„Lítill Birkir Már hefði ekki getað ímyndað sér þetta“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. október 2024 19:41 Birkir Már Sævarsson lék sinn síðasta leik fyrir Val í kvöld. Vísir/Anton Brink Mikil tímamót urðu á N1 vellinum í dag þegar einn dáðasti Valsari sögunnar Birkir Már Sævarsson lék sinn síðasta leik á Íslandi og lauk þar með farsælum ferli sínum. Valsarar héldu mikla dagskrá honum til heiðurs og kórónuðu svo góða kveðjustund með öruggum 6-1 sigri. Birkir var hræður er Vísir ræddi við hann eftir leik um tímamótin: „Er í fyrsta lagi mjög stoltur af ferlinum mínum og gott að enda þetta svona á geggjuðum sigri. Náðum þriðja sætinu sem var lágmarkskrafa fyrir tímabilið, hefðum viljað enda með þann stóra en því miður gekk það ekki í dag.“ sagði Birkir Már. Valur endar tímabilið í 3. sæti, 18 stigum frá toppsætinu. Birkir tók undir það að niðurstaðan væri klár vonbrigði þrátt fyrir að liðið hafi náð evrópusæti á endanum. „Við ætluðum okkur að vera nær toppbaráttunni en því miður tókst það ekki, þá er sárabót að ná evrópusæti. Sé ekkert eftir þessu tímabili, hefði mátt vera skemmtilegra. Finn núna að ég er tilbúinn að hætta hér. Er ekki búinn að ákveða hvort skórnir fara alveg uppá hilluna. Hérna á Íslandi er ég allavega hættur.“ Birkir Már hefur lyft titlum með Val auk þess að eiga farsælan atvinnumannaferil að ógleymdum mögnuðum landsliðsferli þar sem hann lék á Heimsmeistaramóti og evrópumóti. „Sem lítill Birkir Már þá hefði ég aldrei getað ímyndað mér þennan feril sem ég hef átt. Ótrúlega stoltur og trúi því varla enþá að þetta hafi verið svona góður ferill. Búin að kynnast ótrúlega mörgu góðu fólki og það situr mest eftir kannski eftir allt.“ sagði Birkir og bætti við um þessa kveðjustund Valsara. „Þetta var geðveikt. Ekkert eðlilega glaður og hrærður yfir allri dagskránni sem var hérna í dag til heiðurs mér. Ég á eiginlega engin orð.“ Birkir viðurkenndi að hann væri mjög sáttur með daginn og sagðist aðspurður þakklátur félaginu. „Ég er með risastórt Valshjarta. Valur er klúbburinn minn. Þetta hefur verið mitt annað heimili síðan ég var fimm ára. Ég hef örugglega verið meira hér en heima hjá mér. Ég á eftir að sakna allra hérna, á eftir að koma í heimsókn í stúkuna og tuða eitthvað eins og gamlir leikmenn gera.“ Stuðningsmenn Vals sungu í stúkunni eftir leik „Eitt ár í viðbót“. Er það útilokað fyrir Birki? „Já. Það er útilokað.“ sagði Birkir og bætti við um framhaldið: „Ég er ekki búinn að leggja skóna alveg á hilluna, spila kannski einhvern neðri deildar bolta í Svíþjóð. Svo sé ég bara til hvort það verðu einhver þjálfun eða slíkt þegar fram líða stundir.“ Besta deild karla Valur Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Býst við að hætta áður en VAR nær til Íslands Útiliðin hafa fagnað í öllum úrslitaleikjunum síðustu 26 ár „Ég hefði getað skorað átta eða níu mörk í þessum leik“ Einkunnir úr úrslitaleiknum: Magnaður Ísak Snær en Víkingar langt frá sínu besta Sjá meira
Birkir var hræður er Vísir ræddi við hann eftir leik um tímamótin: „Er í fyrsta lagi mjög stoltur af ferlinum mínum og gott að enda þetta svona á geggjuðum sigri. Náðum þriðja sætinu sem var lágmarkskrafa fyrir tímabilið, hefðum viljað enda með þann stóra en því miður gekk það ekki í dag.“ sagði Birkir Már. Valur endar tímabilið í 3. sæti, 18 stigum frá toppsætinu. Birkir tók undir það að niðurstaðan væri klár vonbrigði þrátt fyrir að liðið hafi náð evrópusæti á endanum. „Við ætluðum okkur að vera nær toppbaráttunni en því miður tókst það ekki, þá er sárabót að ná evrópusæti. Sé ekkert eftir þessu tímabili, hefði mátt vera skemmtilegra. Finn núna að ég er tilbúinn að hætta hér. Er ekki búinn að ákveða hvort skórnir fara alveg uppá hilluna. Hérna á Íslandi er ég allavega hættur.“ Birkir Már hefur lyft titlum með Val auk þess að eiga farsælan atvinnumannaferil að ógleymdum mögnuðum landsliðsferli þar sem hann lék á Heimsmeistaramóti og evrópumóti. „Sem lítill Birkir Már þá hefði ég aldrei getað ímyndað mér þennan feril sem ég hef átt. Ótrúlega stoltur og trúi því varla enþá að þetta hafi verið svona góður ferill. Búin að kynnast ótrúlega mörgu góðu fólki og það situr mest eftir kannski eftir allt.“ sagði Birkir og bætti við um þessa kveðjustund Valsara. „Þetta var geðveikt. Ekkert eðlilega glaður og hrærður yfir allri dagskránni sem var hérna í dag til heiðurs mér. Ég á eiginlega engin orð.“ Birkir viðurkenndi að hann væri mjög sáttur með daginn og sagðist aðspurður þakklátur félaginu. „Ég er með risastórt Valshjarta. Valur er klúbburinn minn. Þetta hefur verið mitt annað heimili síðan ég var fimm ára. Ég hef örugglega verið meira hér en heima hjá mér. Ég á eftir að sakna allra hérna, á eftir að koma í heimsókn í stúkuna og tuða eitthvað eins og gamlir leikmenn gera.“ Stuðningsmenn Vals sungu í stúkunni eftir leik „Eitt ár í viðbót“. Er það útilokað fyrir Birki? „Já. Það er útilokað.“ sagði Birkir og bætti við um framhaldið: „Ég er ekki búinn að leggja skóna alveg á hilluna, spila kannski einhvern neðri deildar bolta í Svíþjóð. Svo sé ég bara til hvort það verðu einhver þjálfun eða slíkt þegar fram líða stundir.“
Besta deild karla Valur Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Býst við að hætta áður en VAR nær til Íslands Útiliðin hafa fagnað í öllum úrslitaleikjunum síðustu 26 ár „Ég hefði getað skorað átta eða níu mörk í þessum leik“ Einkunnir úr úrslitaleiknum: Magnaður Ísak Snær en Víkingar langt frá sínu besta Sjá meira