Uppgjörið: Stjarnan - FH 3-2 | Hilmar Árni kvaddi Stjörnuna með marki Hjörvar Ólafsson skrifar 26. október 2024 18:06 Hilmar Árni og Emil Atlason fagna Vísir / Anton Brink Stjarnan bar sigurorð af FH þegar liðin áttust við í lokaumferð Bestu deildar karla í fótbolta á Samsung-vellinum í Garðabænum í kvöld. Þetta var kveðjuleikur Daníels Laxdal, Hilmars Árna Halldórssonar og Þórarins Inga Valdimarssonar fyrir Stjörnuna. Fyrri hálfleikur var fjörugur og mörkunum rigndi inn í nepjunni. Hilmar Árni Halldórsson, sem var líkt og Daníel Laxdal að spila sinn síðasta leik fyrir Stjörnuna í kvöld, kom heimamönnum yfir eftir rúmlega hálftíma leik. Óli Valur Ómarsson átti þá einn af sínum fjölmörgu góðu sprettum upp hægri vænginn í leiknum og fann Hilmar Árna sem skoraði týpiískt Hilmars Árna mark með hnitmiðuðu skoti. Adam var hins vegar ekki lengi í paradís hjá Stjörnumönnum þar sem Sigurður Bjartur Hallssson nýtti sér mistök í uppspili Stjörnuliðsins og jafnaði metin með snotru utanfótarskoti sex mínútum síðar. Nú voru allar flóðgáttir opnaðar og skömmu síðar náði Emil Atlason forystunni fyrir Stjörnuna á nýjan leik. Þap var einföld uppskrift sem leiddi að marki Emils. Löng spyrna Árna Snæs Ólafssonar frá marki Stjörnunnar setti Emil í gegn og framherjinn kláraði færið af stakri prýði. Kjartan Kári Halldórsson sá svo til þess að staðan var 2-2 í hálfleik með marki sínu stuttu áður en Erlendur Eiríksson blés til hálfleiks. Stjarnan eygði von um að ná Evrópusæti fyrir lokaumferðina en það var líkt og leikmenn liðsins hefðu fengið veður af því að Valur væri að valta yfir Skagamenn á Hlíðarenda í hálfleik og að vonin um Evrópubolta á næsta keppnistímabili væri ansi fjarlæg. Róaðist leikurinn nokkuð í seinni hálfleik en það var sjálfsmark Ólafs Guðmundssonar sem sá til þess að Daníel, Hilmar Árni og Þórarinn Ingi Valdimarsson, sem var í liðsstjórn hjá Stjörnunni í kvöld, kvöddu Stjörnuna með sigri. Stjarnan endar mótið í fjórða sæti sem dugar ekki til þess að tryggja sér farseðil í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu og FH hafnar í sjötta sæti. Að leik loknum var Daníel kvaddur með tilfinningaþrungnu myndbandi og liðsmenn Silfurskeiðariinnar og aðrir stuðningsmenn fögnuðu þessum tímamótum með goðsögninni og Hilmari Árna og Þórarni Inga. Jökull gengur nokkuð sáttur frá tímabilinu. Vísir/Diego Jökull: Sáttur þrátt fyrir að hafa viljað ná Evrópusæti „Það var gott að geta kvatt þessa þrjá heiðursmenn með sigri og fara á jákvæðum nótum frá þessu móti. Það er forréttindi að hafa fengið að þjálfa þá og fylgja þeim síðasta spölinn á ferlinum. Við hefðum auðvitað viljað enda í Evrópusæti en heilt yfir er ég sáttur við árangurinn á tímabilinu,“ sagði Jökull I. Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar að leik loknum. „Þetta var kaflaskipt tímabil og við tókum nokkrar dýfur sem við verðum bara að læra af. Mér fannst við verðskulda fleiri stig í úrslitakeppninni en það þýðir ekkert að pæla í því núna. Við erum á flottum stað með þetta lið og höldum bara áfram þeirri vegferð á næstu leiktíð,“ sagði Jökull enn fremur. „Fyrir utan þá þrjá leikmenn sem við erum að kveðja núna liggur ekkert fyrir um breytingar á leikmannahópnum. Það verður bara skoðað á næstu vikum. Það er áhugi erlendis frá á nokkrum leikmönnum hjá okkur og við sjáum bara til hvernig það þróast. Við viljum hjálpa leikmönnum að vaxa og dafna og aðstoða þá við að taka næstu skref á ferli sínum. Vonandi tekst það á komandi mánuðum,“ sagði Jökull um stöðu mála hjá Stjörnunni. „Við höfum lært heilmargt á þessu tímabili og komum enn sterkari til leiks næsta vor. Það er á hreinu. Liðið er stöðugt að bæta sig að mínu mati og það þarf bara að halda áfram. Við erum meira að velta því fyrir okkur að bæta leikmenn og heildarmyndina á liðinu en á sama tíma viljum við auðvitað enda eins ofarlega í deildinni og mögulegt er,“ segir hann um framhaldið. Atvik leiksins Segja má að fallegasta stundin hafi verið eftir leik þegar Stjörnumenn horfðu saman á myndband Daníel til heiðurs og svo var kappinn tolleraður. Það var mikið um faðmlög og ljóst að mikils metnir menn voru að kveðja leikmannahóp Stjörnunnar. Stjörnur og skúrkar Kjartan Már Kjartansson átti enn einn stórleikinn inni á miðsvæðinu hjá Stjörunnni. Hilmar Árni kvaddi með stæl og skoraði mark í kveðjuleiknum. Óli Valur var með áætlunarferðir upp hægri vænginn og Daníel steig fá feilspor í síðasta leik sínum fyrir uppeldisfélagið. Hjá FH var Sigurður Bjartur lúsiðinn og skoraði huggulegt mark. Kjartan Kári skapaði trekk í trekk hættur með fyrirgjöfum sínum bæði úr opnum leik og föstum leikatriðum. Baldur Kári Helgason var svo flottur í vinstri bakverðinum. Dómarar leiksins Erlendur Eiríksson og hans aðstoðarmenn voru með allt í teskeið í þessum leik og fá að launum átta í einkunn fyrir fyrirmyndar frammistöðu sína. Stemming og umgjörð Stjörnumenn fjölmenntu til þess að kveðja Daníel, Hilmar Árna og Þórarinn Inga. Myndbandið sem sýnt var að leik loknum var miög flott og stemmingin á meðan á leiknum stóð og eftir leik glimrandi. Besta deild karla Stjarnan FH
Stjarnan bar sigurorð af FH þegar liðin áttust við í lokaumferð Bestu deildar karla í fótbolta á Samsung-vellinum í Garðabænum í kvöld. Þetta var kveðjuleikur Daníels Laxdal, Hilmars Árna Halldórssonar og Þórarins Inga Valdimarssonar fyrir Stjörnuna. Fyrri hálfleikur var fjörugur og mörkunum rigndi inn í nepjunni. Hilmar Árni Halldórsson, sem var líkt og Daníel Laxdal að spila sinn síðasta leik fyrir Stjörnuna í kvöld, kom heimamönnum yfir eftir rúmlega hálftíma leik. Óli Valur Ómarsson átti þá einn af sínum fjölmörgu góðu sprettum upp hægri vænginn í leiknum og fann Hilmar Árna sem skoraði týpiískt Hilmars Árna mark með hnitmiðuðu skoti. Adam var hins vegar ekki lengi í paradís hjá Stjörnumönnum þar sem Sigurður Bjartur Hallssson nýtti sér mistök í uppspili Stjörnuliðsins og jafnaði metin með snotru utanfótarskoti sex mínútum síðar. Nú voru allar flóðgáttir opnaðar og skömmu síðar náði Emil Atlason forystunni fyrir Stjörnuna á nýjan leik. Þap var einföld uppskrift sem leiddi að marki Emils. Löng spyrna Árna Snæs Ólafssonar frá marki Stjörnunnar setti Emil í gegn og framherjinn kláraði færið af stakri prýði. Kjartan Kári Halldórsson sá svo til þess að staðan var 2-2 í hálfleik með marki sínu stuttu áður en Erlendur Eiríksson blés til hálfleiks. Stjarnan eygði von um að ná Evrópusæti fyrir lokaumferðina en það var líkt og leikmenn liðsins hefðu fengið veður af því að Valur væri að valta yfir Skagamenn á Hlíðarenda í hálfleik og að vonin um Evrópubolta á næsta keppnistímabili væri ansi fjarlæg. Róaðist leikurinn nokkuð í seinni hálfleik en það var sjálfsmark Ólafs Guðmundssonar sem sá til þess að Daníel, Hilmar Árni og Þórarinn Ingi Valdimarsson, sem var í liðsstjórn hjá Stjörnunni í kvöld, kvöddu Stjörnuna með sigri. Stjarnan endar mótið í fjórða sæti sem dugar ekki til þess að tryggja sér farseðil í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu og FH hafnar í sjötta sæti. Að leik loknum var Daníel kvaddur með tilfinningaþrungnu myndbandi og liðsmenn Silfurskeiðariinnar og aðrir stuðningsmenn fögnuðu þessum tímamótum með goðsögninni og Hilmari Árna og Þórarni Inga. Jökull gengur nokkuð sáttur frá tímabilinu. Vísir/Diego Jökull: Sáttur þrátt fyrir að hafa viljað ná Evrópusæti „Það var gott að geta kvatt þessa þrjá heiðursmenn með sigri og fara á jákvæðum nótum frá þessu móti. Það er forréttindi að hafa fengið að þjálfa þá og fylgja þeim síðasta spölinn á ferlinum. Við hefðum auðvitað viljað enda í Evrópusæti en heilt yfir er ég sáttur við árangurinn á tímabilinu,“ sagði Jökull I. Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar að leik loknum. „Þetta var kaflaskipt tímabil og við tókum nokkrar dýfur sem við verðum bara að læra af. Mér fannst við verðskulda fleiri stig í úrslitakeppninni en það þýðir ekkert að pæla í því núna. Við erum á flottum stað með þetta lið og höldum bara áfram þeirri vegferð á næstu leiktíð,“ sagði Jökull enn fremur. „Fyrir utan þá þrjá leikmenn sem við erum að kveðja núna liggur ekkert fyrir um breytingar á leikmannahópnum. Það verður bara skoðað á næstu vikum. Það er áhugi erlendis frá á nokkrum leikmönnum hjá okkur og við sjáum bara til hvernig það þróast. Við viljum hjálpa leikmönnum að vaxa og dafna og aðstoða þá við að taka næstu skref á ferli sínum. Vonandi tekst það á komandi mánuðum,“ sagði Jökull um stöðu mála hjá Stjörnunni. „Við höfum lært heilmargt á þessu tímabili og komum enn sterkari til leiks næsta vor. Það er á hreinu. Liðið er stöðugt að bæta sig að mínu mati og það þarf bara að halda áfram. Við erum meira að velta því fyrir okkur að bæta leikmenn og heildarmyndina á liðinu en á sama tíma viljum við auðvitað enda eins ofarlega í deildinni og mögulegt er,“ segir hann um framhaldið. Atvik leiksins Segja má að fallegasta stundin hafi verið eftir leik þegar Stjörnumenn horfðu saman á myndband Daníel til heiðurs og svo var kappinn tolleraður. Það var mikið um faðmlög og ljóst að mikils metnir menn voru að kveðja leikmannahóp Stjörnunnar. Stjörnur og skúrkar Kjartan Már Kjartansson átti enn einn stórleikinn inni á miðsvæðinu hjá Stjörunnni. Hilmar Árni kvaddi með stæl og skoraði mark í kveðjuleiknum. Óli Valur var með áætlunarferðir upp hægri vænginn og Daníel steig fá feilspor í síðasta leik sínum fyrir uppeldisfélagið. Hjá FH var Sigurður Bjartur lúsiðinn og skoraði huggulegt mark. Kjartan Kári skapaði trekk í trekk hættur með fyrirgjöfum sínum bæði úr opnum leik og föstum leikatriðum. Baldur Kári Helgason var svo flottur í vinstri bakverðinum. Dómarar leiksins Erlendur Eiríksson og hans aðstoðarmenn voru með allt í teskeið í þessum leik og fá að launum átta í einkunn fyrir fyrirmyndar frammistöðu sína. Stemming og umgjörð Stjörnumenn fjölmenntu til þess að kveðja Daníel, Hilmar Árna og Þórarinn Inga. Myndbandið sem sýnt var að leik loknum var miög flott og stemmingin á meðan á leiknum stóð og eftir leik glimrandi.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti