„Mér finnst þetta lélegt fyrirkomulag og ég hef sagt það frá upphafi“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 26. október 2024 16:27 Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, vill tíu liða deild með þremur umferðum frekar en tólf liða deild með úrslitakeppni. Vísir/Viktor Freyr Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, hefur þurft að horfa á sína menn tapa fjórum leikjum í röð eftir að hafa bjargað sér frá falli. 1-4 varð niðurstaðan gegn KA í lokaleik tímabilsins. „Ég á eiginlega engin orð yfir frammistöðuna í síðustu fjórum leikjum. Það sem fólk man er frammistaðan undanfarið og allt það góða sem við gerðum í sumar gleymist bara. Því miður þá er þetta ömurlegir endir fyrir okkur, ömurlegir síðustu fjórir leikir sem tapast allir. Við erum ekki líkir sjálfum okkur og manni líður bara illa yfir þessu, þetta er ótrúlega leiðinlegt og ég efast ekki um að strákunum finnist það líka en við verðum bara að gera betur. Verðum að vilja vinna fótboltaleiki þó þeir hefðu ekki mikla þýðingu fyrir okkur,“ sagði Rúnar um frammistöðu sinna manna í úrslitakeppninni. „Fyrir lið sem hefur engu að keppa að er þetta ömurlegt“ Fram bjargaði sér frá falli með sigri í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Eftir það spilaði liðið fjóra leiki sem skiptu í raun engu máli, og töpuðu þeim öllum. Rúnar var spurður hvað honum þætti um fyrirkomulag deildarinnar og það stóð ekki á svörum. „Mér finnst þetta lélegt fyrirkomulag og ég hef sagt það frá upphafi. Ég sagði að það væri allt í lagi að prófa þetta, eitt eða tvö ár, ég hafði reynslu af þessu frá Belgíu og annars staðar sem ég hef starfað. Fyrir lið sem hefur engu að keppa að er þetta ömurlegt en auðvitað skilur maður þegar núna í fyrsta skipti er úrslitaleikur, síðustu tvö tímabil hafa Íslandsmeistararnir verið búnir að tryggja sig eftir fyrsta leik í úrslitakeppni eða jafnvel fyrr. Við getum líka horft á það að Fylkir er fallinn og fer með fjórtán leikmenn vestur, í leik sem skiptir gríðarlegu máli fyrir HK og Vestra. Þeir eru með menn í leikbanni og meiðsli en svo er spurning hvort menn séu bara að spara með því að fara ekki með átján manna hóp. Þetta skekkir alla mynd þannig að þetta er í raun lélegt. Ég hefði viljað fá tíu liða deild og þrjár umferðir, það eru 27 leikir, jafnmargir og þetta fyrirkomulag núna. Það er bara mín skoðun og það hafa allir rétt á sínum skoðunum.“ Ætlar að vera áfram með liðið Framarar ætla nú að taka sér gott frí og nýta tímann í að líta inn á við eftir ömurlegan endi. Rúnar þvertók fyrir það að vera á förum frá félaginu, hann vill hrista upp í leikmannahópnum og reyna aftur að ári. „Nú fara menn bara í frí og sleikja sárin. Ég er búinn að læra fullt á mannskapinn, búinn að læra ofboðslega mikið á þessu tímabili. Veit hvað við þurfum að gera til að bæta okkar leik, bæta okkar lið. Það þurfa að eiga sér stað breytingar hérna, það er engin spurning.“ Besta deild karla Íslenski boltinn Fram KSÍ Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Breiðablik | Næstu lömb í slátrun? Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Sjá meira
„Ég á eiginlega engin orð yfir frammistöðuna í síðustu fjórum leikjum. Það sem fólk man er frammistaðan undanfarið og allt það góða sem við gerðum í sumar gleymist bara. Því miður þá er þetta ömurlegir endir fyrir okkur, ömurlegir síðustu fjórir leikir sem tapast allir. Við erum ekki líkir sjálfum okkur og manni líður bara illa yfir þessu, þetta er ótrúlega leiðinlegt og ég efast ekki um að strákunum finnist það líka en við verðum bara að gera betur. Verðum að vilja vinna fótboltaleiki þó þeir hefðu ekki mikla þýðingu fyrir okkur,“ sagði Rúnar um frammistöðu sinna manna í úrslitakeppninni. „Fyrir lið sem hefur engu að keppa að er þetta ömurlegt“ Fram bjargaði sér frá falli með sigri í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Eftir það spilaði liðið fjóra leiki sem skiptu í raun engu máli, og töpuðu þeim öllum. Rúnar var spurður hvað honum þætti um fyrirkomulag deildarinnar og það stóð ekki á svörum. „Mér finnst þetta lélegt fyrirkomulag og ég hef sagt það frá upphafi. Ég sagði að það væri allt í lagi að prófa þetta, eitt eða tvö ár, ég hafði reynslu af þessu frá Belgíu og annars staðar sem ég hef starfað. Fyrir lið sem hefur engu að keppa að er þetta ömurlegt en auðvitað skilur maður þegar núna í fyrsta skipti er úrslitaleikur, síðustu tvö tímabil hafa Íslandsmeistararnir verið búnir að tryggja sig eftir fyrsta leik í úrslitakeppni eða jafnvel fyrr. Við getum líka horft á það að Fylkir er fallinn og fer með fjórtán leikmenn vestur, í leik sem skiptir gríðarlegu máli fyrir HK og Vestra. Þeir eru með menn í leikbanni og meiðsli en svo er spurning hvort menn séu bara að spara með því að fara ekki með átján manna hóp. Þetta skekkir alla mynd þannig að þetta er í raun lélegt. Ég hefði viljað fá tíu liða deild og þrjár umferðir, það eru 27 leikir, jafnmargir og þetta fyrirkomulag núna. Það er bara mín skoðun og það hafa allir rétt á sínum skoðunum.“ Ætlar að vera áfram með liðið Framarar ætla nú að taka sér gott frí og nýta tímann í að líta inn á við eftir ömurlegan endi. Rúnar þvertók fyrir það að vera á förum frá félaginu, hann vill hrista upp í leikmannahópnum og reyna aftur að ári. „Nú fara menn bara í frí og sleikja sárin. Ég er búinn að læra fullt á mannskapinn, búinn að læra ofboðslega mikið á þessu tímabili. Veit hvað við þurfum að gera til að bæta okkar leik, bæta okkar lið. Það þurfa að eiga sér stað breytingar hérna, það er engin spurning.“
Besta deild karla Íslenski boltinn Fram KSÍ Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Breiðablik | Næstu lömb í slátrun? Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Sjá meira
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn