessa stundina eru að handskafa Kerecisvöllinn á Ísafirði því að á morgun fer fram mikilvægasti leikur Vestra í Bestu deildinni. Aðsend mynd Vestramenn sitja ekki auðum höndum þessar klukkustundirnar. Fjölmennur hópur vaskra manna er mættur á Kerecisvöllinn til þess að handskafa völlinn eftir snjókomu síðustu tveggja sólarhringa. Á morgun taka Vestramenn á móti Fylki í lokaumferð Bestu deildarinnar. Leikur sem að sker úr um hvort heimamenn haldi sæti sínu í deildinni. Í samtali við íþróttadeild Vísis segir Samúel Samúelsson, formaður meistaraflokksráðs karla hjá Vestra, að búið sé að fara yfir Kerecisvöllinn á vélknúnu tæki og taka mesta snjóinn af honum. Sex sjálfboðaliðar eru nú mættir á völlinn, þeirra á meðal téður Samúel og þjálfarinn Davíð Smári Lamude, til þess að handskafa restina af snjónum svo í ljós komi iðagrænn litur gervigrassins. Gervigras var lagt á Kerecisvöllinn fyrir yfirstandandi tímabil en fram að þeirri stundu hafði lið Vestra leikið sína leiki á náttúrulegu grasi. Aðstæður sem hefði ekki verið hægt að leika við á morgun. Notast var við lítið vélknúið tæki með sköfu til þess að taka mesta snjóinn af en ekki farið með sköfuna sjálfa alveg niður í gervigrasið af hættu við að skemma það. Því er verið að handskafa síðasta snjóalagið af vellinumAðsend mynd Lagnir voru lagðar undir Kerecisvöllinn áður en að gervigras var sett á hann en ekki er búið að virkja það kerfi og því er staðan sú eins og er að völlurinn er ekki upphitaður. Að sögn Samúels hefur veðrið á Ísafirði verið með góðu móti fyrri hluta vikunnar og hefur lið Vestra geta æft við góðar aðstæður. Hins vegar hafi tekið að snjóa í fyrradag og í gær og því þurfi að moka völlinn í dag. „Hitinn steig seinna upp heldur en spáð höfðu gert ráð fyrir og rigningin sem að spáð var hefur ekki látið sjá sig. Við erum því að handskafa völlinn þessa stundina og svo verður æft á honum seinni partinn,“ sagði Samúel en engin snjókoma er í kortunum fram að leik og hann hefur engar áhyggjur af því að völlurinn verði ekki leikhæfur. Sammi og Davíð Smári „Eins og spár eru núna gæti snjóað eitthvað í hálfleik eða seinni hálfleik. Það er þó ekkert frost í kortunum.“ Vestri og HK eru jöfn að stigum í tíunda og ellefta sæti Bestu deildarinnar fyrir leikina í lokaumferðinni á morgun. Vestri er þó með töluvert betri markatölu og situr því í síðasta örugga sæti deildarinnar og sigri þeir Fylki á morgun er ljóst að sæti þeirra í deildinni verður tryggt fyrir næsta tímabil. Vaskur hópur manna er mættur á Kerecisvöllinn á Ísafirði til þess að handskafa hann. Hér næst okkur á myndinni má sjá Davíð Smára, þjálfara Vestra liðsins á sköfunni.Aðsend mynd HK mætir KR á morgun. HK verður að treysta á að Vestri tapi stigum sem og klára sitt gegn KR til að halda sæti sínu í deildinni. Aðspurður um stemninguna fyrir vestan fyrir stóra deginum á morgun hafði Samúel þetta að segja: „Stemningin er góð í kringum félagið. Leikmenn eru staðráðnir í að klára þetta verkefni sjálfir og að þurfa ekki að treysta á aðra.“ Besta deild karla Vestri Ísafjarðarbær Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Í samtali við íþróttadeild Vísis segir Samúel Samúelsson, formaður meistaraflokksráðs karla hjá Vestra, að búið sé að fara yfir Kerecisvöllinn á vélknúnu tæki og taka mesta snjóinn af honum. Sex sjálfboðaliðar eru nú mættir á völlinn, þeirra á meðal téður Samúel og þjálfarinn Davíð Smári Lamude, til þess að handskafa restina af snjónum svo í ljós komi iðagrænn litur gervigrassins. Gervigras var lagt á Kerecisvöllinn fyrir yfirstandandi tímabil en fram að þeirri stundu hafði lið Vestra leikið sína leiki á náttúrulegu grasi. Aðstæður sem hefði ekki verið hægt að leika við á morgun. Notast var við lítið vélknúið tæki með sköfu til þess að taka mesta snjóinn af en ekki farið með sköfuna sjálfa alveg niður í gervigrasið af hættu við að skemma það. Því er verið að handskafa síðasta snjóalagið af vellinumAðsend mynd Lagnir voru lagðar undir Kerecisvöllinn áður en að gervigras var sett á hann en ekki er búið að virkja það kerfi og því er staðan sú eins og er að völlurinn er ekki upphitaður. Að sögn Samúels hefur veðrið á Ísafirði verið með góðu móti fyrri hluta vikunnar og hefur lið Vestra geta æft við góðar aðstæður. Hins vegar hafi tekið að snjóa í fyrradag og í gær og því þurfi að moka völlinn í dag. „Hitinn steig seinna upp heldur en spáð höfðu gert ráð fyrir og rigningin sem að spáð var hefur ekki látið sjá sig. Við erum því að handskafa völlinn þessa stundina og svo verður æft á honum seinni partinn,“ sagði Samúel en engin snjókoma er í kortunum fram að leik og hann hefur engar áhyggjur af því að völlurinn verði ekki leikhæfur. Sammi og Davíð Smári „Eins og spár eru núna gæti snjóað eitthvað í hálfleik eða seinni hálfleik. Það er þó ekkert frost í kortunum.“ Vestri og HK eru jöfn að stigum í tíunda og ellefta sæti Bestu deildarinnar fyrir leikina í lokaumferðinni á morgun. Vestri er þó með töluvert betri markatölu og situr því í síðasta örugga sæti deildarinnar og sigri þeir Fylki á morgun er ljóst að sæti þeirra í deildinni verður tryggt fyrir næsta tímabil. Vaskur hópur manna er mættur á Kerecisvöllinn á Ísafirði til þess að handskafa hann. Hér næst okkur á myndinni má sjá Davíð Smára, þjálfara Vestra liðsins á sköfunni.Aðsend mynd HK mætir KR á morgun. HK verður að treysta á að Vestri tapi stigum sem og klára sitt gegn KR til að halda sæti sínu í deildinni. Aðspurður um stemninguna fyrir vestan fyrir stóra deginum á morgun hafði Samúel þetta að segja: „Stemningin er góð í kringum félagið. Leikmenn eru staðráðnir í að klára þetta verkefni sjálfir og að þurfa ekki að treysta á aðra.“
Besta deild karla Vestri Ísafjarðarbær Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira