Innlent

Ragna fær annað sætið í Reykja­vík suður

Árni Sæberg skrifar
Ragna hefur lengi verið viðloðin Samfylkinguna.
Ragna hefur lengi verið viðloðin Samfylkinguna. Vísir/Vilhelm

Ragna Sigurðardóttir, læknir og varaþingmaður, hefur verið tilnefnd af uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í annað sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Kosið verður um lista Samfylkingarinnar á morgun.

Frá þessu greinir Ragna í færslu á Facebook. Þar segir að síðan hún var barn hafi hún haft brennandi áhuga á íslensku samfélagi og grunninnviðum þess; ekki síst menntakerfinu og heilbrigðiskerfinu, alveg frá því að hún flutti til Íslands frá Bandaríkjunum 15 ára gömul.

„Nú vil ég bjóða mig fram til að beita mér á hinu pólitíska sviði í þágu samfélagsins og berjast fyrir styrkinginu þeirra innviða sem við þurfum öll að geta reitt okkur á í lífinu.“

Ragna skipaði fimmta sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður í kosningunum árið 2021 og hefur komið inn á þing sem varaþingmaður. Þá var hún borgarfulltrúi á árunum 2020 til 2022.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×