Barningur smáframleiðenda Fjóla Einarsdóttir skrifar 27. október 2024 07:01 Samtalið á milli frumkvöðla í matargerð og smáframleiðenda á Íslandi skiptir svo miklu máli. Við gætum skrifað sögu hvers annars. Hver baráttan á fætur annarri, mætti stundum halda að við værum í Flugumýrabardaga í Skagafirði á Landnámsöld en ekki að framleiða matvæli. Fjármálaumhverfið á Íslandi er ekki að vinna með okkur en einhvern veginn höldum við áfram með hugsjónina að vopni. Við hjá Livefood, sem er fyrsta og eina grænkera ostagerðin á Íslandi, erum í samtökum smáframleiðenda matvæla á Íslandi og höfum átt virkilega góð samtöl við okkar fólk þar og skiljum hvað felst í því að framleiða vöru á Íslandi og koma henni á markað. Stórmarkaðir á Íslandi vilja fá vörurnar okkar í sínar búðir og bókstaflega vinna markvisst að því að gefa smáframleiðendum pláss Fyrir það erum við hjá Livefood persónulega afskaplega þakklát. Allt sem heitir velvilji og stuðningur er kærkominn þegar unnið er myrkranna á milli. Stóru fyrirtækin á Íslandi byrjuðu sem hugmynd. Við höfum átt samtöl við mörg þeirra og kynnst hvernig þeirra upphaf var. Barningur í upphafi í langflestum tilfellum, stór saga en mikilvægastu skilaboðin að halda áfram og gefast ekki upp þegar á móti blæs. Nú er komið að kosningum og ný ríkisstjórn mun taka til starfa ásamt nýjum þingmönnum eftir þær. Það verður í mörg horn að líta en vonir okkar standa til að nýsköpun í íslenskri matargerð fái að blómstra sem aldrei fyrr og stuðningur við smáframleiðendur aukist til muna. “Það mun blómstra sem ljósið skín á” eru orð sem hafa fylgt mér lengi en fyrir 17 árum tók ég viðtal sem ungur háskólanemi við Þorstein Inga heitinn sem þá var framkvæmdastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Hann sagði þessi orð þegar hann var að útskýra mikilvægi þess að láta ljósið skína á nýsköpun á Íslandi. Ég vil leggja áherslu á þessi orð og vonir mínar standa til að ljósið muni skína á íslenska smáframleiðendur á Íslandi eftir næstu kosningar. Leyfa þeim að blómstra og þá munu þeir skila hagnaði sínum beint inn í íslenskt hagkerfi og sameiginlega sjóði landsins seinna meir. Við þurfum að stækka kökuna. Þeir sem tilheyra hópi smáfamleiðanda eru ólíkir einstaklingar sem hafa sínar persónulegu skoðanir á hvað ljósinu skal beint að en munum það að við höfum ekki bara eitt ljós og ef út í það er farið nákvæmlega 63 ljós á Alþingi. Ég er að minna komandi þingmenn á okkur smáframleiðendur og mikilvægi okkar í keðjunni með þessum skrifum. Fjárfestar þurfa einnig að skoða þennan málaflokk betur og leggja til sitt. Málaflokkarnir sem þurfa á ljósi að halda eru margir og ljósið þarf og verður að skína víða. Ég vona að ég fái hlustun og skilning á okkar málaflokk. Styðjum íslenska smáframleiðendur sem aldrei fyrr á komandi árum og verum bæði í orði og á borði í þeirra liði. Höfundur er framkvæmdastjóri Livefood Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjóla Einarsdóttir Mest lesið Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Sjá meira
Samtalið á milli frumkvöðla í matargerð og smáframleiðenda á Íslandi skiptir svo miklu máli. Við gætum skrifað sögu hvers annars. Hver baráttan á fætur annarri, mætti stundum halda að við værum í Flugumýrabardaga í Skagafirði á Landnámsöld en ekki að framleiða matvæli. Fjármálaumhverfið á Íslandi er ekki að vinna með okkur en einhvern veginn höldum við áfram með hugsjónina að vopni. Við hjá Livefood, sem er fyrsta og eina grænkera ostagerðin á Íslandi, erum í samtökum smáframleiðenda matvæla á Íslandi og höfum átt virkilega góð samtöl við okkar fólk þar og skiljum hvað felst í því að framleiða vöru á Íslandi og koma henni á markað. Stórmarkaðir á Íslandi vilja fá vörurnar okkar í sínar búðir og bókstaflega vinna markvisst að því að gefa smáframleiðendum pláss Fyrir það erum við hjá Livefood persónulega afskaplega þakklát. Allt sem heitir velvilji og stuðningur er kærkominn þegar unnið er myrkranna á milli. Stóru fyrirtækin á Íslandi byrjuðu sem hugmynd. Við höfum átt samtöl við mörg þeirra og kynnst hvernig þeirra upphaf var. Barningur í upphafi í langflestum tilfellum, stór saga en mikilvægastu skilaboðin að halda áfram og gefast ekki upp þegar á móti blæs. Nú er komið að kosningum og ný ríkisstjórn mun taka til starfa ásamt nýjum þingmönnum eftir þær. Það verður í mörg horn að líta en vonir okkar standa til að nýsköpun í íslenskri matargerð fái að blómstra sem aldrei fyrr og stuðningur við smáframleiðendur aukist til muna. “Það mun blómstra sem ljósið skín á” eru orð sem hafa fylgt mér lengi en fyrir 17 árum tók ég viðtal sem ungur háskólanemi við Þorstein Inga heitinn sem þá var framkvæmdastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Hann sagði þessi orð þegar hann var að útskýra mikilvægi þess að láta ljósið skína á nýsköpun á Íslandi. Ég vil leggja áherslu á þessi orð og vonir mínar standa til að ljósið muni skína á íslenska smáframleiðendur á Íslandi eftir næstu kosningar. Leyfa þeim að blómstra og þá munu þeir skila hagnaði sínum beint inn í íslenskt hagkerfi og sameiginlega sjóði landsins seinna meir. Við þurfum að stækka kökuna. Þeir sem tilheyra hópi smáfamleiðanda eru ólíkir einstaklingar sem hafa sínar persónulegu skoðanir á hvað ljósinu skal beint að en munum það að við höfum ekki bara eitt ljós og ef út í það er farið nákvæmlega 63 ljós á Alþingi. Ég er að minna komandi þingmenn á okkur smáframleiðendur og mikilvægi okkar í keðjunni með þessum skrifum. Fjárfestar þurfa einnig að skoða þennan málaflokk betur og leggja til sitt. Málaflokkarnir sem þurfa á ljósi að halda eru margir og ljósið þarf og verður að skína víða. Ég vona að ég fái hlustun og skilning á okkar málaflokk. Styðjum íslenska smáframleiðendur sem aldrei fyrr á komandi árum og verum bæði í orði og á borði í þeirra liði. Höfundur er framkvæmdastjóri Livefood
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun