„Lítill Birkir Már hefði ekki getað ímyndað sér þetta“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. október 2024 19:41 Birkir Már Sævarsson lék sinn síðasta leik fyrir Val í kvöld. Vísir/Anton Brink Mikil tímamót urðu á N1 vellinum í dag þegar einn dáðasti Valsari sögunnar Birkir Már Sævarsson lék sinn síðasta leik á Íslandi og lauk þar með farsælum ferli sínum. Valsarar héldu mikla dagskrá honum til heiðurs og kórónuðu svo góða kveðjustund með öruggum 6-1 sigri. Birkir var hræður er Vísir ræddi við hann eftir leik um tímamótin: „Er í fyrsta lagi mjög stoltur af ferlinum mínum og gott að enda þetta svona á geggjuðum sigri. Náðum þriðja sætinu sem var lágmarkskrafa fyrir tímabilið, hefðum viljað enda með þann stóra en því miður gekk það ekki í dag.“ sagði Birkir Már. Valur endar tímabilið í 3. sæti, 18 stigum frá toppsætinu. Birkir tók undir það að niðurstaðan væri klár vonbrigði þrátt fyrir að liðið hafi náð evrópusæti á endanum. „Við ætluðum okkur að vera nær toppbaráttunni en því miður tókst það ekki, þá er sárabót að ná evrópusæti. Sé ekkert eftir þessu tímabili, hefði mátt vera skemmtilegra. Finn núna að ég er tilbúinn að hætta hér. Er ekki búinn að ákveða hvort skórnir fara alveg uppá hilluna. Hérna á Íslandi er ég allavega hættur.“ Birkir Már hefur lyft titlum með Val auk þess að eiga farsælan atvinnumannaferil að ógleymdum mögnuðum landsliðsferli þar sem hann lék á Heimsmeistaramóti og evrópumóti. „Sem lítill Birkir Már þá hefði ég aldrei getað ímyndað mér þennan feril sem ég hef átt. Ótrúlega stoltur og trúi því varla enþá að þetta hafi verið svona góður ferill. Búin að kynnast ótrúlega mörgu góðu fólki og það situr mest eftir kannski eftir allt.“ sagði Birkir og bætti við um þessa kveðjustund Valsara. „Þetta var geðveikt. Ekkert eðlilega glaður og hrærður yfir allri dagskránni sem var hérna í dag til heiðurs mér. Ég á eiginlega engin orð.“ Birkir viðurkenndi að hann væri mjög sáttur með daginn og sagðist aðspurður þakklátur félaginu. „Ég er með risastórt Valshjarta. Valur er klúbburinn minn. Þetta hefur verið mitt annað heimili síðan ég var fimm ára. Ég hef örugglega verið meira hér en heima hjá mér. Ég á eftir að sakna allra hérna, á eftir að koma í heimsókn í stúkuna og tuða eitthvað eins og gamlir leikmenn gera.“ Stuðningsmenn Vals sungu í stúkunni eftir leik „Eitt ár í viðbót“. Er það útilokað fyrir Birki? „Já. Það er útilokað.“ sagði Birkir og bætti við um framhaldið: „Ég er ekki búinn að leggja skóna alveg á hilluna, spila kannski einhvern neðri deildar bolta í Svíþjóð. Svo sé ég bara til hvort það verðu einhver þjálfun eða slíkt þegar fram líða stundir.“ Besta deild karla Valur Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Sjá meira
Birkir var hræður er Vísir ræddi við hann eftir leik um tímamótin: „Er í fyrsta lagi mjög stoltur af ferlinum mínum og gott að enda þetta svona á geggjuðum sigri. Náðum þriðja sætinu sem var lágmarkskrafa fyrir tímabilið, hefðum viljað enda með þann stóra en því miður gekk það ekki í dag.“ sagði Birkir Már. Valur endar tímabilið í 3. sæti, 18 stigum frá toppsætinu. Birkir tók undir það að niðurstaðan væri klár vonbrigði þrátt fyrir að liðið hafi náð evrópusæti á endanum. „Við ætluðum okkur að vera nær toppbaráttunni en því miður tókst það ekki, þá er sárabót að ná evrópusæti. Sé ekkert eftir þessu tímabili, hefði mátt vera skemmtilegra. Finn núna að ég er tilbúinn að hætta hér. Er ekki búinn að ákveða hvort skórnir fara alveg uppá hilluna. Hérna á Íslandi er ég allavega hættur.“ Birkir Már hefur lyft titlum með Val auk þess að eiga farsælan atvinnumannaferil að ógleymdum mögnuðum landsliðsferli þar sem hann lék á Heimsmeistaramóti og evrópumóti. „Sem lítill Birkir Már þá hefði ég aldrei getað ímyndað mér þennan feril sem ég hef átt. Ótrúlega stoltur og trúi því varla enþá að þetta hafi verið svona góður ferill. Búin að kynnast ótrúlega mörgu góðu fólki og það situr mest eftir kannski eftir allt.“ sagði Birkir og bætti við um þessa kveðjustund Valsara. „Þetta var geðveikt. Ekkert eðlilega glaður og hrærður yfir allri dagskránni sem var hérna í dag til heiðurs mér. Ég á eiginlega engin orð.“ Birkir viðurkenndi að hann væri mjög sáttur með daginn og sagðist aðspurður þakklátur félaginu. „Ég er með risastórt Valshjarta. Valur er klúbburinn minn. Þetta hefur verið mitt annað heimili síðan ég var fimm ára. Ég hef örugglega verið meira hér en heima hjá mér. Ég á eftir að sakna allra hérna, á eftir að koma í heimsókn í stúkuna og tuða eitthvað eins og gamlir leikmenn gera.“ Stuðningsmenn Vals sungu í stúkunni eftir leik „Eitt ár í viðbót“. Er það útilokað fyrir Birki? „Já. Það er útilokað.“ sagði Birkir og bætti við um framhaldið: „Ég er ekki búinn að leggja skóna alveg á hilluna, spila kannski einhvern neðri deildar bolta í Svíþjóð. Svo sé ég bara til hvort það verðu einhver þjálfun eða slíkt þegar fram líða stundir.“
Besta deild karla Valur Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Sjá meira