„Höfum fengið að blómstra fyrir það sem við nákvæmlega erum“ Smári Jökull Jónsson skrifar 27. október 2024 21:19 Andri Rafn Yeoman var að vinna sinn þriðja Íslandsmeistaratitil með Breiðablik. Vísir/Anton Brink Andri Rafn Yeoman var að vinna sinn þriðja Íslandsmeistaratitil sinn með Breiðablik en hann er annar af tveimur leikmönnum liðsins sem var hluti af titilliðunum árin 2010 og 2022. Hann sagði tilfinninguna frábæra. „Hún er það klárlega og eins og gerist oft í svona viðtölum þá er maður hálftómur. Maður getur sagt að þetta sé ólýsanlegt en það er svo margt sem er að gerast innan í manni, léttir, spennufall og auðvitað ótrúlega mikil gleði. Þriðja skiptið, þetta er geggjað,“ sagði Andri Rafn í viðtali við Aron Guðmundsson á Stöð 2 Sport strax á leik loknum. Blikar voru með yfirhöndina nánast allan leikinn í kvöld og unnu verðskuldaðan 3-0 sigur. Andri sagði leikinn þó ekki hafa verið þann fallegasta sem Blikaliðið hefur spilað. „Eins og verður oft í svona leikjum og eins og varð í síðustu umferð, þá er bara farið í eitthvað annað og gert það sem þarf að gera. Þetta tímabil, þó það hafi byrjað seinna útaf Evrópukeppni í fyrra, þá hefur þetta verið vegferð og upp og niður og allt þar á milli,“ en Blikar spiluðu í Evrópukeppni allt fram í desembermánuð á síðasta ári. „Hrikalega sætt núna og vegferðin auðvitað miklu lengri þegar þetta þjálfarateymi og Óskar [Hrafn Þorvaldsson] komu inn og komu með aðra nálgun á margan hátt. Taktískt, æfingalega og sérstaklega andlega. Ég held að það sé ótrúlega dýrmætt og við höfum fengið að blómstra fyrir það sem við nákvæmlega erum.“ Andri kom einnig inn á einkenni Blikaliðsins og sagði liðið vera búið að þróa leikstílinn í gegnum árin. Hann sagði frábært að fagna með stuðningsmönnum liðsins sem hlupu inn á völlinn um leið og flautað var til leiksloka. „Maður nær ekki alveg utan um þetta en maður hefur upplifað ýmislegt. Við höfum átt okkar einkenni alla þessa tíð, lið sem vill spila fótbolta og vill spila leikinn á ákveðinn hátt. Í gegnum tíðina hefur verið reynt að fá eitthvað annað inn í liðið til að vega upp á móti því. Siðustu ár höfum við tekið það lengra, reynt að finna mótvægi í einhverju öðru og orðið við alla leið. Ég held að það sé að skila þessu,“ sagði Andri Rafn að lokum. Viðtalið við Andra Rafn má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Íslandsmeistarinn Andri Rafn Yeoman Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Langbesta liðið í þessari deild“ „Við sóttum bara það sem við erum búnir að ætla okkur í allt sumar og sýndum bara að við erum langbesta liðið í þessari deild. Það eiga allir risahrós skilið, virkilega vel gert,“ sagði Íslandsmeistarinn Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks. Breiðablik mætti á heimavöll ríkjandi Íslandsmeistara Víkings og vann afar sannfærandi 3-0 sigur til að tryggja titilinn. 27. október 2024 20:55 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Frank Mill er látinn Fótbolti Fleiri fréttir Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira
„Hún er það klárlega og eins og gerist oft í svona viðtölum þá er maður hálftómur. Maður getur sagt að þetta sé ólýsanlegt en það er svo margt sem er að gerast innan í manni, léttir, spennufall og auðvitað ótrúlega mikil gleði. Þriðja skiptið, þetta er geggjað,“ sagði Andri Rafn í viðtali við Aron Guðmundsson á Stöð 2 Sport strax á leik loknum. Blikar voru með yfirhöndina nánast allan leikinn í kvöld og unnu verðskuldaðan 3-0 sigur. Andri sagði leikinn þó ekki hafa verið þann fallegasta sem Blikaliðið hefur spilað. „Eins og verður oft í svona leikjum og eins og varð í síðustu umferð, þá er bara farið í eitthvað annað og gert það sem þarf að gera. Þetta tímabil, þó það hafi byrjað seinna útaf Evrópukeppni í fyrra, þá hefur þetta verið vegferð og upp og niður og allt þar á milli,“ en Blikar spiluðu í Evrópukeppni allt fram í desembermánuð á síðasta ári. „Hrikalega sætt núna og vegferðin auðvitað miklu lengri þegar þetta þjálfarateymi og Óskar [Hrafn Þorvaldsson] komu inn og komu með aðra nálgun á margan hátt. Taktískt, æfingalega og sérstaklega andlega. Ég held að það sé ótrúlega dýrmætt og við höfum fengið að blómstra fyrir það sem við nákvæmlega erum.“ Andri kom einnig inn á einkenni Blikaliðsins og sagði liðið vera búið að þróa leikstílinn í gegnum árin. Hann sagði frábært að fagna með stuðningsmönnum liðsins sem hlupu inn á völlinn um leið og flautað var til leiksloka. „Maður nær ekki alveg utan um þetta en maður hefur upplifað ýmislegt. Við höfum átt okkar einkenni alla þessa tíð, lið sem vill spila fótbolta og vill spila leikinn á ákveðinn hátt. Í gegnum tíðina hefur verið reynt að fá eitthvað annað inn í liðið til að vega upp á móti því. Siðustu ár höfum við tekið það lengra, reynt að finna mótvægi í einhverju öðru og orðið við alla leið. Ég held að það sé að skila þessu,“ sagði Andri Rafn að lokum. Viðtalið við Andra Rafn má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Íslandsmeistarinn Andri Rafn Yeoman
Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Langbesta liðið í þessari deild“ „Við sóttum bara það sem við erum búnir að ætla okkur í allt sumar og sýndum bara að við erum langbesta liðið í þessari deild. Það eiga allir risahrós skilið, virkilega vel gert,“ sagði Íslandsmeistarinn Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks. Breiðablik mætti á heimavöll ríkjandi Íslandsmeistara Víkings og vann afar sannfærandi 3-0 sigur til að tryggja titilinn. 27. október 2024 20:55 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Frank Mill er látinn Fótbolti Fleiri fréttir Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira
„Langbesta liðið í þessari deild“ „Við sóttum bara það sem við erum búnir að ætla okkur í allt sumar og sýndum bara að við erum langbesta liðið í þessari deild. Það eiga allir risahrós skilið, virkilega vel gert,“ sagði Íslandsmeistarinn Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks. Breiðablik mætti á heimavöll ríkjandi Íslandsmeistara Víkings og vann afar sannfærandi 3-0 sigur til að tryggja titilinn. 27. október 2024 20:55