Ætluðu að hringsóla yfir Eyjar þegar flugvélarnar skullu saman Jón Ísak Ragnarsson skrifar 27. október 2024 11:07 Á flugleið vélanna á Flightradar má sjá hvar og hvernig þær rekast saman í loftinu. Hægra meginn sjást skemmdir á stéli vélarinnar sem var fyrir framan. Vísir Flugmenn tveggja flugvéla sem rákust saman í samflugi yfir Vestmannaeyjum ætluðu að fljúga í hring yfir Vestmannaeyjar þegar vélarnar rákust saman. Þeir létu flugumferðarstjórn ekki vita af árekstrinum fyrr en skemmdir á vélunum komu í ljós á Keflavíkuflugvelli. Tvær einkaflugvélar rákust saman á flugi við Vestmannaeyjar í febrúar síðastliðnum. Flugmaður og farþegi voru í annarri vélinni en aðeins flugmaður í hinni. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur lokið rannsókn á atvikinu. Í skýrslu RNSA segir að vélarnar hafi verið í svokölluðu ferjuflugi frá Belfast til Keflavíkur. Báðar vélarnar hafi verið af sömu gerð, King Air B200. Lagt hafi verið af stað frá Belfast klukkan 14:00. Fram kemur að báðir flugmenn hafi fengið leyfi um 16:27 til þess að færa sig neðar í lofthelginni, úr blindflugi yfir í svokallað sjónflug. Klukkan 16:31 hafi annar flugmaðurinn tilkynnt flugumferðarstjórn að vélarnar væru í samflugi, og aðeins 2000 fet væru á milli vélanna. Þá voru þeir suðaustan við Vík. Veðurskilyrði með besta móti Klukkan 16:33 var bilið milli vélanna orðið 0.01 NM (18 metrar) og næstu níu mínúturnar var það á bilinu 0.01 NM til 0.03 NM (18 - 56 metrar). Þá flugu þeir yfir Vík og Skóga og beygðu svo suður í átt að Vestmannaeyjum. Samkvæmt flugmönnunum voru veðurskilyrði með allra besta móti við Vestmannaeyjar. Klukkan 16:42:06 voru vélarnarnar rétt norðan við Heimaey, en ákvörðun hafði verið tekin um að fljúga hring yfir Vestmannaeyjar. Fremri vélin, sem var vinstra megin við aftari vélina og örlítið ofar, beygði þá til vinstri. Flugmaður aftari vélarinnar beygði þá einnig til vinstri, gaf aðeins í og ætlaði að lyfta vélinni örlítið. Skemmdir urðu á vinstri hreyfli aftari vélarinnar.Rannsóknarnefnd samgönguslysa Þá fann hann fyrir vindhviðu frá fremri flugvélinni, sem olli því að að flugvél hans sveigði meira til vinstri en áætlað var, og nálgaðist hina vélina óðfluga. Flugmaðurinn segist hafa brugðist við með því að reyna beygja til hægri og bremsa. Það hafi hins vegar ekki tekist, en vinstri hreyfill aftari vélarinnar skall svo í stél fremri vélarinnar hægra meginn. Samkvæmt gögnum frá flugumferðarstjórn er talið líklegt að slysið hafi orðið klukkan 16:42:13. Skemmdir urðu á bæði hreyflinum og stélinu. Tilkynntu ekki um slysið Eftir áreksturinn dró flugmaður aftari vélarinnar úr hraðanum og fjarlægðist hinni vélinni. Þá hafi hann dregið úr kraftinum í vinstri hreyfli, þar sem hann hafði orðið fyrir skemmdum. Flugmennirnir voru svo í samskiptum og reyndu að meta skemmdirnar, en héldu fluginu svo áfram. Stélið á fremri vélinni.Rannsóknarnefnd samgönguslysa Klukkan 16:44 hafði flugumferðarstjórn samband við báða flugmennina og sagði þeim hvert þeir ættu að fljúga. Hvorugur flugmaðurinn minntist á áreksturinn. Þeir segjast hafa verið uppteknir við að fylgjast með ástandi vélanna og að lenda þeim örugglega. Báðir flugmenn höfðu öll tilskylin leyfi og reynslu. Rannsóknarnefnd samgönguslysa ítrekar að flugmenn skuli alltaf láta flugumferðarstjórn vita af öllum árekstrum og óhöppum sem verða, meðal annars svo að viðbragðsaðilar geti verið í viðbragðsstöðu. Vestmannaeyjar Samgönguslys Fréttir af flugi Tengdar fréttir Rannsókn á árekstri flugvélanna á frumstigi Rannsókn á árekstri tveggja flugvéla við Vestmannaeyjar á sunnudag er á frumstigi. Ekki er ljóst hvenær skýrsla um málið verður gefin út af Rannsóknarnefnd samgönguslysa. 15. febrúar 2024 15:45 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Sjá meira
Tvær einkaflugvélar rákust saman á flugi við Vestmannaeyjar í febrúar síðastliðnum. Flugmaður og farþegi voru í annarri vélinni en aðeins flugmaður í hinni. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur lokið rannsókn á atvikinu. Í skýrslu RNSA segir að vélarnar hafi verið í svokölluðu ferjuflugi frá Belfast til Keflavíkur. Báðar vélarnar hafi verið af sömu gerð, King Air B200. Lagt hafi verið af stað frá Belfast klukkan 14:00. Fram kemur að báðir flugmenn hafi fengið leyfi um 16:27 til þess að færa sig neðar í lofthelginni, úr blindflugi yfir í svokallað sjónflug. Klukkan 16:31 hafi annar flugmaðurinn tilkynnt flugumferðarstjórn að vélarnar væru í samflugi, og aðeins 2000 fet væru á milli vélanna. Þá voru þeir suðaustan við Vík. Veðurskilyrði með besta móti Klukkan 16:33 var bilið milli vélanna orðið 0.01 NM (18 metrar) og næstu níu mínúturnar var það á bilinu 0.01 NM til 0.03 NM (18 - 56 metrar). Þá flugu þeir yfir Vík og Skóga og beygðu svo suður í átt að Vestmannaeyjum. Samkvæmt flugmönnunum voru veðurskilyrði með allra besta móti við Vestmannaeyjar. Klukkan 16:42:06 voru vélarnarnar rétt norðan við Heimaey, en ákvörðun hafði verið tekin um að fljúga hring yfir Vestmannaeyjar. Fremri vélin, sem var vinstra megin við aftari vélina og örlítið ofar, beygði þá til vinstri. Flugmaður aftari vélarinnar beygði þá einnig til vinstri, gaf aðeins í og ætlaði að lyfta vélinni örlítið. Skemmdir urðu á vinstri hreyfli aftari vélarinnar.Rannsóknarnefnd samgönguslysa Þá fann hann fyrir vindhviðu frá fremri flugvélinni, sem olli því að að flugvél hans sveigði meira til vinstri en áætlað var, og nálgaðist hina vélina óðfluga. Flugmaðurinn segist hafa brugðist við með því að reyna beygja til hægri og bremsa. Það hafi hins vegar ekki tekist, en vinstri hreyfill aftari vélarinnar skall svo í stél fremri vélarinnar hægra meginn. Samkvæmt gögnum frá flugumferðarstjórn er talið líklegt að slysið hafi orðið klukkan 16:42:13. Skemmdir urðu á bæði hreyflinum og stélinu. Tilkynntu ekki um slysið Eftir áreksturinn dró flugmaður aftari vélarinnar úr hraðanum og fjarlægðist hinni vélinni. Þá hafi hann dregið úr kraftinum í vinstri hreyfli, þar sem hann hafði orðið fyrir skemmdum. Flugmennirnir voru svo í samskiptum og reyndu að meta skemmdirnar, en héldu fluginu svo áfram. Stélið á fremri vélinni.Rannsóknarnefnd samgönguslysa Klukkan 16:44 hafði flugumferðarstjórn samband við báða flugmennina og sagði þeim hvert þeir ættu að fljúga. Hvorugur flugmaðurinn minntist á áreksturinn. Þeir segjast hafa verið uppteknir við að fylgjast með ástandi vélanna og að lenda þeim örugglega. Báðir flugmenn höfðu öll tilskylin leyfi og reynslu. Rannsóknarnefnd samgönguslysa ítrekar að flugmenn skuli alltaf láta flugumferðarstjórn vita af öllum árekstrum og óhöppum sem verða, meðal annars svo að viðbragðsaðilar geti verið í viðbragðsstöðu.
Vestmannaeyjar Samgönguslys Fréttir af flugi Tengdar fréttir Rannsókn á árekstri flugvélanna á frumstigi Rannsókn á árekstri tveggja flugvéla við Vestmannaeyjar á sunnudag er á frumstigi. Ekki er ljóst hvenær skýrsla um málið verður gefin út af Rannsóknarnefnd samgönguslysa. 15. febrúar 2024 15:45 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Sjá meira
Rannsókn á árekstri flugvélanna á frumstigi Rannsókn á árekstri tveggja flugvéla við Vestmannaeyjar á sunnudag er á frumstigi. Ekki er ljóst hvenær skýrsla um málið verður gefin út af Rannsóknarnefnd samgönguslysa. 15. febrúar 2024 15:45