Umsókn um stöðu kennara í (vonandi) nálægri framtíð Heiða Ingunn Þorgeirsdóttir skrifar 26. október 2024 14:02 Ég undirrituð sótti um og fékk starf í grunnskóla. Eftir tvö ítarleg viðtöl við mannauðsstjóra annars vegar og svo skólastjórnendur hins vegar, varð starfið loks mitt! Ég ræð mér varla fyrir kæti. Það er góð tilfinning að vera metin að verðleikum, enda hef ég þá einu hugsjón að kenna nemendum mínum og gera það vel. En byrjum á byrjuninni, í febrúar sá ég auglýsingu þar sem auglýst var eftir umsjónarkennara á yngsta stigi fyrir næstkomandi skólaár. Ég sendi inn umsókn og frétti síðar að þessi staðaheillaði greinilega fleiri en mig því alls sóttu 15 manns um stöðuna. Í fyrra viðtalinu fékk ég spurningar frá mannauðsstjóra skólans sem voru á eftirfarandi leið: · Af hverju ertu að sækja um starf við kennslu? · Hvaða þekkingu og reynslu hefur þú fram að færa til komandi kynslóða? · Hvað myndu meðmælendur þínir segja um þig ef við hefðum samband við þá? · Af hverju ættum við að ráða þig fram yfir einhvern annan? Þegar ég mætti í seinna viðtalið örlaði á stressi hjá mér eftir að ég fékk að renna yfir spurningalistann sem lá fyrir mér að svara. Ég þurfti að svara mörgum spurningum og vera sannfærandi í mínum svörum. Ég varð að sannfæra þau um að með ráðningu minni væri skólinn að fá verðugan einstakling til starfa og verða partur af þeim framúrskarandi kennarahópi sem starfar í skólanum. Ég þurfti til að mynda að segja frá því hvernig ég ætlaði mér að koma til móts við ólíkar þarfir nemenda, hvernig ég ætlaði að sjá til þess að allir nemendur fengju kennslu við hæfi og næðu sem mestum árangri í skóla margbreytileikans því í honum er jú að finna fjölbreyttan hóp nemenda með mismunandi þarfir og áskoranir. Einnig var ég spurð hvaða gagnreyndu aðferðum ég myndi beita t.d. í lestrarkennslu og kennslu til að auka lesskilning nemenda. Ég fór líka yfir styrkleika mína sem myndu gera það teymi sem ég myndi starfa með enn traustara og sterkara. Allt þetta sem talið er að ofan er aðeins brot af þeim verkefnum sem kennarar þurfa að leysa á hverjum degi. Ég hins vegar ákvað að segja ykkur brotabrot af því sem bar á góma í viðtali framtíðarinnar sem ég sé fyrir mér að verði að veruleika í menntastofnunum samtímans. Að fara yfir öll þau verkefni sem kennari þarf að leysa á hverjum degi er yfirgripsmeira en svo að sagt verði frá í lítilli grein. En þrátt fyrir það gæti þetta viðtal verið örlítið dæmi um hvernig ráðningar sérhæfðs starfsfólks menntastofnana gætu litið út ef laun væru samkeppnishæf. Ef þau væru í takt við menntun, starf og fagmennsku þá kæmust færri að en vildu og aðeins sá hæfasti hreppti hnossið hverju sinni. Það er nefnilega þannig í raunveruleikanum að allt of oft sækir enginn menntaður kennari um laus störf. Aðalinntak þessara skrifa minna er að fá öll sem sitja við samningaborðið, í kjaradeilu okkar, til að skilja hvers vegna aðgerðir okkar eru nauðsynlegar. Við sættum okkur ekki við minna en það sem við eigum skilið, leiðrétting launa er forgangsmál. Fjárfestið í sérfræðingum menntastofnana til framtíðar! Höfundur er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024 Kjaraviðræður 2023-24 Grunnskólar Kjaramál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég undirrituð sótti um og fékk starf í grunnskóla. Eftir tvö ítarleg viðtöl við mannauðsstjóra annars vegar og svo skólastjórnendur hins vegar, varð starfið loks mitt! Ég ræð mér varla fyrir kæti. Það er góð tilfinning að vera metin að verðleikum, enda hef ég þá einu hugsjón að kenna nemendum mínum og gera það vel. En byrjum á byrjuninni, í febrúar sá ég auglýsingu þar sem auglýst var eftir umsjónarkennara á yngsta stigi fyrir næstkomandi skólaár. Ég sendi inn umsókn og frétti síðar að þessi staðaheillaði greinilega fleiri en mig því alls sóttu 15 manns um stöðuna. Í fyrra viðtalinu fékk ég spurningar frá mannauðsstjóra skólans sem voru á eftirfarandi leið: · Af hverju ertu að sækja um starf við kennslu? · Hvaða þekkingu og reynslu hefur þú fram að færa til komandi kynslóða? · Hvað myndu meðmælendur þínir segja um þig ef við hefðum samband við þá? · Af hverju ættum við að ráða þig fram yfir einhvern annan? Þegar ég mætti í seinna viðtalið örlaði á stressi hjá mér eftir að ég fékk að renna yfir spurningalistann sem lá fyrir mér að svara. Ég þurfti að svara mörgum spurningum og vera sannfærandi í mínum svörum. Ég varð að sannfæra þau um að með ráðningu minni væri skólinn að fá verðugan einstakling til starfa og verða partur af þeim framúrskarandi kennarahópi sem starfar í skólanum. Ég þurfti til að mynda að segja frá því hvernig ég ætlaði mér að koma til móts við ólíkar þarfir nemenda, hvernig ég ætlaði að sjá til þess að allir nemendur fengju kennslu við hæfi og næðu sem mestum árangri í skóla margbreytileikans því í honum er jú að finna fjölbreyttan hóp nemenda með mismunandi þarfir og áskoranir. Einnig var ég spurð hvaða gagnreyndu aðferðum ég myndi beita t.d. í lestrarkennslu og kennslu til að auka lesskilning nemenda. Ég fór líka yfir styrkleika mína sem myndu gera það teymi sem ég myndi starfa með enn traustara og sterkara. Allt þetta sem talið er að ofan er aðeins brot af þeim verkefnum sem kennarar þurfa að leysa á hverjum degi. Ég hins vegar ákvað að segja ykkur brotabrot af því sem bar á góma í viðtali framtíðarinnar sem ég sé fyrir mér að verði að veruleika í menntastofnunum samtímans. Að fara yfir öll þau verkefni sem kennari þarf að leysa á hverjum degi er yfirgripsmeira en svo að sagt verði frá í lítilli grein. En þrátt fyrir það gæti þetta viðtal verið örlítið dæmi um hvernig ráðningar sérhæfðs starfsfólks menntastofnana gætu litið út ef laun væru samkeppnishæf. Ef þau væru í takt við menntun, starf og fagmennsku þá kæmust færri að en vildu og aðeins sá hæfasti hreppti hnossið hverju sinni. Það er nefnilega þannig í raunveruleikanum að allt of oft sækir enginn menntaður kennari um laus störf. Aðalinntak þessara skrifa minna er að fá öll sem sitja við samningaborðið, í kjaradeilu okkar, til að skilja hvers vegna aðgerðir okkar eru nauðsynlegar. Við sættum okkur ekki við minna en það sem við eigum skilið, leiðrétting launa er forgangsmál. Fjárfestið í sérfræðingum menntastofnana til framtíðar! Höfundur er grunnskólakennari.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun