Fjölskylda Matthew Perry tjáir sig í fyrsta skipti Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 25. október 2024 15:00 Matthew Perry lést fyrir tæpu ári síðan. Getty/Michael Tullberg Tæpt ár er liðið síðan leikarinn Matthew Perry lést skyndilega 54 ára gamall. Fjölskylda hans tjáði sig um andlátið í fyrsta skipti en þau hafa stofnað styrktarsjóð fyrir einstaklinga með fíknisjúkdóma. Matthew Perry lést í október í fyrra vegna ofneyslu ketamíns. Hann var helst þekktur fyrir hlutverk sitt sem Chandler Bing í þáttaseríunum Friends. Stjúpfaðir og systir Perry töluðu í fyrsta skipti opinberlega um andlát hans í viðtali við Hello! Kanada. „Hann hafði þann eiginleika að lýsa upp herbergi með ljósi“ segir Caitlin Morrison, yngri systir Perry. Sjóður í minningu leikarans Þau feðginin stofnuðu „The Matthew Perry Foundation of Canada“ í minningu hans. Markmið styrktarsjóðsins er að hjálpa einstaklingum að stíga fyrstu skrefin eftir meðferð gegn fíknisjúkdómum. Caitilin segir það vera eins og hún sitji við hlið Matthew alla daga í starfi sínu á meðan hún berjist fyrir einhverju sem skipti hann máli. Keith Morrison, stjúpfaðir Perry, lýsti áfallinu sem fjölskyldan varð fyrir við andlátið. Hann segir það afskaplega vont að missa barnið sitt, jafnvel þótt einstaklingurinn sé undirbúinn fyrir það. Fimm ákærðir Alls hafa fimm verið ákærðir vegna andláts leikarans. Læknarnir Salvador Plasencia, Mark Chavez og Jasveen Sangha og einnig Eric Fleming og Kenneth Iwamasa, aðstoðarmaður Perry. Mark Chavez hefur játað sök en hann útvegaði Perry ketamín. Einnig hefur Eric Fleming játað fyrir dómi að hann seldi Iwamasa fimmtíu glös af ketamíni. Iwamasa sagði þá fyrir dómi að hann hefði sprautað Perry með efninu daginn áður en hann lést. Ketamín er sterkt svæfingar- eða deyfingarlyf sem er notað sem meðferð við þunglyndi, verkjum og kvíða. Andlát Matthew Perry Bandaríkin Hollywood Friends Tengdar fréttir Matthew Perry látinn Matthew Perry, ein af stjörnum gamanþáttanna Friends, er látinn 54 ára gamall. Perry lék Chandler Bing í tíu þáttaröðum Friends á árunum 1994 til 2004. Þættirnir eru einhverjir vinsælustu sjónvarpsþættir sögunnar. 29. október 2023 00:32 Dánarorsök Matthew Perry ljós Leikarinn Matthew Perry sem fór með hlutverk Chandlers Bing í gamanþáttunum Friends lést eftir að hann tók inn ketamín. Efnið er notað sem lyf við þunglyndi og kvíða en einnig sem vímuefni. 15. desember 2023 21:52 Handtekinn í tengslum við andlát Matthew Perry Einstaklingur hefur verið handtekinn í suðurhluta Kaliforníu í Bandaríkjunum í tengslum við andlát Hollywood leikarans Matthew Perry. Perry lést eftir að hann tók inn of stóran skammt af ketamíni. 15. ágúst 2024 14:59 Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Fleiri fréttir Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjá meira
Matthew Perry lést í október í fyrra vegna ofneyslu ketamíns. Hann var helst þekktur fyrir hlutverk sitt sem Chandler Bing í þáttaseríunum Friends. Stjúpfaðir og systir Perry töluðu í fyrsta skipti opinberlega um andlát hans í viðtali við Hello! Kanada. „Hann hafði þann eiginleika að lýsa upp herbergi með ljósi“ segir Caitlin Morrison, yngri systir Perry. Sjóður í minningu leikarans Þau feðginin stofnuðu „The Matthew Perry Foundation of Canada“ í minningu hans. Markmið styrktarsjóðsins er að hjálpa einstaklingum að stíga fyrstu skrefin eftir meðferð gegn fíknisjúkdómum. Caitilin segir það vera eins og hún sitji við hlið Matthew alla daga í starfi sínu á meðan hún berjist fyrir einhverju sem skipti hann máli. Keith Morrison, stjúpfaðir Perry, lýsti áfallinu sem fjölskyldan varð fyrir við andlátið. Hann segir það afskaplega vont að missa barnið sitt, jafnvel þótt einstaklingurinn sé undirbúinn fyrir það. Fimm ákærðir Alls hafa fimm verið ákærðir vegna andláts leikarans. Læknarnir Salvador Plasencia, Mark Chavez og Jasveen Sangha og einnig Eric Fleming og Kenneth Iwamasa, aðstoðarmaður Perry. Mark Chavez hefur játað sök en hann útvegaði Perry ketamín. Einnig hefur Eric Fleming játað fyrir dómi að hann seldi Iwamasa fimmtíu glös af ketamíni. Iwamasa sagði þá fyrir dómi að hann hefði sprautað Perry með efninu daginn áður en hann lést. Ketamín er sterkt svæfingar- eða deyfingarlyf sem er notað sem meðferð við þunglyndi, verkjum og kvíða.
Andlát Matthew Perry Bandaríkin Hollywood Friends Tengdar fréttir Matthew Perry látinn Matthew Perry, ein af stjörnum gamanþáttanna Friends, er látinn 54 ára gamall. Perry lék Chandler Bing í tíu þáttaröðum Friends á árunum 1994 til 2004. Þættirnir eru einhverjir vinsælustu sjónvarpsþættir sögunnar. 29. október 2023 00:32 Dánarorsök Matthew Perry ljós Leikarinn Matthew Perry sem fór með hlutverk Chandlers Bing í gamanþáttunum Friends lést eftir að hann tók inn ketamín. Efnið er notað sem lyf við þunglyndi og kvíða en einnig sem vímuefni. 15. desember 2023 21:52 Handtekinn í tengslum við andlát Matthew Perry Einstaklingur hefur verið handtekinn í suðurhluta Kaliforníu í Bandaríkjunum í tengslum við andlát Hollywood leikarans Matthew Perry. Perry lést eftir að hann tók inn of stóran skammt af ketamíni. 15. ágúst 2024 14:59 Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Fleiri fréttir Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjá meira
Matthew Perry látinn Matthew Perry, ein af stjörnum gamanþáttanna Friends, er látinn 54 ára gamall. Perry lék Chandler Bing í tíu þáttaröðum Friends á árunum 1994 til 2004. Þættirnir eru einhverjir vinsælustu sjónvarpsþættir sögunnar. 29. október 2023 00:32
Dánarorsök Matthew Perry ljós Leikarinn Matthew Perry sem fór með hlutverk Chandlers Bing í gamanþáttunum Friends lést eftir að hann tók inn ketamín. Efnið er notað sem lyf við þunglyndi og kvíða en einnig sem vímuefni. 15. desember 2023 21:52
Handtekinn í tengslum við andlát Matthew Perry Einstaklingur hefur verið handtekinn í suðurhluta Kaliforníu í Bandaríkjunum í tengslum við andlát Hollywood leikarans Matthew Perry. Perry lést eftir að hann tók inn of stóran skammt af ketamíni. 15. ágúst 2024 14:59